Hreindýrakjöt...

GoldHunter!

Svör samtals: 41
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Hvernig eru menn að verðleggja hreindýrakjöt ef það er úrbeinað og vacumpakkað?

Einnig væri ég til í að vita hvað er best að gera í hreindýrahausum, hvernig er best að hreinsa kúpuna og hornin?

Trúlega eitthvað sem hefur verið spurt um áður..

kv. Hunterinn

Tags:
Skrifað þann 3 September 2014 kl 21:51
Sýnir 1 til 7 (Af 7)
6 Svör

LRS

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hreindýrakjöt...

Henda hausnum ofan í sjó og láta marflærnar éta af honum. Passaðu þig á að hafa hann nógu djúpt þannig að það fjari ekki undan honum.

Skrifað þann 5 September 2014 kl 13:38

zaxi69

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hreindýrakjöt...

Sæmileg belja er um 45 kg. Fastur kostnaður 80.000 + 40.000 = 120.000 kr. Gera má ráð fyrir 55 - 60% nýtingu = 26 kg eða 120.000 / 25 = 4.800 kr/kg.
Sæmilegur tarfur er um 90 kg. Fastur kostnaður 135.000 + 40.000 = 175.000 kr. Sama nýting eða 52 kg eða 175.000 / 52 = 3.400 kr/kg.
Svo á eftir að taka inn kostnað við að gera að dýrinu og geymsla í kæli.
Myndi skjóta á að meðalverð, án álagningar, væri milli 5.000 og 6.000 kr.
Sá í vor hreindýralæri til sölu í Kjötkompaní, Dalshrauni, á 17.500 kr/kg.
Vonandi hjálpar þetta þér eitthvað

Skrifað þann 8 September 2014 kl 8:38

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Hreindýrakjöt...

zaxi69 ég geri ráð fyrir þvi að þú búir á austurlandi og veiðir á heimaslóðum ?

síðast þegar ég fór á hreindýraveiðar var það talsvert dýrara, akstur austur og til baka var um 40.000kr gisting var 25.000kr, dýrið 135.000kr, leisögumaður með jeppa 50.000kr vinnsla í sláturhúsi 13.000kr, úrbeining og pökkun 25.000kr og svo kom allskonar smákostnaður eins og töfrateppið, skotprófið og allskonar smádót sem þurfti að kaupa fyrir ferðina.
Það fengust 42kg af kjöti af tarfinum svo meðalverð var á bilinu 6900-7500kr rftir því hvort maður taki smákostnaðin með í verðinu.

kjötið hefur verið selt á 3500kr kg af hakki, 5000kr kíló af gúllash og 12000kr kíló af steikum.

Skrifað þann 8 September 2014 kl 9:07

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Hreindýrakjöt...

Ja kostnaður er mismunandi hjá hverjum og einum. Ég er af malbikinu og slapp með innan við 200.000 þetta árið. En þess ber að geta að sexhjól var ekki notað og jeppann útveguðum við sjálfir. Leiðsögumaðurinn var 38.000 með töfrateppi. Úrbeining og pökkun önnuðumst við sjálfir og náðist þá 65% nýtring (Í raun enn betri nýting ef við tökum með að beinin voru nýtt í soð).
Við vorum þrír (allir náður skotprófinu í fyrstu tilraun þannig að kostn þar var bara 4500 + 5 skot + bensín á mann)
Við deildum bensín kostnaði, mat og gistingu í ferðinni
þar áður fór ég í lúxusferð og keypti alla þjónustu, þar var innifalið sexhjól, jeppi, úrbeining og pökkun. Kostnaðurinn skiptist á einn mann og mig minnir að þá hafi ég snarað út eitthvað innan við 400.000 og nýtingin úr vinnslunni var 48%.

Skrifað þann 8 September 2014 kl 12:58

GoldHunter!

Svör samtals: 41
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hreindýrakjöt...

Ég henti honum í sjóinn. Vissi af því en var að spá hvort það væri einhver önnur leið.

Við sluppum greinilega mjööög vel með okkar ferð. Borguðum í heildina 160 þúsund á mann. Inní því er Leiðsögumaður í 3 daga, olían austur, maturinn og svo beljan sjálf. Fengum fría gistingu.

Vorum með tvær beljur og náðist rúmlega 27kg af kjöti af hvorri og beinin fóru að sjálfsögðu í soð!;)

Skrifað þann 8 September 2014 kl 17:55

zaxi69

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hreindýrakjöt...

2014: Nei ég er ekki að austan, er frá Reykjavík. Ég var aðeins að taka fastan grunnkostnað við dýrið sjálft. Eins og þú bendir á þá getur hlaðist vel utan á þetta og það er líka misjafnt hvað menn draga inn sem kostnað. Ég horfi t.d. ekki á veiðiferðina sjálfan sem kostnað því það er eitthvað sem ég hef gaman af og reyni oft að taka aðra veiði inn með eins og heiðagæs. Ef ég tek allan kostnað inn þá erum við að tala um umtalsvert hærri tölur.
Sem dæmi þá kostaði ferðin mín núna, með öllum kostnaði:
- Leyfi fyrir belju: 80.000 kr.
- Skotpróf: 4.500 kr.
- Leiðsögumaður: 40.000 kr.
- Geymsla á dýri í kæli, fláning og vakúmpökkun á lifur, hjarta og tungu: 10.000 kr.
- Bensín, matur og annað: 100.000 kr. Vorum í viku en dýrið tókum við á einum degi.
Fórum með fellihýsi með okkur svo kostnaður við gistingu var lítill.
Gerði sjálfur að dýrinu heima og pakkaði öllu sjálfur í frysti.

Samtals kostnaður er því: 234.500 kr.
Ég fékk 26 kg af kjöti = 9.020 kr/kg meðalverð. Hér erum við bara að tala um verð án álagningar, þ.e. upp í útlagðan kostnað við ferðina.

Ég er samt ekki langt frá þeim kostnaðartölum sem þú nefnir en þá erum við líka að tala um að menn séu að selja þetta án álagningar, þ.e. aðeins upp í kostnað við að veiða dýrið.
Hreindýrakjöt er lúxus vara því kjötið er langt því frá að vera af ódýrari gerðinni smiling

Skrifað þann 9 September 2014 kl 8:10