Gæsaveiði - hvaða kúla?

bjasi

Svör samtals: 36
Virk(ur) síðan: 9 October 2012

Sælir Hlaðverjar. Nú langar mig að heyra hvaða riffilkúlur verið er að nota á gæs. Læt kaliber alveg liggja milli hluta, svo umræðan flækist ekki um of. Ég hef skoðað heimasíður framleiðenda, amk. einn af þessum stóru telur FMJ vera fyrir fugla, allar veiðikúlur sem opnast vera á stærri bráð. Svo heyri ég frá sölumönnum að skiptar meiningar eru um þetta. Sumir vilja bara FMJ, telja hitt eyðileggja fuglinn. Aðrir vilja alls ekki nota FMJ, af því það fari beint í gegn um fuglinn og hættan sé að hann fljúgi langt áður en hann fellur eða jafnvel að kúlan sé til stórhættu hinum megin við fuglinn. Hvað segið þið? KvBjarni.

Tags:
Skrifað þann 18 February 2015 kl 15:31
Sýnir 1 til 16 (Af 16)
15 Svör

Haglari

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gæsaveiði - hvaða kúla?

Lapua Scenar L

Skrifað þann 18 February 2015 kl 15:58

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gæsaveiði - hvaða kúla?

Ég persónulega hef reynslu af FMJ og hætti að nota þær vegna þess hve oft fuglin flaug upp og fór stundum fleiri hundruð metra áður en hann datt og ekki nokkur leið að finna þrátt fyrir hund og svo hef ég verið smeikur við baklandið stundum enda grýtt og melar á mínu svæði hvert kúlan mun endurkastst lendi hún í stein.
Ég skipti yfir í Nosler BT og miða fyrir ofn vængbarðið og undantekningalaust hefur hún sprungið út á miðju baki án kjötskemda.Eins ef fuglinn snéri að mér sem ég vildi þá skaut ég rétt fyrir ofan skip með sama árangri.
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 18 February 2015 kl 16:50

svartljos

Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gæsaveiði - hvaða kúla?

Ég notaði sjálfur FMJ á tímabili en hætti því fljótlega út af óþarfahættu(þrátt fyrir að hafa aldrei tekið skot þar sem baklandið er ekki til staðar) og hef notað blitzking kúlur hingað til en þar sem hún er ekki til lengur þá ætla ég að fara skoða mig um í heimi Nosler(BT) og ef Hjalli og félagar taka inn Tipped MatchKing kúlur þá mun ég skoða þær með fullri alvöru einnig.

Ég reyndar notaði MatchKing kúlur einnig á tímabili og var yfirleitt mjög ánægður með árangur þeirra en náði betri grúbbum yfir 100m með BlitzKing.

Skrifað þann 19 February 2015 kl 8:42

Konnari

Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gæsaveiði - hvaða kúla?

Ég er alveg 100% sammála Gismanum....það er best að nota bara gömlu góðu Soft point kúlu í gæs ! Ekki nota varmint kúlu...þá getur gæsin farið alveg í drasl.

Skrifað þann 19 February 2015 kl 9:46

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gæsaveiði - hvaða kúla?

243 og minna softpoint eða varmint.
6,5 mm og stærra hvað sem riffillinn fer best með.
Kúlan að verða það sver að þú þarft takmarkaða sveppun smiling

bara svona mín 5 cent!

Skrifað þann 19 February 2015 kl 11:59

Silfri

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gæsaveiði - hvaða kúla?

Lapua Scenar alla daga, búin að nota hana í nok mörg ár og er mjög sáttur, litið um skemmdar bringur.

Skrifað þann 19 February 2015 kl 20:05

hrammur

Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gæsaveiði - hvaða kúla?

Lapua Skenar 100 grs í 6,5x47 nota aldrei annað í gæs, málið er að hitta á réttan stað.

Skrifað þann 21 February 2015 kl 23:11

hrammur

Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gæsaveiði - hvaða kúla?

Lapua Skenar 100 grs í 6,5x47 nota aldrei annað í gæs, málið er að hitta á réttan stað.

Skrifað þann 21 February 2015 kl 23:11

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gæsaveiði - hvaða kúla?

Sæll Hrammur svona af forvitni þar sem ég er farin að horfa dálítið til 6,5x47 er hann að fara vel með 100gr kúlur svona alment eða bara Lapua ? veit að hann er feiki nákvæmur með 123 A-Max
Kv
ÞH

Skrifað þann 21 February 2015 kl 23:56

hrammur

Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gæsaveiði - hvaða kúla?

Ég er að nota 100 grs til 130 grs kúlur af Nosler Sierra og Lapua og nota eingöngu N-140 púður
aftan við þær og þetta kemur alt vel út eftir að rétta púðurmagni er fundið, Sierra 100 grs eru mjög
góðar í refinn.

Skrifað þann 22 February 2015 kl 0:28

hrammur

Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gæsaveiði - hvaða kúla?

Ég er að nota 100 grs til 130 grs kúlur af Nosler Sierra og Lapua og nota eingöngu N-140 púður
aftan við þær og þetta kemur alt vel út eftir að rétta púðurmagni er fundið, Sierra 100 grs eru mjög
góðar í refinn.

Skrifað þann 22 February 2015 kl 0:29

Fiskimann

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gæsaveiði - hvaða kúla?

Sælir félagar
Ég er sammála E.Har allavega með stærri kaliberin. Ég var með 308 W og notaði hreindýrakúluna með fínum árangri. 150 gr og 165 gr Sierra GK. Nákvæmar og fínar kúlur. Reyni að taka ofarlega í fuglinn og nánast alltaf steinliggur fuglinn án mikilla skemmda.
Kv Guðmundur Friðriksson

Skrifað þann 22 February 2015 kl 16:51

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gæsaveiði - hvaða kúla?

Ágætu félagar!

Mjög góður þráður að mínu mati.
Gaman að heyra hvað menn eru að nota.
Ég hef til margra áratuga notað FMJ kúlur
í .243 og er ánægður með árangurinn. þ.e.a.s.
hef aldrei misst fugl í loftið.
Kannski er það bara heppni?
En hvað um það... virkilega skemmtilegur og
fræðandi þráður. Takk fyrir.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 23 February 2015 kl 20:30

bjasi

Svör samtals: 36
Virk(ur) síðan: 9 October 2012

Re: Gæsaveiði - hvaða kúla?

Takk fyrir svörin. Varðandi Lapua Scenar (L), þær kúlur virka sem FMJ við veiðar? Ég fæ ekki séð að þær eigi að þenjast út á nokkurn hátt?

Skrifað þann 27 February 2015 kl 11:40

Haglari

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gæsaveiði - hvaða kúla?

Scenar þennst nú eitthvað út, hún er víst viðurkennt sem veiðikúla er mér sagt þótt ég hefi átt erfitt með að finna einhverja staðfestingu um það. Hvort hún hinsvegar nái að opna sig í lítilli bráð eins og gæs er erfitt að segja. En þær gæsir sem ég hef skotið með henni voru allar steindauðar og með ágætis gat eftir kúluna úr 6,5x55!

Hérna er þráður á erlenda síðu þar sem rætt er um veiðar með Scenar:
http://www.24hourcampfire.com/ubbthreads/ubbthreads.php/topics/7285786/all/Expansion_characteristics_of_t

Skrifað þann 27 February 2015 kl 21:04