haglabyssur, heyrnarhlífar og heyrn

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

var að flakka um shotgunworld.com og datt inn á þennan þráðhttp://www.shotgunworld.com/bbs/viewtopic.php?f=2&t=76955... um heyrn og heyrnarhlífar og haglabyssur. Áhugavert efni, því aðhttp://www.cabelas.com/hearing-protection-enhancement-peltor-tacspo... sýnir 20 dB lækkun, þ.e. niður í 101 dB (í greininni á Shotgunworld kemur fram að haglabyssuskot valdi um 120 dB hávaða, ? hvað stóru riffilkaliberin gera) sem er því ekki nóg. Hafði ekki hugmynd um þetta.

Tags:
Skrifað þann 14 October 2012 kl 13:59
Sýnir 1 til 3 (Af 3)
2 Svör

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: haglabyssur, heyrnarhlífar og heyrn

Hef nú reyndar séð rannsóknir sem sýna framá að hávaði við hlaupenda á haglabyssu sé nær 150db,en þetta er hlutur sem allir skotveiðimenn ættu að velta fyrir sér....lítið spennandi að verða heyrnarlausi kallinn/konan á elliheimilinu.

Kv.
Guðmann

Skrifað þann 14 October 2012 kl 21:10

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: haglabyssur, heyrnarhlífar og heyrn

Þetta er forvitnilegt fyrir þær sakir að ég hélt að heyrnarhlífar gerðu betur en að taka hávaðann niður um 20db. Sjálfur nota ég þær á æfingasvæðinu en hingað til ekki á veiðum. Það er munur á rjúpnaveiðum þar sem hleypt er af kannski tíu sinnum yfir daginn eða á æfingu þar sem skotið er kannski 100 skotum á tveim tímum.
En allt sem deyfir hávaðann er gott, hélt bara að hlífarnar væru að standa sig betur.
Flottur þráður hjá þér Bettinsoli, hávaðinn í þessu sporti er jú eitthvað sem við verðum að taka alvarlega.

p.s. Athugaði svo með mínar Champion hlífar, þar er ábyrgst allt að 26db lækkun. Hvað svo sem "allt að" þýðir. Breytir því ekki að ég hélt að þetta væri meira sem þessar hlífar gerðu.

Skrifað þann 15 October 2012 kl 18:52