Hér er spurning til þeirra sem eru lengra komnir !!

243Howa

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir félagar. Ég lenti í því óhappi áðan að skemma boltan hjá mér og sennilega lásinn líka á þessu skemmtilega 500m. móti SKAUST.
Þetta er riðfrír Howa 1500 sem ég hef alltaf smurt laggirnar með smá koppafeiti, nema núna var þetta nánast þurrt og reif sig saman fyrir gleymsku, tímaskort og klaufagang..
Ef lásinn er rifinn líka eins og boltinn, get ég planað boltan og lásinn upp á nýtt (rétt af og lagað) og fært hlaupið aftur um það sama og ég tek af ?
( Ég er vélvirki og á góða vini sem geta lagað flest ) !
Hvað myndu menn gera í þessari stöðu?
Það er búið að stinga upp á því að kaupa Stiller lás og blablabla wink vonandi verður það í þessu lífi !
Er bara að spá í að reyna að bjarga þessari fínu "nákvæmu" veiðibyssu ef það er hægt..

Tags:
Skrifað þann 5 July 2013 kl 0:49
Sýnir 1 til 20 (Af 36)
35 Svör

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hér er spurning til þeirra sem eru lengra komnir !!

Sæll og ég þakka fyrir síðast.


Leitt að heyra.

En þetta má laga og óþarfi að henda fleiri hundruðum þúsundum í nýjan lás.

Skrifað þann 5 July 2013 kl 8:54

Boyer

Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hér er spurning til þeirra sem eru lengra komnir !!

Sæll 243Howa

Þetta er rétt sem Poldi segir að þetta megi laga og er í raun ekkert mál!

Hvernig koppafeiti ertu að nota?

Skrifað þann 5 July 2013 kl 14:25

Magnúsína

Svör samtals: 7
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hér er spurning til þeirra sem eru lengra komnir !!

Ryðfrítt stál af sumum gerðum er ekki mjög gott í háþrýstitæki eins og byssur, sérstaklega ef er steypugalli í stálinu þar sem brennisteinssambönd eru notuð til að gera smíði stálsins auðveldari.
Þessu ótengt væri hins vegar fróðlegt að heyra hvort menn telji ryðfrí hlaup endast betur en venjulegt carbon moly stál.

Skrifað þann 5 July 2013 kl 14:47

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hér er spurning til þeirra sem eru lengra komnir !!

Það er seigara efni í ryðfríu hlaupunum og þau endast því fleiri skot

Skrifað þann 5 July 2013 kl 15:02

243Howa

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hér er spurning til þeirra sem eru lengra komnir !!

Lásinn er leiðinlega grófur og stífur að opna, eftir að búið er að skjóta.
Einhver léti sennilega duga að pússa það versta bara aðeins og smyrja oft..
En málið er sennilega að taka þetta í sundur og rétta allt af sem hægt er að rétta eftir kúnstarinnar reglum.

Skrifað þann 5 July 2013 kl 16:10

Boyer

Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hér er spurning til þeirra sem eru lengra komnir !!

Hafðu samband við Finna eða V.Long þeir fara létt með að plana þetta!

Aaaaaa" Það er seigara efni í ryðfríu hlaupunum og þau endast því fleiri skot"
Þessu er ég ekki sammála Poldi. 4340 eða 4140 krómstál sem eru gjarnan notuð í Hlaup og lása er mun seigara en 410-416 ryðfrítt sem er notað í match riffilhlaup. Ryðfría er vinsælla af því að það tærist síður og er í raun betra að vinna en gott krómstál!

Skrifað þann 5 July 2013 kl 17:21

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hér er spurning til þeirra sem eru lengra komnir !!

Sæll

Ég er ekki efnafræðingur en þetta hef ég eftir hinum virta riffilsmið Birgi Sæm. og ekki rengi ég hann, Og það er ekki bara af því að hlaupin eru ryðfrí sem að Bench Rest menn kjósa þau, það veit ég... kv Pold

Skrifað þann 5 July 2013 kl 17:40

ValurRichter

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 28 January 2013

Re: Hér er spurning til þeirra sem eru lengra komnir !!

sæll, það ætti að vera hægt að laga þetta ,hrindu í mig og ég skal leiðbeina þér með þetta smiling
kv
Valur Richter
s.8641341

Skrifað þann 6 July 2013 kl 11:20

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hér er spurning til þeirra sem eru lengra komnir !!

Ágæti félagi 243Howa.

Leitt að þetta hafi hent,,en þetta má laga.
Í þínum sporum myndi ég hafa samband við Valdimar Long
og athuga hvort hann hefði tíma til að skoða þetta.

Koppafeiti!!! hverskonar feiti hefurðu verið að nota??
Það er langt frá því að hvaða feiti sem er gangi!!!!!
Þegar ég fékk Hall B lásin minn (ryðfrír) fylgdi honum
krukka með feiti sem nota á á löggana.
Þú kannski veist að þótt láshúsið sé ryðfrítt þá er boltin
það að öllum líkindum ekki..ryðfrítt og ryðfrítt rífur sig strax!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.
P.s. Það er ekki nóg að setja feiti á löggana.....stundum
Bolta á aldrei að setja í lás nema löggarnir séu smurðir.

