Gazella Haglabyssur

Svampur

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Góðan dag hlaðmen og konur

ég er með haglabyssu af gerðinni Gazella og í seinnustu veiðiferð þá brotnaði boltinn hjá mér. þeir í ellingsen neita að það sé hægt að gera við þetta og mér langar að vita er einhver með umboð af Gazella á Íslandi eða veit hvar hægt er að fá bolta í hálfsjálfvirka?

fyrirfram þökk

Tags:
Skrifað þann 17 October 2012 kl 13:21
Sýnir 1 til 14 (Af 14)
13 Svör

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Gazella Haglabyssur

Það var einhverntímann til búð á Akureyri minnir mig sem hét (heitir?) Sjóbúðin. Þeir voru einhverntímann að selja þetta. Nú veit ég ekki hvort þessi búð er yfirleitt lengur til. Ertu búinn að prófa að tala við byssusmið?

Skrifað þann 17 October 2012 kl 13:43

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Gazella Haglabyssur

Sæll Svampur æææ

Já það eru örlög Tyrkneskra skotvopna að bila og virka ekki nema takmarkaðan tíma ...Og eftir hentugleika..

Sjóbúðin á Akureyri hefur verið aflögð í mörg ár en Þórður ( sá sem átti Sjóbúðina) vinnur hjá Ellingsen á Akureyri kanski getur hann hjálpað talaðu við hann..

Þetta er náttúrulega leyndarmál og ég veit að þú lætur það ekki berast...En ég var að kaupa Gazella tvíhleypu CA 16 ekki að ég ætlaði nokkurntíman að skjóta úr henni svo hún bilar ekki...heldur keypti hana vegana viðsins í skeptunum þvílík fegurð....

Tyrkir kunna að smíða handónít vopn en kunna svo ekki að verðleggja timbrið á byssunum sem er oft hreint listaverk....Hún er líka fallega útskorin.....Já Tyrkneskar byssur bila bara reglulega það eru þeirra örlög enda framleiðsluferlið þannig....

Gæti sent hér inn link á Hvernig Tyrkneskar byssur eru framleiddar....en

bs

Skrifað þann 17 October 2012 kl 14:02

Svampur

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gazella Haglabyssur

sælir, jú það er víst rétt að sjóbúðin hafi verið með þetta og var það einmitt þórður sem úrskurðaði byssuna látna. en langaði að gá hvort það væri hægt að fá boltan á íslandi samt sem áður.

Skrifað þann 17 October 2012 kl 19:40

338lapua

Svör samtals: 53
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gazella Haglabyssur

Sælir, var ekki Ásgeir í sportvörugerðinni með umboðið á sínum tíma? allavegana var hann að selja þessar byssur.
MBK, Jakob

Skrifað þann 17 October 2012 kl 20:05

Magnús E

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gazella Haglabyssur

Svampur er hægt að ná í þig í email ???

Skrifað þann 18 October 2012 kl 9:02

ÞórðurH

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gazella Haglabyssur

Þessi týpa af Gazelle er (minnir mig) með snúningsbolta, sem gerir hana sjaldgæfari en hinar. Þessar byssur voru líka seldar undir nafninu Mancini og Mito þannig að ef einhver á þannig byssu í lamasessi með heilum snúningsbolta, gæti það nýstu upphafsmanni þessa þráðar.
Útilíf, Ellingsen og Sjóbúðin líka fluttu inn hinar Gazellurnar, það eru ekki sömu byssur.

Þetta eru bestu Gazellurnar.

Þórður úr Sjóbúðinni.

Skrifað þann 18 October 2012 kl 17:08

Fiocchi

Svör samtals: 8
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gazella Haglabyssur

Er þetta samskonar snúningsbolti og er notaður í Berettu (Benelli)dótið?

Skrifað þann 18 October 2012 kl 18:07

ÞórðurH

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gazella Haglabyssur

Já, samskonar bolti, sama tækni við læsinguna.
Passar samt í fæstum tilvikum á milli tegunda.
ÞH

Skrifað þann 18 October 2012 kl 18:12

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gazella Haglabyssur

Gaman að sjá þig hér á spjallinu Þórður minn því mín reynsla af þér er öll af hinu góða og til fyrirmyndar og ég veit að ef þú mögulega gætir hefðuru getað hjálpað upphafsmanninum.
Kveðja ÞH
Þorsteinn Hafþórsson
Svo það verði engin ruglingur á upphafsstöfunumsmiling

Skrifað þann 18 October 2012 kl 18:29

Fiocchi

Svör samtals: 8
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gazella Haglabyssur

Þórður
Það er samt merkilega mikið sem gengur á milli framleiðenda ;) Ítalinn er ekkert að flækja þetta!

Skrifað þann 18 October 2012 kl 18:29

ÞórðurH

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gazella Haglabyssur

Takk Þorsteinn.
Þetta er í annað skipti sem ég sé þetta stykki brotna á 12 árum,
og er búinn með mínar "birgðir" af akkúrat þessu. En þetta liggur örugglega einhversstaðar
ónotað, etv. í byssur sem hafa skeptisbrotnað eða lent í öðrum óhöppum.

Sarsilmaz og Huglu eru með þetta líka, ég þekki þær minna og veit ekki hvort passar úr þeim.
Stoegerinn passar amk. ekki.

Þórður

Skrifað þann 19 October 2012 kl 11:54

Svampur

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Gazella Haglabyssur

MagnusE, já email hjá mér er pabadom@hotmail.com. og mikið rétt Þórður hefði nú lagað þetta hjá mér ef hann hefði getað. enda mikilmenni þar á ferð!

Skrifað þann 19 October 2012 kl 14:38

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Gazella Haglabyssur

Sæll Þórður. ( Sjóbúðareigandi)

Mikið óskaplega er gaman að sjá þig hér og heyra frá..

bs.

Skrifað þann 19 October 2012 kl 15:26