Haglabyssuhugleiðingar

85

Svör samtals: 17
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir félagar,

Mér var að bjóðast til kaups Mossberg 600 pumpa til kaups. Ég veit ekki nákvæmlega hvað hún er gömul en veit að hún er skráð 1991 á skírteini eiganda. Það sér aðeins á henni, viðurinn hefur tapað lit og einhverjir minniháttar áverkar á honum. Þá er eitthvað minniháttar rið á henni. Mekanisminn virðist virka þokkalega en hefur ekki verið smurð eða hleypt að henni í amk 6 ár. Mér finnst seljandinn vera heldur brattur á verðinu eða 35 þ. Ég veit það er erfitt að slumpa á þetta óskoðað en hvað myndi ykkur finnast þarna úti, hvað er gangverð á svona gömlum pumpum í dag. Veit að það er hægt að fá fína og nýjar pumpur í dag fyrir um 50 þ.

Þá er hann einnig með um 35 ára gamla Baikal einhleypu sem hann vill fá 15 fyrir, hún lítur bara vel út, hvað geti þið sagt mér með gangverð á þeim.

Þætti vænt um að fá álit ykkar á þessu félagar.

85

Tags:
Skrifað þann 23 August 2012 kl 19:40
Sýnir 1 til 5 (Af 5)
4 Svör

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Haglabyssuhugleiðingar

Ég tæki Baikalinn. Fyrir tveimur árum seldi ég tveggja ára Remington 870 pumpu á 45.000 minnir mig.
35.000 fyrir 20 ára gamla og ryðgaða byssu sem enginn veit hvort virkar almennilega finnst mér eins og þér, heldur bratt. Þú verður ánægður með Baikalinn, ekkert endilega heimsins besta smíði eða fallegustu byssurnar en þær eru ódrepandi og virka út í eitt.

Sem dæmi skaut ég í fyrra þrjár rjúpur með einhleyptri Baikal, sú byssa er ca 40 ára gömul og fær hreinlega ekkert viðhald. Þann dag var ég "rjúpnakongurinn" í hópnum

Kveðja
Silfurrebbi

Skrifað þann 23 August 2012 kl 20:03

Örn

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Haglabyssuhugleiðingar

Taktu Baikalinn og gleymdu Mossberginum.

Örn Johnson

Skrifað þann 23 August 2012 kl 20:12

skjottu

Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Haglabyssuhugleiðingar

góðan dag ef þu ert hrifnari að mossbergnum þá skaltu fara með hann til byssusmiðs og láta yfirfara hann , ef byssusmiðurinn dæmir hann nothæfan þá skaltu kaupa hann , annars klikkar baikal ekki og maður vandar sig nýtir færin betur

kv jakob

Skrifað þann 23 August 2012 kl 20:18

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Haglabyssuhugleiðingar

Svo er það reyndar eitt með þessar pumpur, sama hvað þær heita.
Eins gaman og það er að skjóta úr þeim, þá var ég lengi að ná tökum á því. Eftir fyrsta skotið þarf að pumpa og miðið fór út um víðan völl hjá mérl, þegar ég loks var kominn með miðið aftur, var fuglinn úr allri hættu. Ég var rétt að ná tökum á þessu þegar ég skipti yfir í 1/2 sjálfvirka.

Skrifað þann 23 August 2012 kl 20:32