Fuglatalningar

Skógarpúkinn

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Í kjölfar breyttrar talningaraðferðar á Þiður í Svíþjóð kom í ljós að stofninn er 3 sinnum stærri en gömlu talningaraðferðirnar gerðu ráð fyrir. Gamla aðferðarfræðin var sem sagt að fara á einhvern ákveðin stað og telja fugla á nákvæmlega þeim stað. Nýja aðferðin við þessar talningar var að menn fóru að ganga línur og við það þrefaldaðist Þiðurstofninn í Svíþjóð. Líffræðingar hafa alltaf haldið fram að fuglarnir héldu sig aðeins í gömlum og óröskuðum skógi en ekki í ræktum skógi sem reyndist alrangt. Seinni tíma rannsóknir hafi leitt í ljós að Þiður (eins og allar lífverur) hefur miklu meiri aðlögunarhæfni en menn héldu og bæði stakir fuglar og fuglar í tilhugalífinu nota hirtan furuskóg í kringum 40 ára gamlan miklu meira en menn hafa haldið. Enda virðist 2/3 af stofninum vera einhverstaðar sem hann á ekki að vera.
Gæti ekki verið að þetta ætti við um rjúpuna líka? Hún er talin á sömu stöðum ár eftir ár þar sem hún "á" að vera.
http://skogen.se/tidningen Þetta er slóðin á tímaritið sem greinin er í en maður þarf að vera meðlimur til að hafa aðgang að blaðinu (nr 6-7 2012). Sendi hér greinina sem viðhengi. Þetta er heimasíðan hjá félaginu sem gerði talningunahttp://www.sofnet.org/

Tags:
Skrifað þann 29 July 2012 kl 13:18
Sýnir 1 til 2 (Af 2)
1 Svar

dropinn

Svör samtals: 8
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fuglatalningar

Það er greinilegt að fuglinn er ekki þar sem fuglafræðingar halda að hann sé. Þetta er nú nokkuð stórkostlegt að stofninn skuli stækka úr 100 000 pörum í 250 000 pör þegar byrjað er að telja á stöðum sem fuglinn á ekki að vera á. Minnir mig á rjúpnaumræðuna hér á landi þar sem náttúrufræðistofnun vildi meina að skógrækt og landgræðsla með lúpínu eyðileggji búsvæði rjúpna. En samt sækir fuglinn mikið í skjólið. Rjúpur eru ekki étnar af fálka í skógi eða lúpínubreyðu, þar er skjól.

KV

Skrifað þann 31 July 2012 kl 9:54