hleðsla með Wilson seater

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

ég er nýbyrjaður að nota wilson seater með K&N arbor pressu.

pressan er með gorm sem tekur við þrystingnum ef dæinn gefur ekki eftir.

ég er að lenda í því að kúlan rennur ekki ofaní hálsinn um leið og ég þrýsti á pressuna heldur spennir gormurinn sig og þegar spennan er nægilega mikil þá smellur kúlan ofan í hálsinn með smá hvelli.

ég nota wilson neck die til að siza hálsinn, hylkin eru Norma og eru þau neck turnuð, ég snara úr hálsinum með K&N inside neck chamfer tool.

var að spá hvort bushingið væri of lítið, að það væri of mikið neck tension ?
skotið hylki er 0.340, hlaðið skot er 0.333 efst á hálsinum
bushingið er .332

Tags:
Skrifað þann 27 December 2012 kl 20:16
Sýnir 1 til 20 (Af 24)
23 Svör

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hleðsla með Wilson seater

Ertu búinn að mæla hlaðið hylki allan hringinn á hálsinum og finna það sem er sverast? Kúlur eru oft með sverum hring á botninum (.243 kúla mælist t.d. .2435 þar) og þar ætti hálsinn að vera sverastur, ekki endilega efst á honum. Hef annars ekki notað svona gorma-system. Nota bara hendina ofan á dæjann, dugar fínt.
Þeir tala um að velja bushingu sem er 1-2 undir hlöðnu hylki.

Ertu með flat base kúlur?

Feldur

Skrifað þann 27 December 2012 kl 21:55

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hleðsla með Wilson seater

er með scenar kúlur sem eru boat tail, wilson neck die þrengir tæplega hálfan hálsinn, kúlan situr í 2-3mm efst í hálsinum.

finnst þetta frekar skrýtið... kúlan ætti að renna eðlilega ofaní hálsinn þar sem hún er boat tail og neck tension er ekki nema .001

Skrifað þann 27 December 2012 kl 22:01

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hleðsla með Wilson seater

Prófaðu að mæla innanmál á hálsinum eftir neck sizing og athugaðu hvort þú sért rétt undir máli.

Annars er bara að prófa að fjarlægja gorma unit-ið af pressunni og prófa hvort það sé betra þannig.

Feldur.

Skrifað þann 27 December 2012 kl 22:41

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hleðsla með Wilson seater

innanmálið er .306 þegar ég er búinn að siza hylkið.

ætla að finna lausn á þessu, að rífa gorminn úr leysir ekki vandamálið með hleðsluna...

spurning hvort brassið sé bara of hart og ég þurfi að hita hylkin... eða hvort maður eigi að smyrja hálsinn með grafít eða einhverju þessháttar...

Skrifað þann 27 December 2012 kl 23:00

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hleðsla með Wilson seater

Mæli ekki með að hita hylkið (afglóða), það þarf græjur í það til að eyðileggja þau ekki. Hef prófað það á ónýtum hylkjum og þau voru öll enn ónýtari eftir tilraunirnar. Það þarf málningu sem svarar ákveðnu hitastigi og stilla hraða/tíma í loga eftir því. Öll hylkin sem ég prófaði fóru ekki til baka eftir að vera klemmd aðeins með töng heldur aflöguðust varanlega og þá er hálsinn orðinn of mjúkur.
Hef aðeins skoðað þessar græjur og þær eru rán-dýrar, minnir um 700+ USD.

Þurrt grafít gæti hjálpað en ætti ekki að þurfa í tight neck hylki og einnig er erfiðara að stjórna gripinu á kúlunni en það er jú eitt það mikilvægasta fyrir nákvæm skot.

Hvernig er hálsinn á hylkjunum, er hann deburred eða ó-unninn?

Feldur

Skrifað þann 27 December 2012 kl 23:29

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hleðsla með Wilson seater

hann er deburred, og burstaður að innan á eftir, ég legg mikla vinnu í hylkin, uniforma bæði flash hole og primer pocket, trimma, turna, deburra, flokka eftir vikt ofl.

