Hlað orginal skot að djamma

stan

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir,
Ég hef notað Hlað orginal skot í mörg ár með ágætum árangri. Lenti reyndar í því í fyrra að gamla byssan mín sem var komin til ára sinna djammaði oftar á þeim en öðrum skotum. Í kjölfarið fjárfesti ég í Benelli Montefeltro. Hún hefur ekki stigið feilspor þetta ár sem ég hef átt hana fyrr en í kvöld. Ég lenti tvisvar í því að hún djammaði á Hlað orginal skotum á meðan aðrar skottegundir klikkuðu ekki. Eldri Hlaðskot hafa ekki klikkað í haust (þessi rauðu) en nýju skotin sem hún djammaði á eru blá. Mig langaði að forvitnast hvort fleiri hefðu lent í vandræðum með þessi skot?

Tags:
Skrifað þann 8 September 2012 kl 3:22
Sýnir 1 til 11 (Af 11)
10 Svör

Valur R

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hlað orginal skot að djamma

sæll,ég hef átt Benhelli montefeltro í ca. 8 ár og hún hefur staðið sig eins og hetja.
og ein af uppáhalds byssunum.
einnig hef ég notað Hlaðskotinn frá því að byrjað var að framleiða þau ,ég hef oft prófað önnur skot en alltaf endað á skotunum frá Hlað þau eru einfaldlega lang besti kosturinn í dag !
en eg hef fengið nokkrar byssur til viðgerðar sem hafa ekki skipt sér og flestar eru bara drullugar og þarf að þrífa .prófaðu að þrífa byssuna með td. bremsuhreinsi og smirja með fin lube frá Kemi og þurka með klút eða lofti á eftir og mikil olía safnar í sig allskonar drullu.,þessi fin lube olía skilur eftir sig teflon húð sem smir mjög vel..
einnig hefur gormurinn sem er í afturskeptinu í nokkrunm tilfellum verið byrjaður að ryðga það verður að passa að smyrja hann vel,.og að síðustu skotinn að prófa að þurka þau í nokkra daga.það getur komið raki í öll skot sama hvað þau heita.smiling
vona að þetta hjálpi eitthvað
kv Valur Richter

Skrifað þann 8 September 2012 kl 9:36

labbinn

Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hlað orginal skot að djamma

þetta eru frábærar byssur búin að eiga mína í 7 ár hef reyndar aldrei notað neinn bremsuvökva eða lube kemi spray bara benelli oliu aldrei átt neitt við gormin í skeptinu . en ég hef lent í því með mína að ég hef ekki lokað henni nægilega vel fram þá hef ekki getað skotið og fuglinn farinn smiling var hun að djamma hjá þér í fyrsta skoti eða skoti 2

Skrifað þann 8 September 2012 kl 11:46

stan

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hlað orginal skot að djamma

Sælir og takk fyrir svörin. Byssan djammaði í hvorugt skiptið á fyrsta skoti. Gamla byssan mín er Benelli S90. Ég hef átt hana í 18 ár þannig að ég þykist vita nokkurn veginn hvað þarf að gera til að halda þessu gangandi. Montefeltróinn er á fyrsta hausti í gæs. Hann var vel þrifinn fyrir flugið og hefur leikið sér að því að skipta leirdúfuskotum í allt haust þannig að ég hallast að því að þetta séu skotin, sem NB voru glæný. Auðvitað er möguleiki að það hafi komið einhver drullu við pollinn en byssan skipti samt gömlum Hlaðskotum og Pegoraro án vandræða.

Skrifað þann 8 September 2012 kl 12:20

raggigull

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hlað orginal skot að djamma

Getur verið að það séu að passa fleiri skot í magasínið af Patriotinum en Original skotunum eða öðrum skotum sem jamma ekki? Í byssunni hjá mér þá komast 3 eða 5 í magasín (með eða án pinna) en ættu í raun bara að passa 2 eða 4 skot. Síðasta skotið rétt sleppur þó bara inn. Vandamálið við þetta er sá að það er mikill þrýstingur á skotunum í magasíninu. Þegar skotið er þá getur það gerst að eitt skotið krumpist í magasíninu. Þegar það fer svo upp í hlaupið þá jammar byssan. Lausnin er að troða ekki of mörgum skotum í magasínið.

