Hvað einkennir góðan hreindýra veiðimann?

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Nú þegar umsóknaferlið fer að nálgast og spjallþræðir fyllast af spurningum um ágæti calibera til hreindýraveiði, hvaða kúlutegund, handhlaðið eða verksmiðjuskot. Hvort að hinar buxurnar séu betri eða verri en aðrar og svo framvegis, hvort Scarpa sé betri eða Meindl, langar mig til að vera fyrstur og byrja.
1) í fyrsta öðru og þriðja lagi, veiðimaðurinn þarf að hafa yfir meðallagi gott úthald og geta gengið í fjallgöngu 15-18km á dag í þjrá daga án þess að væla mikið. Sá sem getur þetta með eðlilegri yfirferð og án þess að vera þessi síðasti gaur sem alltaf tefur aðra, þá ertu í þokkalega góðum málum. Skokk eftir gangstéttum er ágæt æfing, fjallganga sem æfing fyrir fjallgöngu er ekki síðri æfing.
2) Blessað kaliberið skiptir engu ef þú kannt á ferilinn og byssan er lögleg
3) Blessað kaliberið skiptir mjög litlu ef þú kannt ekki á kúluferlinn
4) Skotprófið er ekki djók, það þarf að standast það, Taktu 100 skot í mismunandi vindi og þú neglir prófið blindandi. 100 skot er ekki nema 20.000 kall +- nokkrir bláir sem er lítið af heildarkostnaði pakkans en getur skipt sköpum þegar dýrið er komið í færi
5) Lærðu á kíkinn, yfirleitt er skrúfa sem hægt er að færa fram og til baka eftir færum. Ekki kynna þér málin á veiðslóð. Sjálfur er ég með plastaðan miða í vasanum sem segir mér klikkin.

Kannski er ofangreint common sense og fleira til en ég með mína takmörkuðu reynslu, aðeins fjórar ferðir þar af tvisvar með dýr hef séð þó nokkra klikka á einu eða fleiri af þessum atriðum.

Happy hunting

Tags:
Skrifað þann 20 January 2015 kl 14:25
Sýnir 1 til 4 (Af 4)
3 Svör

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Hvað einkennir góðan hreindýra veiðimann?

Það sem einkennir góðann veiðimann er skipulag og þjálfun, að vita hvað þarf að taka með sér og hvað þarf ekki, oft langar manni að taka allskonar dót með sér en oftar en ekki þá endar það dót á að koma til baka ónotað og því óþarfa burður.

Og ekki er nóg að taka dót með því það þarf að kunna á það líka, td. Gagnast áttaviti og gps ekki á nokkurn hátt ef viðkomandi kann ekki að nota þa ðog lesa úr kortum.

Svo er það vesenið með skotprófið, það er bara langt frá því að það sé nóg að standast prófið til að vera góður veiðimaður, maður verður að geta skotið á mismunandi færum og þá án þess þurfa að reikna út fall og telja klikk því ef dýr er sært þá þarf að vera hægt að taka skot strax til að fella dýrið og þá er færið venjulega orðið talsvert lengra en þegar dýrið var sært.

Best er að dreifa eplum á mismunandi færum frá 50-300m, sá sem hittir eplin án þess að þurfa að mæla fjarlægðina og telja klikkin mun hitta dýrið sama hvar það er statt innan 300m.

Svo er það fjöllin, að labba upp fjall með bakpoka og riffil er erfitt þó maður sé í góðu formi, það er nauðsynlegt að taka nokkra göngutúra uppá fjöll áður en farið er á veiði td. Esjuna en það er frekar auðveldur göngutúr, sá sem kemst ekki upp að steini á undir klukkutíma ætti ekki að fara á önnur svæði en 1 eða 2 í hreindýraveiði því önnur svæði eru þá of brött.
En virðing fyrir náttúrunni skiptir samt mestu máli, góður veiðimaður skilur við náttúruna í jafngóðu eða betra standi en áður en veiði hófst, tínið upp plastrusl sem þið sjáið og passið að skilja ekkert eftir sem þið tókuð með ykkur á veiðar

Skrifað þann 21 January 2015 kl 18:38

JP

Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hvað einkennir góðan hreindýra veiðimann?

Sælir, báðir tveir.
Eftirtektarverðir pistlar sem gaman er að lesa.
Takk fyrir þá.
Hefur ykkur ekki dottið í hug að skrifa undir nafni.

Kv, Jón Pálmason

Skrifað þann 21 January 2015 kl 22:39

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Hvað einkennir góðan hreindýra veiðimann?

Sæll Jón
Þetta er nú bara að verða leiðinda ávani hjá mér, barn síns tíma að skrifa undir dulnefni, Þó hef ég nafn hjá Skyttunum og á FB. En nei mér sýnist bæði Skyttuspjallið og þetta vera að lúta í gras fyrir Facebook þannig að þessu fer að verða sjálfhætt hér.

Skrifað þann 22 January 2015 kl 7:33