Gæðarifflar?

S202

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 12 January 2013

Sæl öll,

Ég er að velta fyrir mér hvert rétt væri að horfa með kaup á rifflum í topp klassa. Þá er ég að hugsa um virkni og vandaða smíð en ekki útflúr og skraut. Sjálfum finnst mér áhugaverðir fullbúnir rifflar sem Shilen er að bjóða upp á. Keppeler finnst mér líka áhugavert auk þess sem ég hef alla jafna meiri trú á því sem smíðað er evrópumegin frekar en bandaríkjamegin.

Hvað segja menn hér sem hafa reynslu og þekkingu á þessu, hverjir eru að gera bestu fullbúnu rifflana?

Tags:
Skrifað þann 18 February 2013 kl 19:18
Sýnir 1 til 4 (Af 4)
3 Svör

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gæðarifflar?

þú getur fengið tilbúna hágæða riffla frá td. Kelbly, acuracy international og ýmsum öðrum..

fjöldaframleiddir rifflar standast aldrei samanburð við sérsmíðaða riffla þó þeir kosti helmingi meira...


þú værir í raun mun betur settur með að setja saman riffil sjálfur eða kaupa notaðan sérsmíðaðan.

veit um einn Stiller með 2 hlaupum á 500þ, gerir sennilega ekki betri kaup.

Skrifað þann 18 February 2013 kl 19:27

S202

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 12 January 2013

Re: Gæðarifflar?

Rétt að bæta við að Sig Sauer rifflarnir sem voru að koma í hlað sýnist mér vera það áhugaverðast sem er í boði nýtt hér heima núna.

Ég hefði sjálfur tilhneigingu til að forðast sérsmíðaðan þó það virðist ansi vinsælt hér heima þessa dagana. Ástæðan fyrir því eru áhyggjur af því að eiga engin úrræði ef eitthvað bilar, gefur sig eða er bara ekki í lagi.

Skrifað þann 18 February 2013 kl 19:53

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gæðarifflar?

það er ekkert sem bilar... einu hreyfanlegu hlutirnir eru gormur og pinni í boltanum og svo gikkurinn...

jewel gikkur er mun betur smíðaður en aðrir gikkir og bilar því síður, en ef hann bilar þá er lítið mál að laga þá..

stiller predator action er eftirlíking af remington 700, bara betur smíðaður.

rifflar eru ekki flókin smíði, það sem skiptir mestu máli er hlaupið, og fjöldaframleiddir rifflar nota ekki match grade hlaup og verða því aldrei eins nákvæmir.

Skrifað þann 18 February 2013 kl 20:03