Fyrsta haglabyssan?

síldaraugað

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fyrsta haglabyssan?

Gömlu remmarnir870 voru góðar byssur. Þar kemur skýringin á þessu góða umtali sem þær hafa, þær lifa enn á fornri frægð.
Mitt ráð er að kaupa þér pumpu fyrsta árið. Gamlan remma, einhverja notaða á góðu gjaldi. Eða góða benelli pumpu sem þú getur hvort eð er selt eftir árið á góðan pening, það er alltaf markaður fyrir þetta dót. Síðan hafa menn haldið í þetta til að nota sem slarkbyssu, svartfugl og slíkt. Éggerði það ekki, Bredan mín þótti dýr á sínum tíma, hátt í helmingi dýrari en remmi 1187, en ég sá aldrei eftir einni krónu og fór fyrstu ferðina með hana í svartfugl vikugamla.
Síðan skaltu fá þér semi auto. Benelli eða bredu. Bakslagsskipta, hún er einfaldari, færri mekaniskir hlutir, gormar, pinnar hringir og slíkt. Því fleiri hreyfanlegri hluti sem "gangverkið" hefur því meiri líkur á veseni.
EN, ekki kaupa byssu nema að hafa góða trú á henni í upphafi. Ekki eitthvað sem þú getur sennilega sætt þig við í eitt ár. Það getir túrana sem þú ferð ekki eins skemmtilega.
Svo þegar þú finnur byssu sem þér líkar áttu að geta lyft henni upp í skotstöðu með lokuð augun, opnar svo aftur og þá á hún að vera rétt, ekki þannig að þú horfir of ofarlega eða neðarlega á hlauplistann, vona að þú skiljir hvað ég á við.

Skrifað þann 30 August 2013 kl 22:17

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fyrsta haglabyssan?

Þetta er alveg rétt hjá síðasta manni með að byssan verður að vera partur af þér og gömlu remmarnir eru góðir hitt þekki ég ekki en það er rökrétt að færri hlutir til að bila fækkar líkum á bilun.
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 31 August 2013 kl 0:20
« Previous12Next »