Góðar byrjenda haglabyssur?

hins

Svör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 25 October 2012

Hvaða haglabyssa er góð byrjenda byssa? Er að hugsa um verð alveg upp í rúmlega 100.000 kr. Hvernig eru Stoeger byssurnar að reynast eða Escort?

Tags:
Skrifað þann 25 October 2012 kl 9:19
Sýnir 1 til 16 (Af 16)
15 Svör

smidurinn

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Góðar byrjenda haglabyssur?

Benelli supernova...

Með betri pumpum sem að þú færð. Á eina svoleiðis er algjör snilld, klikkar aldrei, ekkert vesen og mjööög auðvelt að taka sundur og þrífa smiling

Skrifað þann 25 October 2012 kl 12:14

simon

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Góðar byrjenda haglabyssur?

mavrick ég er búinn að eiga mína í ein 6 ár og aldrei sleigið feil pústt

Skrifað þann 25 October 2012 kl 12:28

Bagmann

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Góðar byrjenda haglabyssur?

Besta haglabyssa sem ég hef átt var túlega Remington 870, en fast á hæla hennar kemur gömul Baikal einhleypa sem ég nota mest núna, sem er með fínu sigti og á allan hátt mjög örugg og meðfærileg. Ég hef oft hugsað um það hvað þetta er nú afbragðsgóð byssa og ég ætti að velja byssu fyrir t.d. son minn þá myndi ég láta hann hafa þessa Baikalbyssu og kaupa svo eitthav flottara seinna ef hann hefur ennþá áhuga.

Skrifað þann 25 October 2012 kl 12:32

hins

Svör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 25 October 2012

Re: Góðar byrjenda haglabyssur?

Ég reyndar hef aðgang að einni gamalli Baikal einhleypu, en mér fynnst hún slá svo hrikalega, eða það er reyndar mjög langt síðan ég prófaði hana, kannski slæra hún bara svona fast í minningunni. En eru þetta góðar æfingabyssur? Baikalinn það er að segja ?

Skrifað þann 25 October 2012 kl 14:00

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Góðar byrjenda haglabyssur?

Ef þú ert að spá í rjúpuna í haust, prófaðu 36gr hleðslu nr 5 eða 6 í rússann (Baikalinn).
Passaðu bara að hafa skeptið þétt við öxl, þeas ekki á axlarbeininu heldur aðeins þar við innan, þar sem vöðvinn er. Kinnbeinið á svo að nema við skeptið. (Vonandi er ég að böggla þessu rétt út úr mér). Með þessu móti á hún ekki að slá neitt sérstaklega.
Eitt annað. byrjendur eiga ekki að sætta sig við lélegar byssur frekar en aðrir, Fáðu að prófa nokkrar og sjáðu hvað þér líkar. Oft er hægt að breyta skeptislengd og halla ef byssan passar þér ekki vel. Draumabyssan verður sú sem þú hittir með sama hvað hún heitir eða kostar

Skrifað þann 25 October 2012 kl 14:15

plaffmundur

Svör samtals: 180
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Góðar byrjenda haglabyssur?

Remington 870 express magnum fyrir 3" skot,er mjög ánægður með mína. Fín pumpa,slær aðeins á 52gr en ekkert sem meiðir mann.

Skrifað þann 25 October 2012 kl 14:17

kolbeinsson

Svör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Góðar byrjenda haglabyssur?

Tvíhleypa er líka að mínu mati álitlegur kostur fyrir byrjendur.
Ég fór í þann pakka þegar ég var að byrja og sé ekki eftir því. Keypti mér sæmilega tvíhleypu sem passaði mér og það sakaði ekki að ég hitti ágætlega með henni. Þó ég hafi skipt yfir í hálfsjálfvirka þá á ég þessa byssu enn og læt hana trúlega seint.
Að mínum dómi hentar tvíhleypan mjög vel við ákveðin skilyrði s.s. rjúpnaveiðar og andaskytterí.
Ég hugsa að pumpan sé þess eðlis að hálfsjálfvirkar byssur leysi þær af og geri þær óþarfar þegar B-leyfið er komið í hús. Þá annað hvort standa þær algjörlega óhreyfðar inni í skáp eða eru seldar.