Skrifað þann 6 July 2013 kl 13:31

Guðsteinn

Svör samtals: 80
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hér er spurning til þeirra sem eru lengra komnir !!

Hvaða efni eru menn að nota?
Þetta kannski?http://hlad.is/index.php/netverslun/hreinsivoerur/rifflar/anna/synt...

Skrifað þann 6 July 2013 kl 15:52

Boyer

Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hér er spurning til þeirra sem eru lengra komnir !!

Feitin frá Shooters Choice er góð fyrir lugg og cocking cam sem ætti alltaf að vera smurt!

Skrifað þann 6 July 2013 kl 18:19

243Howa

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hér er spurning til þeirra sem eru lengra komnir !!

Það er allt riðfrítt í þessum Howa 1500.
Riðfrítt á móti riðfríu er einmitt í mikilli hættu hvað þetta varðar og ég er sammála því að þetta á alltaf að vera smurt. Held samt að margir séu ekki nógu duglegir að smyrja þetta.
Mjög gott að fá fram hvaða feiti hentar best í þetta..
Leiðinlegt að skemma góðar græjur svona !
Hef aldrei skotið 10 skotum svona hratt úr honum svo hitinn hefur ekki hjálpað til heldur.

Skrifað þann 6 July 2013 kl 20:55

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hér er spurning til þeirra sem eru lengra komnir !!

Sælt.


Shooters Choice feitin hefur reynst mér vel.

Viðhengi:

Skrifað þann 6 July 2013 kl 22:04

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hér er spurning til þeirra sem eru lengra komnir !!

Ég hef nú bara notað svona Hilti borafeiti, það hefur enn ekki verið til vandræða hjá mér! Veit ekki afhverju mér datt það í hug, hef örugglega séð einhvern annan með svoleiðis...

Skrifað þann 6 July 2013 kl 23:53

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hér er spurning til þeirra sem eru lengra komnir !!

Sláðu á þráðin til Vals hér að ofan.
Hann er lunkin byssusmiður og first hann býðst til að aðstoða þig smiling

Skrifað þann 7 July 2013 kl 13:03

H-berg

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hér er spurning til þeirra sem eru lengra komnir !!

geturðu ekki sett slípi massa á löggan og slípað hann til með því. þá slípast lögginn og láhúsið. headspacið verður sjálfsagt eitthvað lítið lengra, en boltinn ætti að verða góður á eftir.

Annars ekki hlusta á mig

Skrifað þann 8 July 2013 kl 19:54

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hér er spurning til þeirra sem eru lengra komnir !!

Ágæti félagi 243Howa!

Ertu viss um að boltinn og húsið sé hvoru tveggja ryðfrítt?
Er ekki að rengja þig félagi...þetta er eitthvað sem ég veit ekki
....en ég á bara svo erfitt með að trúa því að þetta hafi verið
smíðað með þessum (fáránlega) hætti!
Ég er í ágætis sambandi við þann mann sem kom ryðfríum lásum
á kortið og í tízku. Hann heitir Alan Hall og býr í litlum vinalegum bæ
í Alabama hver heitir Clanton. Ég hef heimsótt Hall þangað og heyrt af
hans vörum hvaða vandamál eru því samfara að nota ryðfrítt í riffilllása.
Engin leið var að notast við ryðfrítt í bæði lás og bolta...það reif sig strax!
Þessvegna eru boltarnir í Hall lásunum úr Crhome Moly efni og ef menn nota
réttu smurefnin er engin hætta á að rífa löggasætin.

Gangi þér sem best ágæti félagi!!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 8 July 2013 kl 22:48

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hér er spurning til þeirra sem eru lengra komnir !!

Ég er að nota SKF koppafeiti á mína lögga og
líta þeir úit eins og stíf póleraðir og í Nesikunni er
stálið arfa mjúkt í bókstaflegri merkingu..

Þetta er ekki spurning um hvað er notað heldur
hvernig það er notað.

Skrifað þann 9 July 2013 kl 9:28

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hér er spurning til þeirra sem eru lengra komnir !!

NESIKA.

Þú skrifar:
Þetta er ekki spurning um hvað er notað heldur
hvernig það er notað.

Að mati Alan Hall og Ed Shilen er þessi fullyrðing ekki
allskostar rétt.
Þeir hafa báðir ákveðnar skoðanir á hvaða tegund feiti
hentar á lás lögga og hvaða tegundir ekki.
Ég er ekki viss en mig minnir að Kelbly láti fylgja með
sínum lásum (ryðfríju) rauða feiti í sprautu sem gæti
verið sama efnið og Shooters Choice er að bjóða og
fæst í Hlað.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 9 July 2013 kl 17:06
« Previous12Next »