Græðgi á gæsaveiðum

Lallilechef

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Bendi áhugasömum á þessa grein hér á Vísi
http://visir.is/borgudu-med-koniaksflosku,-gjafabrefi-og-saltfiskhn...
Viðhengt við úrdráttinn er svo greinin öll.
Hvað finnst mönnum, eruð þið að gera skriflega samninga við bændur og hafið þið lent í svipuðu og þessi veiðiklúbbur ?

Tags:
Skrifað þann 21 August 2012 kl 11:03
Sýnir 1 til 4 (Af 4)
3 Svör

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Græðgi á gæsaveiðum

Aldrei gert skriflegan samning þess eðlis eða gert samninga yfirleitt. Þau fáu skipti sem ég er ekki á mínum slóðum og þarf leyfi, hefur verið nóg að banka uppá og fá að skjóta. Þetta hefur þar sem ég þekki til verið win win staða, Við fáum að skjóta, bóndinn losnar við varginn, málið dautt.

Hins vegar er ekkert að því að leigja landið gegn sanngjarnri leigu en þá verða samningar líka að halda. Gildir einu hversu duglegir leigutakar eru að mæta, samningur er samningur.

p.s munnlegir sammningar gilda fyrir rétti ef hægt er að færa sönnur á þá en þar liggur hundurinn reyndar ansi oft grafinn.

Skrifað þann 21 August 2012 kl 12:10

Maríus

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Græðgi á gæsaveiðum

Mig minnir reyndar að umræddur bóndi hafi ekki verið neitt svakalega ánægður með lélega ásókn í akurinn árið 2010 og látið hólkana vita að þeir yrðu að koma oftar 2011, sem þeir gerðu ekki, annars mindi hann leifa öðrum að fara í akurinn til að halda fuglinum frá nýræktinni sem er þarna við hliðin á....

Svo var þetta ekki í tungunum...... lámark að vita hvar er verið að veiða.......

Annars byðst ég velvirðingar á þessum ummælum ef ég fer með rangt mál.... kannski að rugla saman við einhvað annað........

Skrifað þann 21 August 2012 kl 17:10

Lallilechef

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Græðgi á gæsaveiðum

Sæll Maríus
Þá minnir þig vitlaust. Bóndinn var einmitt mjög ánægður með okkur og aldrei minnst á það að við kæmum ekki nógu oft annars hefði hann varla leyft okkur að grafa holu í akurinn hjá sér og setja niður byrgi árið eftir.
Þér finnst semsagt í lagi að svíkja gerða samninga ? Það er það sem þetta mál snýst um.

Skrifað þann 21 August 2012 kl 18:27