Hlaupending, stærri caliber

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Þið sem flest vitið um riffla.
Mikið hefur verið rætt og ritað um hvaða caliber sé best og sitt sýnist hverjum og einum. Sumir segja .270 vegna þess hversu hratt og flatt það er meðan aðrir vilja ekkert nema 308 og svo enn aðrir eitthvað allt annað. En er vitað með nokkurri vissu hvaða caliber stærra en 243 hefur bestu hlaupendinguna og hvaða máli skipta hleðslurnar í því dæmi?

Með fyrirfram þökk
Silfurrefurinn

Tags:
Skrifað þann 10 January 2013 kl 22:27
Sýnir 1 til 17 (Af 17)
16 Svör

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hlaupending, stærri caliber

Silfurefur;

Þetta er gagnleg lesning varðandi endingu hlaupa mismunandi kalíbera.

http://www.accurateshooter.com/technical-articles/overbore-cartridg...

Við spurningunni hvað er besta kalíberið er bara til eitt rétt svar. Það er ekkert eitt kalíber best.

Hins vegar eru kalíber mis góð miðað við mismunandi notkunar forsendur.

Skrifað þann 10 January 2013 kl 23:34

Konnari

Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hlaupending, stærri caliber

Þessi listi er tekinn úr danska veiðiblaðinu JAGT Vildt & vaben um slit riffilhlaupa og þar er þessi listi frá NORMA um nokkur caliber og líftíma hlaupa þ.e.a.s. þegar slit hefur veruleg áhrif á nákvæmnina.

223 Rem 3.000 skot
22-250 Rem 800
243 Win 1.500
6,5x55 3.000
270 Win 1.500
7x57 3.000
280 Rem 1.500
7mm Rem 500
308 Win 3.000
30-06 2.500
300 Win Mag 800
300Wby Mag 500
8x57 JS 3.000
338 Win Mag 800
375 H&H mag 800

Skrifað þann 11 January 2013 kl 11:40

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hlaupending, stærri caliber

Átt að ná mikið meira úr .308, allavegna 5-6000 skotum
Einnig úr .300 win mag, er kominn með um 6-800 skot í gegnum minn og þegar hlaupið var skoðað með borescope um daginn þá leit það eins út og þegar ég fékk hann skotinn 20 skotum.

Skrifað þann 11 January 2013 kl 11:50

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hlaupending, stærri caliber

Er með 7mm Rem Mag og komin rúmlega 1000 skot úr honum. Hef ekki skoðað hann í borescope, spurning hvort maður þori því. Finn samt með massa að hlaupið er gróft fyrstu ca 20 cm. Langar í nýtt en þá langar mann líka í nýtt skepti og..og...og...og....og

Held ég haldi bara áfram að skjóta í bili, ekki hægt að kvarta yfir honum ennþá.

Hérna er skífan frá Hreindýra-skotprófinu, síðasta skotið fór á flug sökum hlaup-hita (stuttur tími eða of mörg skot...).


Feldur.

Viðhengi:

Skrifað þann 11 January 2013 kl 12:20

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Hlaupending, stærri caliber

Fór á flug segirðu. Margir hefðu verið sáttir með þennan áraangur!
Takk fyrir þetta félagar. Mér sýnist 308 alltaf meira og meira verða "mitt" caliber. Líklega vegna þess að það sem ég hef skotið úr rifflum er einmitt með því caliberi og gengið vel. Auk þess virðist það fara sæmilega með hlaupið

Skrifað þann 11 January 2013 kl 14:00

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hlaupending, stærri caliber

Já, fyrsta skot var í bullseye og svo fóru þau að skríða út til vinstri en þar sem tíminn var á þrotum fyrir síðasta skot þá var ekkert annað en að láta vaða þó hlaupið væri orðið heitt.

Þú verður ekki svikinn af .308win, kúluúrval meir en þú nærð að prófa á ævinni og þægilegt að skjóta. Mæli samt með að þú skoðir 6,5X55, hef aldrei séð það caliber skjóta verr en vel og oftast mjög vel. Einnig er bakslag í mýkri kantinum og nóg til af góðum kúlum.

Svo hefur hleðslan mikið að segja, ef menn eru að moka vel í baukana þá fer hlaup hratt, nánast sama hvaða caliber. Hægt er að stúta .243 á 200 skotum með HEITUM hleðslum.

