Harris eða Caldwell tvífætur

falcon

Svör samtals: 34
Virk(ur) síðan: 4 October 2012

Sælir
Hvernig veit ég hvort ég er með Harris eða Caldwell tvífót.
Á hlad.is er sagt að Caldwell sé samskonar og Harris. Ég hef ekki tök á að mæta á staðinn þar sem ég bý útá landi.

Tags:
Skrifað þann 18 December 2014 kl 0:51
Sýnir 1 til 5 (Af 5)
4 Svör

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Harris eða Caldwell tvífætur

Sæll félagi..

Einkennileg spurning hjá þér, en alveg klárt að borgir þú ck 11-12.000.kr +- 1000 kall fyrir tvífótinn.. Þá ertu klárlega ekki með Harris tvífót....

En borgiru 22.000.kr + ck fyrir tvífótinn þá getur hann verið Harris....

Og ef við miðum við fæturna hjá Hlað...Nú þá eru Caldvell á verðbilinu 10-14 Þús...
En Harris síðast á 21.900 kr áður en hann varð uppseldur...

Svo þú ert nokkuð viss eftir verðinu, fyrir hvora tegundina þú ert að borga hjá Hlað...
Þeir selja þér klárlega ekki Harris á 12-13 Þús kr...wink..

Kvebj

Skrifað þann 18 December 2014 kl 1:37

falcon

Svör samtals: 34
Virk(ur) síðan: 4 October 2012

Re: Harris eða Caldwell tvífætur

Sæll
Einkennilegt svar frá þér þar sem þú gefur þér að ég hafi keypt þennan tvífót hjá Hlað smiling

Ég er nú ekki að gefa til kynna að þeir séu að selja ranga tvífæti hjá Hlað. Tvífóturinn sem ég er með var keyptur erlendis og mér gefið. Það stendur ekkert á honum, hvorki Caldwell né Harris en hann er mjög líkur þeim á myndunum hérna á hlad.is og því datt mér í hug að spyrja.

Skrifað þann 18 December 2014 kl 2:14

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Harris eða Caldwell tvífætur

Sæll.

Já það er alltaf skýring á öllu...
En það er alveg augljóst þegar maður hefur báða í höndunum hvor er hvað...En ég keypti mína líka utanlands...
En umbúðirnar leyndu ekki framleiðanda...En svo voru þeir merktir með plastfilmu sem auðvitað fer af fljótlega...En þegar kemur að því að skjóta frá þeim báðum kemur munur í ljós...

Mín tilraun var skotið á 100 metrum með sama sjónauka og riffli,af hverju gerði ég það ,jú ég las samanburð á þessum fótum hjá mjög virtum aðila erlendis,og trúði varla alveg...

En Caldvell fóturinn minn skröltir í skinninu miðað við Harris fótinn...Hver var niðurstaða mín, jú
til að gera dæmið einfalt og vel skiljanlegt..Þá var munurinn svipaður og 1" gruppa með Harris á 100 m...
Caldvell 2" gruppa á 100 metrunum...Skiptir auðvitað litlu í almennri veiði...

En það er mjög augljóst við nánari skoðun hvað er Caldwell og Harris hafi maður samanburð í höndunum..wink

kvebj.

Skrifað þann 18 December 2014 kl 2:27

svartljos

Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Harris eða Caldwell tvífætur

Ég á bæði Harris og Caldwell tvífætur, Caldwellinn er merktur hjá mér, ég hef svo sem ekkert skoðað.
Ég get sagt þér að Caldwell fóturinn er "lausari" en Harris fóturinn og veitir ekki næstum jafn mikinn stuðning að mínu mati.
Það eru reyndar líka til alls kyns eftirlíkingar sem líta út eins og Harris fæturnir og í flestum tilfellum eru það fætur í svipuðum gæðaflokki og Caldwell og jafnvel verri gæðaflokkum.

Ég hugsa að ef fjármálin leyfa hjá mér að næsti fótur verður Atlas.

Skrifað þann 18 December 2014 kl 2:28