Áfylling BSA loftriffla

khamar

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sæl/ir,

Er einhver sem hefur glímt við það vandamál að fylla á BSA loftriffil sem er með neðangreint tengi ??

http://www.ebay.co.uk/itm/BSA-Fill-Probe-Fits-Ultra-Scorpion-T10-Lo...

Ég mundi gjarnan heyra ef einhver hefur fundið lausn á þessu þ.e. að tengja þetta við kafarakút.

kv Guðmundur
jonsson.gudmundur@gmail.com

Tags:
Skrifað þann 16 January 2014 kl 10:01
Sýnir 1 til 7 (Af 7)
6 Svör

S202

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 12 January 2013

Re: Áfylling BSA loftriffla

Ég er með BSA riffil og svona tengi, nota pumpu en hef ekki náð að tengja við kút. Ef einhver hefur lausn væri það vel þegið ef það kæmi fram hér á þræðinum.

Skrifað þann 16 January 2014 kl 14:06

Silent

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áfylling BSA loftriffla

nú verð ég að lýsa yfir vanþekkingu minni á þessu bsa tengi, hvor endin fer í kútinn? ef gengjaði endinn fer ekki í kútinn þá er ekkért mál að smíða milli stykki fyrir þettar 1/8" sem gengi svo inní kafara kút.

Skrifað þann 16 January 2014 kl 19:21

khamar

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áfylling BSA loftriffla

Sæll Silent,

það er akkurat málið, það vantar millistykki frá gengjaða endanum á tenginu í kút.

kv Guðmundur

Skrifað þann 16 January 2014 kl 20:20

Silent

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áfylling BSA loftriffla

Lítið mál að smíða það. Þarf bara smá messing bút. Hvaða rennismiður sem er gæti græjað það fyrir þig.

Kv Atli S

Skrifað þann 16 January 2014 kl 21:56

Heljar

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áfylling BSA loftriffla

Sælir ég er með svona BSA riffill. Ég græjaði þetta með vökvaslöngu úr Barka. Mesta málið var að fá netan afloftunarventil sem þolir þennan þrýsting, hámark inná riffillin hjá mér er 230 bör. Ef þú ert með 300 bara kút þá þarftu að hafa mæli til að fylgjast með hvað fer inná kútinn.Bara passa að slöngur og fittings sem þú ert að nota þoli svona mikinn þrýsting.
kv Valdimar

Viðhengi:

Skrifað þann 16 January 2014 kl 22:41

khamar

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áfylling BSA loftriffla

Takk fyrir þetta Heljar.

Skrifað þann 17 January 2014 kl 2:25