Hleðsluréttindi

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Hleðsluréttindi

Það er ekkert mál að halda námskeiðið á ensku, sennilega auðveldara þar sem allt í sambandi við þessa íþrótt kemur úr enskunni og hefur ekki fengið íslensk sérheiti enn.

Skrifað þann 9 March 2015 kl 19:28

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hleðsluréttindi

Ágæti Brutus.

Afsakaðu að ég er ekki að svara þér. Vona að aðrir geri það.
Eftir að hafa lesið þessa pósta er ég verulega hissa, svo vægt sé til orða tekið!
Ég hef byðlað til ágætra manna hvort þeir gætu bent mér á hvaða kröfur embætti
Ríkislögreglustjóra gerir til þeirra sem þessi mámskeið teljast verðugir að halda.
Eingin skynsamleg svör, ekki nokkur! Er það svo að það sé huglægt mat embættis
Ríkislögreglustjóra hver telst verðugur..á hverjum tíma.
Ágætt væri að fá rökstutt svar frá því embætti enda alkunna að það ágæta
fólk fylgist náið með því sem fram fer á hinum ýmsu spjallsíðum sem fjalla um
byssur ur og skotfimi. Ég fyrir mína parta geri þar engar athugasemdir og vill
hafa sem allra best samsstarf við lögregluna.
En ég vill líka gera kröfur til sama embættis!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
021052 3969

Skrifað þann 9 March 2015 kl 22:51

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Hleðsluréttindi

magnús það er búið að svara þér, kröfur til að fá réttindi til að kenna endurhleðslu er að kunna sjálfur að hlaða, skila inn kennslugögnum til ríkislögreglustjora til samþykktar og verða þau að vera í samræmi við annað kennsluefni sem í gangi er.

Kennsluefnið sem þegar er í umferð er hinsvegar einkaeign þeirra sem það sömdu, því getur þu ekki fengið að sjá hvað það er til að herma eftir þvi heldur verður þú að semja þitt eigið efni og vona að það sé í samræmi við það sem aðrir hafa gert, svo skilar þú því inn og vonar að það verði samþykkt.

Það getur tekið nokkra mánuði frá því að því er skilað inn þar til svar berst, ef þu færð já þá ferðu til Jónasar og færð pappír uppá að þú megir kenna.

Ef þú kemst yfir kennsluefni frá öðrum og skilar því beint inn þá færðu kæru um höfundarréttarbrot svo kennsluefnið verður að vera hannað og skrifað af þér í þínum orðum.

Skrifað þann 10 March 2015 kl 7:44

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hleðsluréttindi

Daníel Sigurðsson.

Það sem ég er að furða mig á er skipulagsleysið sem augljóslega ríkir
þegar kemur að veitingu réttinda til endurhleðslu skotfæra.
Ég man ekki eftir nokkurri opinberi stofnun sem stendur að leyfisveitingu
til kennslu með þeim hætti sem embætti Ríkislögreglustjóra gerir í þessu tilfelli.
Það er þessi staðreynd sem stingur í augu.

Þú þarft ekki að óttast að ég reyni að komast yfir kennslugögnin þín, né annarra.
En segðu mér Daníel, hvað hefur þú stundað endurhleðslu skotfæra lengi?

Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 10 March 2015 kl 11:49

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hleðsluréttindi

Daníel Sigurðsson.

Það sem ég er að furða mig á er skipulagsleysið sem augljóslega ríkir
þegar kemur að veitingu réttinda til endurhleðslu skotfæra.
Ég man ekki eftir nokkurri opinberi stofnun sem stendur að leyfisveitingu
til kennslu með þeim hætti sem embætti Ríkislögreglustjóra gerir í þessu tilfelli.
Það er þessi staðreynd sem stingur í augu.

Þú þarft ekki að óttast að ég reyni að komast yfir kennslugögnin þín, né annarra.
En segðu mér Daníel, hvað hefur þú stundað endurhleðslu skotfæra lengi?

Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 10 March 2015 kl 11:49

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Hleðsluréttindi

Magnús hefur svolítið til síns máls og reyndar Daníel einnig. Ég held að málið sé að það eru fáir sem stunda skotveiðar með rifflum og álíka fáir sem líta á það sem sport að skjóta úr byssu. Hvað eru til dæmis margir sem mæta á hvert mót, 5-10 manns? Úr þessum litla hópi sem eiga og nota riffla eru enn færri sem leggja stund á endurhleðslu. Ég held því að það sé ekki nokkur leið fyrir kennara að græða eitthvað á þessu. Í besta falli getur kennarinn fengið smá útrás fyrir þörf til að miðla í formi kennslu og einhvern aur uppí það. Á meðan ekki verða stórkostleg og endurtekin slys af völdum rangrar meðferðar efna og íhluta við endurhleðslu hlýtur löggjafinn að skoða málið þannig að nóg sé að gert.
Blessunarlega eru slys af völdum skotfæra fátíð, enn sem komið er.

Skrifað þann 10 March 2015 kl 14:41

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Hleðsluréttindi

Kerfið er skrýtið í þessu en svona eru reglurnar... Ef námskeiðsgjaldið er 15þ þá er samt tap af þessu, hvað þá þegar verið er að rukka 7-8þ fyrir námskeiðið.

Ég er ekki búinn að hlaða í mörg ár en skotin sem ég hef hlaðið eru samt komin yfir 20.000 stykki, held að það hafi meira að segja en að hafa hlaðið 10 skot á ári síðustu öldina.. Ég hleð að meðaltali 50-100 skot á viku allt árið svo ég held mér alltaf ferskum, safna nýjustu upplýsingum og nýjustu verkfærunum.

Eins og er þá er ég ekki að sækjast eftir neinum á námskeið hjá mér, en tek við þeim sem virkilega hafa áhuga á skotfimi og stunda reglulegar æfingar.

Mín námskeið snúast um að læra að ná hámarks nákvæmni úr þeim riffli sem til staðar er en ekki bara að læra að vigta púður og kúlusetja samkvæmt verksmiðjustöðlum.

Skrifað þann 10 March 2015 kl 18:13

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hleðsluréttindi

Ágætu Hlaðverjar C47 og 2014

Takk fyrir svörin.

Með bestu kveðjum,
Magnús

Skrifað þann 10 March 2015 kl 18:24
« Previous12Next »