Mitt mat er að tvíhleypa hafi mun meiri "mojo" heldur en pumpan. En það er trúlega einstaklingsbundið eins og svo margt annað.

Skrifað þann 25 October 2012 kl 15:19

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Góðar byrjenda haglabyssur?

Hverju orði sannara, góð tvíhleypa er gulli betri

Skrifað þann 25 October 2012 kl 15:32

Orri

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 9 September 2012

Re: Góðar byrjenda haglabyssur?

Fáðu þér góða tvíhleipu sem passar þér vel, þú kemur aldrei til með að selja hana. Tvíhleypa hefur það fram yfir aðrar haglabyssur að þú getur valið á augnabliki hvort þú notar mikla eða litla þrengingu, skipta um gikk eða víxsla ef það er einn. þetta getur þú ekki á semi-auto eða pumpu.

Skrifað þann 25 October 2012 kl 16:05

Koggi

Svör samtals: 31
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Góðar byrjenda haglabyssur?

Miðað við mína reynslu , sleppa pumpunni og fá sér eingikkja tvíhleypu ekki spurning, svo geta menn farið í hálfsjálfvikrar eftir það. Baikal er með fínar tvíhleypur á sanngjörnu verði svo myndi ég alveg skoða Mariocchi sem Hlað er að selja þær eru ekki svo dýrar.

Skrifað þann 25 October 2012 kl 16:50

plaffmundur

Svör samtals: 180
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Góðar byrjenda haglabyssur?

Það eru trúarbrögð í þessu eins og mörgu öðru,en málið er bara velja sér góða byssu sem hentar manni og þá er maður góður smiling

Skrifað þann 25 October 2012 kl 17:32

Bagmann

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Góðar byrjenda haglabyssur?

Góðir punktar hjá Silfurrefnum, ég gleymdi að taka það fram að 36gr hleðsla væri ágæt í Rússann (það er náttúrulega djöfullegt að skjóta 3ja tommu magnum skothilkjum úr einhleypum en það er önnur saga). Ef þú hefur aðgang að Baikal þá er um að gera að prófa, þessar byssur eru ekki svo vitlausar en tvíhleypur eru alltaf flottar og hafa fjölmarga kosti

Skrifað þann 25 October 2012 kl 19:25

siggibess

Svör samtals: 45
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Góðar byrjenda haglabyssur?

baikal tvíhleypu. fékk eina slíka í 20 ára afmælisgjöf og hef ekki ennþá séð ástæðu til að skipta þó að það styttist óður í næsta stórafmæli.

Skrifað þann 25 October 2012 kl 21:55

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Góðar byrjenda haglabyssur?

Sælir félagar..

Það er komin tími til þess að menn átti sig á því í hvað stefnir varðandi skotvopn og skot.....
Svo eina vitræna byrjendabyssan í dag sem ég mundi benda syni mínum á eða byrjanda er byssa með B stimpil... 1200 Kg cm / 2 fyrir Magnum skot og með hlaupi fyrir stálhögl.....

Allir vita að skotin verða öflugri en gömlu byssurnar bara þreyttari og og þreyttari...Og það er að aukast framboðið á stálskotum og alveg ljóst að það á að útrýma blýskotum smátt og smátt...Svo kaupið byssu
sem drepur ykkur ekki með öflugustu skotunum í dag og fyrir stálhögl svo hlaupið verði ekki ónýtt á
no time....

bs.

Skrifað þann 26 October 2012 kl 0:09

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Góðar byrjenda haglabyssur?

Ja þetta er nú reyndar punktur sem enginn hefur minnst á. Ég held því miður að Byssubrandur hafi rétt fyrir sér. Ef byssan á að vera til framtíðar þá er óvitlaust að hún þoli stálskotin.

p.s. ekki að mér þyki miður að kallinn hafi rétt fyrir sér heldur eru menn farnir að líta blýið meira hornauga en áður. En vonandi verða enn einhver ár í það að bannið leggist alfarið á

Skrifað þann 26 October 2012 kl 17:05