Grobbgrúpp

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Hér á meðfylgjandi viðhengi má sjá hvað hið litla en göldrótta hylki, 6mmBR Norma er fært um að gera við góð skilyrði. Vonandi verða fleiri keppnir haldnar á lengri færum í framtíðinni því að nóg er til af rifflum í landinu sem ráða við þessi færi.

Tags:

Viðhengi:

Skrifað þann 6 July 2013 kl 17:38
Sýnir 1 til 20 (Af 31)
30 Svör

Bc3

Svör samtals: 204
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Grobbgrúpp

Hvaða kúla og hleðsla. Þetta er mjög flott!!

Skrifað þann 6 July 2013 kl 17:41

karlgudna

Svör samtals: 114
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Grobbgrúpp

verulega flott, maður á nú svolítið langt í að ná svona flottum grúbbum á þessu færi, svo er nú smá mont allt í lagi ef menn hafa efni á því . shades

Skrifað þann 6 July 2013 kl 18:09

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Grobbgrúpp

Ágæti félagi

Frábær grúppa!!!!!

Þetta litla hylki er alveg magnað!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 6 July 2013 kl 18:09

Boyer

Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Grobbgrúpp

Frábær Grúppa og afbragðs skytta smiling

Skrifað þann 6 July 2013 kl 18:15

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Grobbgrúpp

Frábært, væri sáttur við þessa grúppu á helmingi styttra færi smiling

Svo nú vantar upplisingar, lás og hlaup?
Hleðsla og kúla ?

Frábært



EHar

Skrifað þann 7 July 2013 kl 13:14

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Grobbgrúpp

Sælir.

Lás: Remington 40x, réttur upp og fóðraður.
Gikkur: 2 únsu Remington.
Hlaup: Krieger 1-10 tvist, neck 267, 26"
Skepti: 3"
Sjónauki: Sightron 10 - 50X

Lapua hylki, N 135 púður, CCI BR 4 hvellhettur, Berger 87 gr. kúlur, 20 þús í rillur.

Þessi samsetning þrusuvirkar og ég er helsáttur við minn riffil og hleðslur

Viðhengi:

Skrifað þann 7 July 2013 kl 21:03

Bc3

Svör samtals: 204
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Grobbgrúpp

Hvaða reamer var notaður? Ég vona að minn 6br fari að skjóta svona vel á þessum færum

Skrifað þann 7 July 2013 kl 21:23

reynirh

Svör samtals: 38
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Grobbgrúpp

Reamerinn er í eigu Gylfa Sig (einn máfur yfir) og Hjalta Stef (poldi) og eru 3 rifflar reamaðir með honum að ég held.
x40 Polda,
Sako Gylfa Sig,
Og Winchester M70 í minni eigu.

Skrifað þann 7 July 2013 kl 21:38

Bc3

Svör samtals: 204
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Grobbgrúpp

Ok eru þeir Allir að skjóta svona vel? Hvað erudi að turna hylkin mikið og hvaða bushingu notiði þegar þið NK sizeið?

Skrifað þann 7 July 2013 kl 21:44

reynirh

Svör samtals: 38
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Grobbgrúpp

Poldi er með 10,5 veit ekki hvaða busningu og við Gylfi erum með 10 og 262 busningu.
og skjóta allir vel.

Skrifað þann 7 July 2013 kl 22:53

Bc3

Svör samtals: 204
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Grobbgrúpp

Ha 10 í veggþykkt og .267 bushingu? Ertu viss um það

Skrifað þann 7 July 2013 kl 23:43

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Grobbgrúpp

Sælt

Nekkið í rifflinum hjá mér er 267, búsingin hjá mér 264 og veggþykkt hylkis 10,5, Svínvirkar hjá mér a.m.k.

Viðhengi:

Skrifað þann 8 July 2013 kl 9:04

reynirh

Svör samtals: 38
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Grobbgrúpp

Sorry misritaðist aðeins en er búinn að leiðrétta.

Skrifað þann 8 July 2013 kl 10:03

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Grobbgrúpp

Frábærar grúppur, frábærar upplisingar.
Hvaða upphafshraða eruð þið að ná?

Og aftur til lukku með gruppuna og holkinn smiling

Skrifað þann 8 July 2013 kl 16:10

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Grobbgrúpp

Sæll Poldi

Er reamerinn .267 eða er það utanmálið á hlöðnu hylki? Ef reamerinn er .267 er þá ekki .264 bushing frekar lítið grip á kúluni?

Ég er með 6,5 mm riffil reamaðan með .290 reamer, hylkin eru turnuð í .287 (hlaðið) og ég nota .285 bushingu.

Er ekki .002 - .004 það sem flestir nota sem grip fyrir turnuð hylki?

p.s. flott grúppa!

Skrifað þann 8 July 2013 kl 23:01

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Grobbgrúpp

Nekkið í rifflinum er 267 og ég nota 264 búsingu. Ég prófaði 263 og þá stækkuðu grúppurnar. Og á meðan riffilinn skilar svona grúppum eins og myndin á þessum þræði sýnir, þá nota ég þessa búsingu. Svo getur næsta lott af kúlum breytt þessu auðvitað. Góð grúppa ræður för !

Skrifað þann 9 July 2013 kl 7:46

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Grobbgrúpp

Flottur Poldi smiling smiling
Það er grúppu stærðin sem ræður uppskriftinni en ekki öfugt,
og þessari þarf sko ekkert að breyta.
Lengi lifi BR shades 50gr++ hvað!
kveðja siggi

Skrifað þann 9 July 2013 kl 9:19

Guðsteinn

Svör samtals: 80
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Grobbgrúpp

Hjalti ertu að vinna kúlurnar eitthvað? Þ.e. ertu að "pointa" þær sbr. eftirfarandi link:http://www.6mmbr.com/bulletpointer.html...


Kveðja
Guðsteinn "Fannar"

Skrifað þann 9 July 2013 kl 9:30

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Grobbgrúpp

Sæll Hjalti

Bara fyrir forvitnis sakir, þar sem ég er byrjandi að hlaða í tight neck og hef svosem ekki prófað mig mikið áfram með mismunandi bushingar.

Viltu gefa mér upp utanmálið á hálsinum á hlöðnu hylki?

Mátt líka alveg senda mér tölvupóst á stefanej@siminn.is ef þú nennir...

Skrifað þann 9 July 2013 kl 10:00
« Previous12Next »