gullmolinn greylag hammer

remi700

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

ég veit að margir voru að brölta með þennan dýrgrip í fyrra með misjöfnum árangri líkt og ég. Fann þetta drasl inni í skáp núna þegar maður er að yfirfara dótið. Hún var jafn fölsk og undarleg og í fyrra, sama hvað ég reyndi. Endaði með að ég ákvað að rífa hana í sundur, ákvað að prufa að klippa aftan af fjöðrini fram að hökunum sem hún situr í, fikraði mig soldið til og prufaði oft og mikið. með því að færa hana um 2 mm framar kemur dimmara hljóð og hreinlega hægt að fá gæsahljóð úr henni. Heyrði af einum öðrum sem gerði þetta í fyrra og virkaði hjá honum. En lélegt þykir mér að fyrir tæpar 10.000 kr séu gæðin svona.

Tags:
Skrifað þann 20 August 2012 kl 22:17
Sýnir 1 til 16 (Af 16)
15 Svör

Python

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: gullmolinn greylag hammer

Einfaldlega langbestu gæsaflauturnar á markaðnum ef að maður kann á þær.
Skyttan getur ekki alltaf kennt byssunni um slæma hittni.

Skrifað þann 20 August 2012 kl 22:23

Kjartan Lorange

Svör samtals: 16
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: gullmolinn greylag hammer

Sæll Remi 700.

Það er leiðinlegt að heyra að þín reynsla af þessari ágætu flautu hafi verið á þennann veg, það verður að segjast alveg eins og er að Greylag Hammer krefst aðeins meir af þeim sem nota hana en bara að blása í hana það er alveg ljóst.

Ég hef ekki enn fengið svona flautu til mín gallaða, í öllum tilvikum þurftu menn dálitla leiðsögn og þá fór þetta að ganga vel hjá þeim.

Ég vill nú bjóða þér að ef þú hefur tækifæri til að hitta á mig ef þú vilt og ég skal leiðbeina þér með flautuna til að þetta gangi betur hjá þér.

Annars er núna komin á markað önnur flauta sem er í líkingu við Hammerinn en er framleidd af Zink Calls, ég lagði upp með í hönnun á þeirri flautu að hún yrði ívið auðveldari í notkun en Hammer flautan, hún er samt svokölluð short reed flauta og eins og Hammer krefst aðeins meira en bara að blása í hana.

Vona að ég get liðsinnt þér með þetta.

Með veiðikveðju,

Kjartan Lorange

Skrifað þann 20 August 2012 kl 23:23

remi700

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: gullmolinn greylag hammer

já ég er alveg til í að hitta á þig með flautuna þegar ég á leið í bæinn, hvar er þá annars hægt að hitta þig?

Skrifað þann 21 August 2012 kl 20:06

JonHrafn

Svör samtals: 16
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: gullmolinn greylag hammer

Ég er nú búinn að eiga pinkfoot hammer í 2 ár og bara sáttur, hef notað hana líka til byrja kalla inn grágæsir af löngu færi. Notaði síðan tréflautu / faulk til að leiða þær inn í lendingu, en ég týndi hluta af faulkinum í lok síðasta hausts.

Fjárfesti síðan i greylag hammer núna fyrir fyrsta í gæs ,, og hún byrjaði ekkert að virka fyrr en ég var búinn að fikta svoldið í fjöðrinni. Ég var mjög hissa á því miðað við verðmiðan ........

Skrifað þann 21 August 2012 kl 21:45

Kjartan Lorange

Svör samtals: 16
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: gullmolinn greylag hammer

Þú nærð mér alltaf í síma 897-1719 Remi!

Jón Hrafn, það er nokkuð víst að þú átt ekki að þurfa að stilla Greylag Hammer en aftur á móti getur þú stillt hana til að líkjast hefðbundnum long reed flautum en þá er nú að mínu mati það fínasta farið úr flautunni og þú nærð bara hluta af þeim hljóðum sem hægt er með henni eftir breytingarnar.

En ef þér finnst hún betri svona þá er það gott mál!

Kv

Kjartan Lorange

Skrifað þann 21 August 2012 kl 22:59

Ingaling

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: gullmolinn greylag hammer

hvar fæst þessi Greylag hammer flauta? svo sá ég pinkfoot hammer líka á danskri heimasíðu... er verið að flytja þær inn?

Skrifað þann 22 August 2012 kl 0:21

Kjartan Lorange

Svör samtals: 16
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: gullmolinn greylag hammer

Báðar þessar flautur fást í öllum alvöru veiðibúðum Ingaling.

Kv

Kjartan Lorange

Skrifað þann 22 August 2012 kl 8:54

Maríus

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: gullmolinn greylag hammer

Kjartan.... Má hver sem er hafa samband við þig út af flautinu í greylag hammernum... finnst mín líka einhvað skrítinn eða sennilega ég svona slappur að flauta....

Skrifað þann 23 August 2012 kl 13:48

Kjartan Lorange

Svör samtals: 16
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: gullmolinn greylag hammer

Sæll Maríus.

Það styttist í námskeið sem auglyst verður rækilega.

Þannig að þá er góður séns að redda þessu.

Kveðja

Kjartan

Skrifað þann 23 August 2012 kl 15:04

remi700

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: gullmolinn greylag hammer

þarf s.s. meirapróf á þessa græju?

Skrifað þann 23 August 2012 kl 18:27

skjottu

Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: gullmolinn greylag hammer

ef það fylgdu ekki leiðbeiningadiskar með þessari græju þá er hun til á netinu

kv Jakob

Skrifað þann 23 August 2012 kl 20:21

JonHrafn

Svör samtals: 16
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: gullmolinn greylag hammer

http://youtu.be/IAc3_Cf9-rI

Þú þarft að kunna dönsku og vera með kartöflu í kokinu til að geta notað flautuna smiling=

En ég á nú í tölvunni dvd kennsluvideo með þessum gæja sem ég dowloadaði um árið.

Skrifað þann 23 August 2012 kl 20:39

aroning

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: gullmolinn greylag hammer

Bíð spenntur eftir námskeiði!

Skrifað þann 23 August 2012 kl 21:08

hrenni

Svör samtals: 1
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: gullmolinn greylag hammer

Það væri ekki úr vegi að tónlistarskóli FÍH biði upp á kennslu á þessi apparöt, þar sem þetta virðast vera hljóðfæri en ekki bara flautur.

Skrifað þann 23 August 2012 kl 22:37

McNesman

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: gullmolinn greylag hammer

sælir ég er búin að horfa á flest myndbönd sem ég finn á netinu náði meira segja í dvd kennsludisk af Graylag hammer en ég get ekkimeðnokkru móti blásið í þessa flautu þannig að það komið eithvað nálægt því að líkjast fugla hljóði hvað þá gæsar hljóði og ég tel mig vera ágæt að blása í flautur bæði gæsa og blokkflautu þótt ég sé farin að riðga í þeirri síðarnefndu smiling

Skrifað þann 23 August 2012 kl 22:57