Fyrsti stóri riffill.

Jón R

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir/ar er að íhuga að kaupa fyrasta riffilinn í stærra cal en 22lr er með augun á tvem riffil pökkum sem eru í boði í verslunum hér í bæ en það eru Rem 770 með kíkji og svo savage xp með kíkji hef orðið var við umræðu um að rem 770 sé einhvað sem maður ætti ekki að kaupa hvað er ykkar álit á því máli ?
En hafði hugsað mér cal sem væri gott í fugl einstaka sel og tófu og jafnvel hreindyr en það er ekkert aðalatriði í þessu
Mbk. JónR

Tags:
Skrifað þann 17 November 2013 kl 15:24
Sýnir 1 til 11 (Af 11)
10 Svör

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fyrsti stóri riffill.

Ágæti félagi Jón R.

Þú stendur á spennandi krossgötum í lífi þínu!

Standa þér ekki til boða betri lausnir en svona pakkar (riffill með sjónauka)?
Ég veit af langri reynslu að sjónaukar og festingar svona pakka eru sjaldnast
af miklum gæðum..og er þá vægt til orða tekið.
Mundu að jafnvel með besta riffli í heimi hittir þú ekki nokkurn skapaðan
hlut ef miðunartækin eru ekki í 100% lagi.
Auðvitað veit ég að þú ert að horfa í peningana sem þú verð í þetta.....
en einmitt þess vegna kauptu eitthvað sem verður þér til ánægju um
ókomin ár þótt verðmiðinn verði (til lengri tíma litið) ögn hærri.
Hefurðu t.d. athugað Weatherby (Howa) rifflana sem Hlað er að bjóða?
Þeir eru einnig með þá frábæru Meopta sjónauka sem engan svíkja.
Með tilliti til þeirra þarfa sem þú telur upp sé ég ekki betur en eitt vinsælasta
kalíber allra tíma, .243 Win gæti hentað þér vel.

En hvað sem þú gerir...megi þér ganga sem allra best!!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 17 November 2013 kl 16:21

Konnari

Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fyrsti stóri riffill.

Ég er algjörlega sammála Magnúsi......keyptu þér frekar Weatherby Vanguard eða Rem 700 í .243win og málið er dautt ! Eiguleg græja sem endist þér fyrir lífstíð.

Skrifað þann 17 November 2013 kl 16:41

Jón R

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fyrsti stóri riffill.

Takk fyrir svörin strákar alltaf gott fyrir byrjanda eins og mig að geta hent inn spurningum og fengið góð svör smiling .
En það sem ég er að spá í með þessa ódýru pakka er það að þetta yrði fyrsti stóri riffillinn svona til að komast í lengri færi 25 metrana hvort það væri þá pappi eða annað sem yrði skotið á. En þetta með gæðin þá er Sauer, Tikka eða Sako með flottum kíkji einhvað sem á eftir að enda í skápnum hjá mér seinna og þá í cali sem myndi virka á hreindýr semsagt þá á þetta ekki að verða eins og bent er á framtíðareign sem slík. Svo hef ég verið að pæla í cal 223 eða 243 sem þessi fyrsti riffill ætti að vera.

Mbk. Jón R

Skrifað þann 17 November 2013 kl 17:56

hanagal

Svör samtals: 64
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fyrsti stóri riffill.

Sako er óþarfi. Það sem strákarnir eru að mæla með ég líka tikkan eru toppgræjur sem þarf ekkert að "toppa".

Svo finnst mér ekkert sérstaklega sterkur leikur að kaupa fyrst ódýran riffil, og svo "góðann". Þá ertu fyrst farinn að spandera. Mín skoðun er að kaupa sér almennilega græju sem "fyrsta" riffil, og hann mun fylgja þér alla ævi og þú átt eftir að finnast vænt um hann ;)

Skrifað þann 18 November 2013 kl 17:56

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fyrsti stóri riffill.

Ég keypti nýjan Sako 6,5x55 sem fyrsta riffil og sæmilegt gler en nú er komið topp gler á gripinn og ég hef átt núna marga riffla og mín reynsla er að gott gler er mikið meira atriði á nýjum riffli því flestir rifflar í dag eru mjög nákvæmir. Ónákvæmnin er í lélegu gleri eða skyttu eða hleðslu (kúlu) sem ekki hentar rifflinum.
Sako fer ekki á sölu! og þar er ég sammála Hanagal en ég braska með alla aðra riffla sem ég á. Ekki af því mér líkar þeir ekki heldur er dellan bara svona.
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 18 November 2013 kl 22:01

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Fyrsti stóri riffill.

Sammála öllu hér að ofan. Ef peningurinn er málið, athugaðu notaðan riffil frá viðurkenndu merki og (viðurkenndri gerð, Remington er ekki bara Remington). Láttu góðan byssumsið taka hann út og bingó, þú verður ánægðari með þann gamla/nýja en splunkunýtt dót sem alfrei er til friðs en var á góðum díl. Svo er ekki of oft þulið upp að gler og festingar þurfa að vera með þeim betri. Fyrst minnst var á Meopta hér að ofan, þeir eru góðir, sérstaklega miðað við verð.

kv
C47

Skrifað þann 18 November 2013 kl 23:22

Jón R

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fyrsti stóri riffill.

Já ég hugsa að ég spari mér bara aðeins meiri pening og kaupu mér einhvað almennilegt en þakka samt sem áður góð svör og alltaf gott að geta leitað hyngað til reindari mann smiling

Mbk Jón R

Skrifað þann 20 November 2013 kl 21:59

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fyrsti stóri riffill.

Ágæti félagi Jón R!

Vek athygli á auglýsingu á Hlaðvefnum:

Weatherby Varmint Special cal .223Rem, aukaskepti, Timney gikkur,
lítið skotinn, verð Kr.120 þús.

Þau gerast nú varla betri tilboðin en þetta!

Þér er velkomið að hafa samband við mig
ef þú svo kýst.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
611 - 5489

Skrifað þann 23 November 2013 kl 0:00

KRA

Svör samtals: 154
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fyrsti stóri riffill.

Veit um Howa í 223 með sjónauka . skotinn 105 skotum. verð minnir mig 110.000

Skrifað þann 23 November 2013 kl 18:56

Camo

Svör samtals: 107
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Fyrsti stóri riffill.

Er með marlin 17.hmr. Væri til með að skipta á honum og 223 ryfli.Kv.Magnús. 8522144
viðarskepti 2 magasín.

Skrifað þann 24 November 2013 kl 0:37