Feldur.

Skrifað þann 11 January 2013 kl 15:43

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Hlaupending, stærri caliber

Takk feldur

Skrifað þann 11 January 2013 kl 17:29

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hlaupending, stærri caliber

Jú.... Ég er einnar skoðunar.... 7mm.... Ég veit ekki hvað veldur, en 7mm rem mag og 284 lapua er það sem hefur dugað hjá mér í twisti 9 og 10.....

kv hr

Skrifað þann 11 January 2013 kl 20:25

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hlaupending, stærri caliber

Ágætu félagar!

Það eru engin bla bla mörk á endingu hlaupa!
Hvert hlaup er kapítulu út af fyrir sig!
Ending hlaupa er gríðarlega misjöfn...jafnvel
meðal hlaupa sömu tegundar!!!!
Ég hefi átt hlaup frá Hart, Shilen, Krieger og Atkinson
Shilen hlaupin hafa skotið betur en Hart .....Hart hefur endst
betur en Shilen....Atkinson hefur endst betur en Hart og Shilen..
Krieger hefur endst betur en Shilen, Hart, Atkinson...og verið betri
að mínu mati.....????
Að setja fram einhverja töflu um getu hlaupa er algerlega
út í hött...og yfyrlýsing um að viðkomandi hefur ekki vit á því
sem hann er að fjalla um!
Ágæti félagi ..vona að þú verðir heppin með næsta hlaup!!?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 11 January 2013 kl 22:18

Hurdarbak

Svör samtals: 241
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hlaupending, stærri caliber

Jú.... 7mm rem mag um 620 skot... reyndar með 120gn bal og 61.3gn v550.. ekkert slit sjáanlegt eftir slug.. 6,5x 55 eftir um 1100 skot, aðeins farið að sjá á... 284w lapua 350 skot með Lohtar Walter.. ennþá flugbeitt..

kv hr...

ps Maggi.... Hurdarbak@gmail.com sendu mér síma númerið...

Skrifað þann 11 January 2013 kl 22:41

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Hlaupending, stærri caliber

Ég var með þetta locked down þangað til Magnús kom með sinn fróðleik, maður sem ég tek mark á. En jæja 308an verður það samt heillin. Ég hef tröllatrú á því fyrirbæri

Skrifað þann 11 January 2013 kl 22:54

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hlaupending, stærri caliber

Já, verður ekki svikinn af því caliberi. Annars er maður nokkuð lengi að skjóta hlaup út, svo það verði ónothæft, tekur mörg ár nema þú ert þeim mun duglegri svo það er óþarfi að láta þetta ráða eingöngu för við valið. Frekar að skoða feriltöflur og velja út frá þeim, það sem þig langar til að skjóta.
Er búinn að eiga minn siðan um 2000-2002 og ekki kominn lengra en rúmlega 1000 (fóru um 300 fyrsta árið).
Svo er hægt að setja nýtt hlaup á flesta riffla, ca 120 þús kjell og bæng....nýr riffillsmiling

Feldur

Skrifað þann 12 January 2013 kl 0:56

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Hlaupending, stærri caliber

já ég fer nú ekki yfir 300 á ári en gæti farið nærri því til að byrja með allavega. ætli þetta verði ekki eins og með haglabyssuna meðan hún er ný, ruddi úr henni 1000 skotum á þrem mánuðum, rúmu hálfu ári síðar er ég enn með rúmlega 1000 skot!

Skrifað þann 12 January 2013 kl 10:31

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hlaupending, stærri caliber

Ágæti Silfurrefur!

Ég tek heilshugar undir með þeim sem hafa ráðlagt þér
.308 Winchester (7.62x51 Nato).
Til allra þarfa er þetta hið besta caliber.....
hvort heldur er horft til nákvæmni, veiði eða hlaup endingar!
Megi þér ganga sem allra best !!

Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 12 January 2013 kl 22:33

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Hlaupending, stærri caliber

Kærar þakkir Magnús og allir hinir

Skrifað þann 12 January 2013 kl 23:30

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hlaupending, stærri caliber

Ágæti Silfurrefur!

Verði þér að góðu!

Hugsaðu málið.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson,

Skrifað þann 12 January 2013 kl 23:41