hvað er æskilegt að láta gæs hanga lengi úti eftir veiði?

birgirb

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

ég bý á akureyri og fór í gæs fyrir viku síðan og hún hangir enþá er í lagi með hana ?
það er búið að vera frekar kalt í veðri og næturfrost

Tags:
Skrifað þann 21 October 2013 kl 21:40
Sýnir 1 til 8 (Af 8)
7 Svör

dralli

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hvað er æskilegt að láta gæs hanga lengi úti eftir veiði?

já það er allt í lagi með hana, læt gæsirnar mínar hanga 6-8 daga (náttúrulega ekki svona lengi samt ef heitt er í veðri) en eins og hitastig er búið að vera á ak þá er þetta allt í lagi

Skrifað þann 21 October 2013 kl 22:03

Strummer

Svör samtals: 8
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hvað er æskilegt að láta gæs hanga lengi úti eftir veiði?

Það er langt síðan að ég hætti að láta fugl hanga. Ég læt hann kólna, verka hann svo og frysti. Áður en ég elda fuglinn læt ég hann standa í ísskápnum í nokkra daga.

Kveðja S.

Skrifað þann 21 October 2013 kl 22:29

dgs

Svör samtals: 236
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hvað er æskilegt að láta gæs hanga lengi úti eftir veiði?

MATVÍS mælir með að dagafjöldi x gráður sé ekki meira en 40.

t.d. 1°c = 40 dagar, 10°C = hámark 4 dagar.
En ég persónulega læt þær hanga 2-3 daga og geri svo að þeim og í frysti.
Geri svo svipað og Strummer þegar á að fara elda, leyfa þeim nokkra daga í ísskáp.

Skrifað þann 22 October 2013 kl 11:45

sma

Svör samtals: 9
Virk(ur) síðan: 1 February 2013

Re: hvað er æskilegt að láta gæs hanga lengi úti eftir veiði?

Sjálfur læt ég fuglinn helst ekki hanga í meira en einn dag. Ég vill ná innmatnum úr sem fyrst og koma í frysti eða hvað sem við á í það skipti, læt bringurnar svo bíða í ískápnum í nokkra daga áður en ég pakka í frysti.

Skrifað þann 22 October 2013 kl 21:29

titusxx

Svör samtals: 295
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hvað er æskilegt að láta gæs hanga lengi úti eftir veiði?

Ég held að þetta með að láta fuglin hanga hafi komið til útaf því að menn nentu ekki að ganaga frá bráðini beint eftir að þeir komu af veiðum smiling
Ég læt hana kólna og kem heni svo í frost beit eftir það

kv Hlynur

Skrifað þann 22 October 2013 kl 21:51

birgirb

Svör samtals: 10
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hvað er æskilegt að láta gæs hanga lengi úti eftir veiði?

Takk Fyrir góð svör félagar smiling

Skrifað þann 23 October 2013 kl 11:04

hanagal

Svör samtals: 64
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: hvað er æskilegt að láta gæs hanga lengi úti eftir veiði?

það tekur sólarhring fyrir dauðstirnun að klárast, þannig að ég myndi allavega láta hana hanga í sólarhring.

Hvað mig varðar þá læt ég hana ALLTAF hanga í 2 sólarhringa, þá ertu laus við pöddurnar í fiðrinu. Þær drepast á tveimur sólarhringum..

Skrifað þann 23 October 2013 kl 19:54