GoPro

notandanafn

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir

Ég fjárfesti í GoPro myndavél um daginn og langar einnig að taka upp skotveiði-ferðirnar, en hef hvergi fundið festingu sem hentar á byssuna. T.d. festingu á hlaupið þannig að myndavéli "hangi" neðan á því.
Getur einhver bent mér á lausnir við þessu vandamáli.

kveðja, með von um góð svör.

Tags:
Skrifað þann 10 September 2012 kl 23:12
Sýnir 1 til 11 (Af 11)
10 Svör

MumKlaufi

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 10 September 2012

Re: GoPro

Sæll,
Ef ég skil þig rétt þá viltu láta myndavélina hanga á hlaupinu, ekki satt?

Ég myndi skoða þessa festingu:
http://goice.is/products/7653-handlebar-seatpost-rora-festingar-fyr...

*Bætt við*
Ég myndi þó athuga það að hafa eitthvað á milli, ef þú rekur myndavélina og hún snýst eru mjög miklar líkur á að rispa hlaupið.
Og að velja það sem verður á milli með tilliti til þess að hlaupið hitnar.

Skrifað þann 10 September 2012 kl 23:45

Bskit

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: GoPro

Sæll

Á sjálfur GoPro og áður en ég keypti mína þá leitaði ég út um allt að svona festingu og mér sýndist menn eiginlega í öllum tilfellum búa sér til svona sjálfir, m.a. með svona rörafestingu eins og MumKlaufi benti á.

Ég tók upp eitt videó um daginn með GoPro vélinni minni og var með hana á hausnum, passaði bara að halla henni rétt þannig að hún myndaði í sömu átt og hlaupið þegar ég mundaði byssuna, hér er það ef þú vilt sjá hvernig það lítur út.

http://www.youtube.com/watch?v=w4uBiSBirYo...

Skrifað þann 11 September 2012 kl 9:01

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: GoPro

Fer líka betur með hana á hausnum, minna bakslag smiling

Skrifað þann 11 September 2012 kl 11:29

chrysophylax

Svör samtals: 44
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: GoPro

Það hefur ýmsa kosti að hafa vélina á höfðinu - þá sýnir vélin alltaf eitthvað líkt því sem þú sérð sjálfur. Vél sem er á hlaupi byssurnar tekur ekki upp gáfulega hluti - nema þá rétt þegar skotið á sér stað (sem er svosem fínt í fyrirsát - en í rjúpna eða anda-jump þá er gaman að eiga myndir af göngunni sjálfri).

Helsta vandamálið við að hafa vélina á hausnum er að þegar maður skýtur úr haglabyssu þá horfir maður langt til hliðar - en hefðbundin headcam horfir beint áfram. Þetta sleppur svosem miðað við þær gleiðu linsur sem eru á þessum vélum - en ég er búinn að skipta út linsunni í minni GoPro fyrir þrengri linsu - en þá þarf vélin að beinast hárrétt að fuglinum.

Ég hef haft vélina á höfðinu (útbjó trékubb sem ég set á ennið - þannig að myndavélin vísar í sömu átt og augað þegar byssan er munduð) - en þetta er of mikið vesen fyrir veiðar - lambúshettan er fyrir og þetta er of klunnalegt - svo ætli ég prófi ekki aftur að setja vélina á byssuna.

Skrifað þann 11 September 2012 kl 12:28

notandanafn

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: GoPro

Takk fyrir áhugaverð svör ;)
Það sem ég er að hafa áhyggjur af er að hún geti verið truflandi á hausnum á gæsaveiðum og fælt gæsir í burtu. Á öðrum veiðum þá er líklega best að hafa hana á hausnum...

Skrifað þann 11 September 2012 kl 22:50

Bskit

Svör samtals: 11
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: GoPro

Ég keypti mér litaða silíkon hlíf sem ég set utan um vélina og hamlar því þar af leiðandi allan glampa af hulstrinu. Þó kemur glampi af linsunni sjálfri og ég á í raun eftir að komast að því hvort það hafi áhrif, gæti samt trúað því að hún fælist við það.

Skrifað þann 12 September 2012 kl 0:02

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: GoPro

Sælir félagar.

Ég hef sett vélina á jörðina, annað hvort á trékubb með bolta sem passar í þrífótsskrúfganginn eða á steypustyrktartein sem ég setti saskonar bolta í endann á.

Með þessu losna ég við allan hristin og hreyfingar sem fylgja því að festa vélina á sig eða byssuna.

Þetta virkar reyndar ekki þar sem þarf að elta bráðina, eins og t.d. á rjúpu.

http://www.youtube.com/watch?v=kch438TB1uE...



JAK

Skrifað þann 12 September 2012 kl 0:26

chrysophylax

Svör samtals: 44
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: GoPro

Varðandi glampa - þá sprayaði ég GoPro húsið svart (allt nema "gluggana").

Spurning hvort lélegasta skyttan í hópnum verði ekki settur sem camerumaður í næsta túr smiling

Skrifað þann 12 September 2012 kl 10:23

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: GoPro

Var að fjárfesta í GoPro vél. Mig langar m.a til að nota hana til að hjálpa mér með haglabyssuskotfimi, þ.e. láta hana hanga neðan á eða framan á skeptinu (ekki hlaupinu per se, því það hitnar og festingin á vélarhúsinu líka geri ég þá ráð fyrir). Hafið þið einhverjar útspöguleraðar hugmyndir um hvernig mætti festa henni á þennan máta? Og þið sem hafið notað rörafestinguna eins og talað er um hér að ofan, hvaða efni hafið þið notað í milli festingar og hlaups?

Vélin er nú ekki BARA keypt til að hjálpa mér með haglabyssuskotfimi ;) en datt í hug fyrst ég féll nú í freistni að kaupa hana, að prófa hvort ég gæti notað hana við að æfa mig í skotfimi, þ.e. að sjá á eftir æfinguna hvað ég er langt frá (jújú, það gerist) fyrir framan eða aftan þegar skotið er ;) .

Skrifað þann 17 March 2014 kl 20:08

baldur80

Svör samtals: 46
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: GoPro

ég er nú ekkert alltof góður að leyta á netinu. ENN ég fann nú festingar fyrir haglara strax.

http://www.captureyourhunt.com/shotgun-gopro-mounts/...
einnig
http://www.campbellcameras.com/Shotgun_Left_or_Right_Mount_w_Keeper...

þetta kostar sitt enn fáanlegt er þetta.

Skrifað þann 24 March 2014 kl 13:29