þessvegna finnst mér þetta skrítið

Skrifað þann 27 December 2012 kl 23:35

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hleðsla með Wilson seater

Kannski eru hylkin/kúlan ekki vandamálið heldur gorma-systemið.

Er að renna út á góðum hugmyndum í bili, myndi prófa það og sjá hvað gerist.

Feldur.

Skrifað þann 27 December 2012 kl 23:45

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hleðsla með Wilson seater

þessi pressa er með átaksmæli og átakið á kúluna er orðið verulega mikið áður en hylkið gefur eftir, nálin fer 2 hringi á mælinum... gormasystemið er til að vernda pressuna og skotin.

þegar hylkin voru hlaðin í fyrsta skipti rann kúlan í án vandamála, þessvegna dettur mér afglóðun í hug...

spurning um að panta svoleiðis græju...

Skrifað þann 27 December 2012 kl 23:56

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hleðsla með Wilson seater

Ertu að nota sömu kúlur og fyrst?
Hvað er búið að skjóta oft úr hylkjunum?

F

Skrifað þann 28 December 2012 kl 0:00

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hleðsla með Wilson seater

þetta er 3 hleðsla, alltaf sömu kúlur, primerar og púður.

Skrifað þann 28 December 2012 kl 0:01

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hleðsla með Wilson seater

Trúi því varla að þau séu orðin hörð eftir 3 umferðir, BR menn eru að skjóta hátt í 100 sinnum án þess að afglóða. Hlýtur að vera eitthvað annað, dettur bara ekki fleira í hug!

F

Skrifað þann 28 December 2012 kl 0:10

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hleðsla með Wilson seater

þetta er .308 en ekki BR hylki, spurning hvort það breyti einhverju....

Skrifað þann 28 December 2012 kl 0:12

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hleðsla með Wilson seater

Ætti ekki að breyta svona miklu þrátt fyrir það. .308 er með mjög góða hylkja endingu í venjulegum rifflum og alltaf verið að full siza.

Þetta er að verða svakaleg ráðgáta, verst að geta ekki skoðað þetta hjá þér.

Er svosem frekar nýr í BR hleðslum, það hlýtur einhver að hafa eitthvað annað til málanna að leggja.

F.

Skrifað þann 28 December 2012 kl 0:17

JGK

Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hleðsla með Wilson seater

ég er að nota .331 bushing í minn .308 win die

Skrifað þann 28 December 2012 kl 0:21

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hleðsla með Wilson seater

fann vandamálið...

ég virðist hafa deburrað hylkin of lítið, í venjulegri pressu tók ég ekki eftir því þar sem átakið á pressuna er margfalt meira, en í arbor pressu þarf greinilega að deburra mun meira..

Skrifað þann 28 December 2012 kl 22:25

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hleðsla með Wilson seater

Jæja, gott að lausnin fannst að lokum. Þá er einni gátunni færra að eiga við og reynslunni ríkari.

F.

Skrifað þann 28 December 2012 kl 22:50

everlast

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hleðsla með Wilson seater

hvað er að deburra

Skrifað þann 28 December 2012 kl 23:08

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hleðsla með Wilson seater

Þá er beitta brúnin innan á hálsinum fjarlægð (gráðan) svo hún rispi ekki kúlurnar.
Hérna er ein græja sem er notuð við þetta verk, henni stungið inn í hálsinn og snúið létt 2-3 eins og hendur ná að snúast.
http://www.sinclairintl.com/reloading-equipment/case-preparation/ca...

Feldur

Skrifað þann 28 December 2012 kl 23:12

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hleðsla með Wilson seater

Sæll Daníel

Þú ert náttúrlega búinn að sannreyna að þú ert
ekki með kleinuhring í hálsunum ?
Ef ekki þá er ég mát miðiað við þær upplýsingar
sem komið hafa frarm.
En hvað um það..gangi þér vel að finna út úr þessu vandamáli.
Þú kannaski lætur okkur vita hvernig málin þróast?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 28 December 2012 kl 23:38
« Previous12Next »