Gamlársveiði - Selur

Sukithor

Svör samtals: 60
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir/ar og gleðilegt ár !

Hvað er betra en að skjóta nýja skepnu og auka við flóruna.

Fór á gamlársdag á háfjöru og eftir 20 mín skaut hann upp kollinum...

Því er engu logið með að þeir drepist úr forvitni, ég skaut einu prufuskoti til að prófa kenninguna og viti menn Kobbi kom til að sjá hvað um var að vera. Skaut á hann en hitti ekki, hann kafaði, annað skot geigaði og í þriðja sinn var hann knúinn að kíkja aftur og var það hans síðasta.
.308 með 175 gr í gegnum kinn og út um gagnaugað...

Eftir mikið bras var honum komið upp í land og fláður, hann skoðaður og skinn og kjöt nýtt - að sjálfsögðu!

kv Sigurþór

Tags:
Skrifað þann 1 January 2013 kl 22:32
Sýnir 1 til 20 (Af 20)
19 Svör

Silent

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gamlársveiði - Selur

Til lukku með veiðina kall

Skrifað þann 1 January 2013 kl 22:46

fiskur

Svör samtals: 35
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gamlársveiði - Selur

Hirtirðu ekki gónuna? hún er langbest.

Skrifað þann 1 January 2013 kl 23:09

creative

Svör samtals: 61
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gamlársveiði - Selur

Hvað er gónan ?

Skrifað þann 3 January 2013 kl 11:07

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gamlársveiði - Selur

Hefðirðu skotið kind væru það sviðin. Sumir semsagt hirtu hausinn og átu og þá sérstaklega trýnið og fengu meðþví tunguna.
En annað; getur verið að kvikindið hafi ekki verið blóðgað?

Skrifað þann 3 January 2013 kl 13:09

Proximo

Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gamlársveiði - Selur

Hvernig bragðast annars selskjöt? Er hægt að líkja því við eitthvað annað kjöt? Og hvernig þarf að elda það, alveg í gegn er það ekki?
Svona svo ég spyrji smiling

Skrifað þann 3 January 2013 kl 17:56

Sukithor

Svör samtals: 60
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gamlársveiði - Selur

fiskur : nei , hirti hana ekki , hafði ekki beint lyst á því, skoða það næst...

valdur : ég verð að láta það flakka sem kom ekki fram - en selurinn var skotinn rétt utan við fjöruna og eftir einhverja tilburði sáum við að ekki myndum við ná honum - svo við biðum og við flóð endaði hann á ströndinni... Þetta sekkur svo déskoti hratt -
en af blóðgun hafði ég áhyggjur því sjórinn breytti ansi hratt um lit og fossaði vel úr honum...

En annars er mér sagt að fínt sé að láta kjötið liggja í mjólk til að losna við lýsisbragðið - og svo marinera bara vel og krydda með pipar og salti.

kv Sigurþór

Skrifað þann 3 January 2013 kl 21:52

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gamlársveiði - Selur

Skoðaðu þetta:
http://www.fiskeopskrift.dk/index.php?site=sider/sael.php...

Skrifað þann 3 January 2013 kl 22:55

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gamlársveiði - Selur

Ágæti félagi Sigurþór!

Þegar piparkökur baka skal......
Ég er algerlega sammála Þorvaldi;
það verður að blóðga selinn strax
til að fá sem best kjöt af bráðinni.
Og kæla eins hratt og kostur er!!
Þegar ég var ungur maður skaut ég sel
fyrir mína fjöldskyldu okkur til matar.
Mér fannst alltaf mest til koma kjötið sem hryggjarvöðvarnir
höfðu að geyma!
Þegar vel tókst til var þetta kjöt ekkert
verri matur en nautakjöt!!

Með vinsemd,
Magnú Sigurðsson
P.s Ég kannast vel við að leggja kjötið í mjólk í 24 tíma
eða svo...það er gott ráð.
P.s Ég er hér að ræða um landsel...ekki hinn
ólseiga og langtum stærri útsel sem ég hefi
átt í stríði við til margra ára!!!

Skrifað þann 3 January 2013 kl 22:59

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Gamlársveiði - Selur

Selkjöt er herramannsmatur ef það er rétt hanterað og eldað. Hef borðað það soðið (nánast óætt) en líka reykt og þá var það lostæti. Svo er ég viss um að netið er stútfullt af góðum uppkriftum.

Skrifað þann 3 January 2013 kl 23:01

Flecktarn

Svör samtals: 15
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gamlársveiði - Selur

Takk fyrir áhugaverðan þráð Sukithor.

Það er á stefnuskránni hjá mér að veiða sel áður en veturinn er á enda. (Sjáum til hvernig það markmið fer...)

Flott að fá svona myndir af verkuninni. Ef þú átt fleiri myndir sem sýna betur/meira af verkuninni held ég að þær færu líka vel á þessum vef. (Væru líka vel þegnar á flecktarn2@gmail.com) smiling

Þegar þar að kemur mun ég vilja nota skinnið í eitthvað sniðugt en mér er spurn hvort það sé vinnandi vegur að ætla að spýta og verka skinnið sjálfur? Veit einhver hér hvað það kostar að fá eitt stk. selskinn sútað, hvað það kostar og hvernig maður ber sig að öðru leyti að við það?

kv. Valdimar

Skrifað þann 4 January 2013 kl 14:16

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Gamlársveiði - Selur

Ég borgaði rúman 30,000 fyrir tveim árum fyrir skinn af tarfi. Get vel ímyndað mér að verðið sé einhversstaðar á því róli

Skrifað þann 4 January 2013 kl 19:52

honda

Svör samtals: 35
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gamlársveiði - Selur

hvernig eru aftur lögin með sel hvar má skjóta hann?
eru lögin ekki bara svipuð og þegar kemur að fiskveiðum?