Getur verið að þetta sé það sem þú ert að lenda í?

Skrifað þann 8 September 2012 kl 12:36

síldaraugað

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hlað orginal skot að djamma

Valur, af hverju telur þú hlað skot vera besta kostinn í dag ?
En þetta hefur komið upp áður, skotin ekki að standa sig.
Ég er búinn að opna ótal tegundir skota í haust, veit ekki einu sini hvað margar sortir og hlað skotin eru einstök á þann hátt að þau eru ennþá einu skotin sem ég hef séð innaní sem ekki eru með púður sem eru eins og flögur. Heldur einhvern rudda sem lookar ekki ósvipað og blý úr blýpenna sem búið væri að stubba niður. Þetta hef ég ekki séð í neinum öðrum haglaskotun, líkara rifflapúðri einhvernveginn.
En það þarf að ýta helvíti hressilega á eftir þeim inn í magasiniuð til að hnoða endann á þeim svo að byssan vilji þau ekki, þá eru menn komnir út í þónokkurn böðulskap finnst mér.

Skrifað þann 8 September 2012 kl 14:40

KBK

Svör samtals: 13
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hlað orginal skot að djamma

Sellier & Bellot Fortuna eru með svona púður held ég, notaði þau á rjúpu eitt árið , var nokkuð sáttur með þau nema þau skildu eftir sig full mikið af drullu í hlaupinu.

Skrifað þann 8 September 2012 kl 15:24

síldaraugað

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hlað orginal skot að djamma

sem er einmitt eitt af því sem menn hafa verið að setja útá, byssan sótar sig mjög mikið.
Það er mín tilfinning að eitthvað hafi breyst til að halda áfram lágu verði. Sel það ekki dýrara en ég keypti það en hitt er svo annað, þau eru alls ekki dýr en mér finnst þau bara ekki nógu góð. Fyrir mér er ekkert til sem heitir gott miðað við verð, annaðhvort er það gott eða ekki.

Skrifað þann 8 September 2012 kl 17:29

Valur R

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hlað orginal skot að djamma

sælir aftur , Hlaðskotin eru besti kosturinn vegna þess einfaldlega nærðu bestum árangri með þeim
þau virka alltaf og mjög góð ákoma af þeim ,eg hef að vísu ekki verið að skjóta mikið af haglaskotum á ári svona ca. 2500 til 3000 skotum en þau hafa ekki klikkað og það hefur gengið mjög vel að hitta og fella bráðina með þessum skotum.eflaust eru til byssur sem þessi skot passa einfaldlega ekki en ég held að í flestum tilfellum þegar byssan klikkar á að að skipta sér er það ekki skotunum að kenna heldur liggja margar aðrar ástæður fyrir því,eins og td. óhreinindi á lás ,og fl.
kv.
Valur

Skrifað þann 8 September 2012 kl 17:59

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hlað orginal skot að djamma

Jú .... einföld skýring og frí....Sakur gormur og eða drulla á skotpinna...

kv hr... Sem veit, að óteljandi ljóskur með tippi á Íslandi hafa skot, og veiðileyfi.......sad

Skrifað þann 8 September 2012 kl 19:24

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Hlað orginal skot að djamma

Góða kvöldið.

Ég á helling af byssum eða tegundum þær kjamsa ekkert á Hlað-skotunum
kanski hugsa ég bara um mínar byssur og þríf þær...

hef ekki hugmynd um það en þau virka í mínum byssum sama í hvaða lit þau eru....
Á gömul í plastpokum og veit ekki hvað þau virka öll í mínum byssum..

En ég kaupi auðvitað ekki byssur frá Tyrklandi eða Brasilíu....


BS.

Skrifað þann 8 September 2012 kl 23:13