Haukadalsheiði 26/10 2012

Smint

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Leigðum Haukadalsheiði núna síðasta föstudag og vorum með 3 byssur af fjórum. (af hlunnindi.is) Hittum fjórða mannin eftir smástund. En þegar tók að líða á voru komnar 8 byssur á fjallið og 2 hundar með þessu mönnum. Eftir að hafa talað við þá alla þá sögðust þeir vera með leyfi frá bónda á svæðinu og við værum ekki að réttum stað. Þeir voru ekkert nema kurteisir og varð ekkert mál úr þessu á staðnum. Ég gat ekki séð annað að þeir væru þarna í góðri trú eins og við. Þeir sögðust hafa veit þarna í 10 ár og einnig lennt í þessu síðasta ár að rekast á menn sem væru með leyfi hjá hlunnindi.is og sama vesen komið upp.
Eftir að hafa skoðað kortið sem við fengum með leyfinu með gps-hnit get ég ekki séð að við höfum verið á vitlausum stað. Talaði við þá hjá hlunnindi.is og þeir kannast ekkert við neinn bónda sem á að hafa leyfi þarna á staðnum eða í kring. Vilja meina að þessir menn séu "veiðiþjófar"
Hvet þessa menn (ef þeir sjá þetta) að ef þeir vilja meina að þeir séu í rétti að tala við þá hjá hlunnindi.is og útskýra ykkar mál. Fúllt að vera kaupa/fá leyfi/ til að vera í friði og svo er það ekki staðreyndinn.
Hvet einnig alla sem ætla að versla við hlunnindi,is að athuga með eftirlit á svæðinu sínu!

Tags:
Skrifað þann 28 October 2012 kl 10:18
Sýnir 1 til 6 (Af 6)
5 Svör

Gleyminn

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Haukadalsheiði 26/10 2012

Sæll

Fórum tveir þarna í fyrra og keyptum semsagt tvær byssur af fjórum sem leyfðar eru á svæðinu. Það er styst frá því að segja að þea voru fleiri skyttur og hundar á svæðinu en rjúpur og langt umfram þessa fjóra sem leyfðir eru á svæðinu enda fóru menn undan þegar við nálguðumst til að spyrja um aflabrögð og einn meira að segja hálf hljóp inn í bíl og keyrði á brott með hvuttann í aftursætinu þannig að eitthvað hefur hann haft á samviskunni sá. Við reyndum margoft án árangurs að hafa samband við umsjónarmanninn sem gefinn var upp hjá hlunnindi.is og hann hefur ekki enn svarað tveimur póstum sem við sendum honum varðandi enga gæslu á svæðinu. Þetta hefur orðið til þess að við erum hættir að versla leyfi í gegnum síðuna og munum ekki mæla með því að menn geri það...

Skrifað þann 28 October 2012 kl 11:46

labbinn

Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Haukadalsheiði 26/10 2012

sæll smint hvernig gekk veiðin var eitthvad að hafa þarna upp frá ?

k.v labbinn

Skrifað þann 28 October 2012 kl 12:19

Smint

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Haukadalsheiði 26/10 2012

Sáum 3 og náðum 3. Annars mjög lítið af fugli. En skemmtilegt að rölta þarna. En vorum 3 með 3 fugla

@gleyminn: Hérna er mail hjá honum Hrein sem sér um þetta. hreinn@skogur.is Hann er búin að svara mér. Mennirnir sem við hittum sögðust einmitt hafa hitt 2 menn í fyrra og að þeir "hefðu verið í órétti"
Líklega að tala um þig og félaga þinn. Endilega sendu honum línu og segðu þína reynslu á þessu í fyrra. Ég vil núna bara fá endurgreit fyrir þessar 3 byssur!

Skrifað þann 28 October 2012 kl 17:40

Gleyminn

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Haukadalsheiði 26/10 2012

Nja við náðum ekki tali af neinum þarna nema einhverjum sem sat inn i bíl og sagðist ekkert hafa verið að veiða þannig að það hafa verið einhverjir fleiri en við og þið sem hafa lent í þessu þarna. Og mailið sem þú setur hérna inn að ofan er einmitt það sama og við sendum á í fyrra og fengum ekkert svar frá.

Skrifað þann 28 October 2012 kl 20:29

gunnarorn

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 12 October 2012

Re: Haukadalsheiði 26/10 2012

ef skoðað er kortið hér hjá loftmyndumhttp://www.loftmyndir.is/k/kortasja.asp?client=landsn...
og ef þið zoomið vel inn þá er svæðið sem má veiða á merkt "skógrækt ríksi, Haukadalur". þá eru fleiri jarðir sem ná upp í fjallið þannig voruð þið kanski ekki bara farnir út fyrir svæðið og í næsta eða þá báðir hópar að labba alveg eftir mörkum svæðana

Skrifað þann 29 October 2012 kl 3:11