Skrifað þann 4 January 2013 kl 20:20

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gamlársveiði - Selur

Ágætufélagar!

Má til með að segja ykkur sögu af verkun á selskinni!
Ég og vinur minn Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, maðurinn sem stofnaði STÍ,
vorum svæsnir selveiðimenn fyrir margt löngu.
Meðal annars skutum við sel ofan í tvo ísbirni sem voru fangar einhvers
sem hét Sædýrasafnið og var til húsa ekki lang frá þar sem nú er
álver Alcoa í Straumsvík... ef minnið er ekki að svíkja mig.
Á einhverjum tímapunkti ákváðuðum við vinirnir að nýta selskinnið okkur til tekna.
Við vorum ágætlega lesnir í Nansen og öðrum slíkum fræðum um hvernig ætti
að flá og spikhreinsa og selskin....en nú var öldinn önnur og aðrar leiðir örugglega betri!?
Faðir Vilhjálms, Sigurjón Vilhjálmsson, var á þessum tíma ráðgjafi SHELL hvað varðaði
ýmis ný og áður óþekkt undaraefni sem allan vanda átti að leysa.
Við Vilhjálmur áttuðum okkur á að með nýrri öld koma nýjir tímar....og verkun selskinna
féll undir það eins og allt annað!?
Við semsagt nörruðum út úr tæknideild SHELL á Íslandi nýja tegund fituleysis sem
sigra myndi heiminn. Aldrei þyrftum við aftur að liggja á hjánum og skafa spik af skinni..
hér eftir myndi undur efnafræðinnar taka það ómak frá okkur.
Jæja.. við settum sem sagt tvær kápur, orð sem gjarnan er notað um selskinn sem fláð
er með ákveðinni aðferð, í bala fullan af hinu nýja undraefni SHELL!!
Tólf tímum seinna athuguðum hver árangurinn væri;;;; og þvílíkur árangur!!!!
Ekki gramm af fitu hafði eyðst...en hvert einasta hár var horfið af húðinni!!
Þessar kápur enduðu, að næturlagi, í öskutunnu leiðindagaurs sem hafð verið með
leiðindi í okkar garð til langs tíma!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 4 January 2013 kl 20:37

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Gamlársveiði - Selur

Kíktu á þennan link honda. Ég veit ekki til þess að nokkuð hafi breyst þótt hann sé frá 2004

http://www.skotvis.is/index.php?Itemid=64&id=127&option=com_content...

Svo náttúrulega althingi.is t.d lög nr 64 frá 1994

Skrifað þann 4 January 2013 kl 22:39

honda

Svör samtals: 35
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gamlársveiði - Selur

takk fyrir línkinn refur grin

Skrifað þann 5 January 2013 kl 0:18

Sukithor

Svör samtals: 60
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gamlársveiði - Selur

Sælir nær og fjær -
takk fyrir góð orð, Magnús og fleiri fyrir innlegg og linka, það er ekkert nema gaman að þessu og ætla ég að ná mér í einhverja fleiri við tækifæri.

Varðandi skinnið var ég nýverið, fyrir tvem misserum að senda heilt hross í sútun hjá Kalla á Króknum, tók víst hellings af tíma en hverrar krónu virði, en það þurfti að skafa það alveg niður í húð til að losna við fituna.
Mér skilst að selskinnið og fitan af því þráni mjög fljótt svipað og hrossafita, sé mör sem verður að taka sem fyrst burt og leggja svo skinnið í salt, eins mikið og hægt er - þannig lét ég hrosshúðina frá mér.

Mun ég reyna að koma mér í að reyna læra að verka skinnið sjálfur eða læt Kalla vinna það og koma einu uppá vegg....

Flecktarn - ég hef þig í huga og tek ítarlegar myndir við tækifæri.
PS - læt eina flakka af rýrum Kobba - (ef Hlaðsmenn vilja að ég fjarlægi þetta er ekkert sjálfsagðara)
kv Sigurþór

Viðhengi:

Skrifað þann 5 January 2013 kl 23:34

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gamlársveiði - Selur

Ágæti félagi Sigurþór!

Síðbúnar óskir um gæfuríkt ár þér og öllum þínum til handa!!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 6 January 2013 kl 20:29

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gamlársveiði - Selur

Skoðaðu þetta:http://www.landbunadur.is/landbunadur/wgsamvef.nsf/6d3d18e301de1f5e...

Skrifað þann 6 January 2013 kl 21:54

Flecktarn

Svör samtals: 15
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gamlársveiði - Selur

Sælir aftur!

Takk fyrir aukamyndina Sukithor. Augljóslega nóg kjöt á þessu dýri! smiling

Valdur, takk fyrir linkinn á leiðbeiningarnar um hvernig maður ber sig að við verkun. Mér sýnist að ég gæti alveg dundað mér við þetta í bílskúrnum og sett svo til þurrkunar úti á svölum. Verst að því skuli ekki lýst hvernig best er að mýkja skinnin upp eftir þurrkun. Í umræðum hefur mér skilist að eina leiðin til að mýkja þau sé að hnoða þau í höndunum, kann einhver aðra/betri aðferð?

kv. Valdimar

Skrifað þann 7 January 2013 kl 11:41