Hvaða cal ertu með og hvers vegna

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Jæja
Nú ætla ég að gera tilraun sem er sjálfsagt dauðadæmt en læt á hana reyna:
Gaman væri ef hægt væri að nota þráð eins og þennan til að heyra hvaða caliber menn nota og afhverju það frekar en annað.
Ekki væri leiðinlegt að heyra í mönnum sem nota önnur caliber heldur en þessi 7-10 sem eru algengust í hillum verslana í dag.
Þá myndi ekki spilla fyrir ef hægt væri að halda þessum þræði fyrir utan pissukeppni og ómaklegri gagnrýni á hvern annan.
Allavega, læt á þetta reyna.
Sjálfur er ég með .308 einfaldega vegna þess að það var í boði. Hefði sennilega valið 6,5x55 eða jafnvel 25-06 hefði það verið til. Langaði ekki í .270, fékk að prófa svoleiðis og finnst eins og það slái full mikið fyrir minn smekk.

Tags:
Skrifað þann 4 March 2015 kl 13:11
Sýnir 1 til 20 (Af 22)
21 Svör

IngviReynir

Svör samtals: 113
Virk(ur) síðan: 24 July 2012

Re: Hvaða cal ertu með og hvers vegna

308 alltaf langað í það
auðvelt að þrýfa
var með 2506
þegar maður er búinn að þrýfa 308 ertu rétt byrajður að þrýfa 2506

Skrifað þann 4 March 2015 kl 14:33

Konnari

Svör samtals: 146
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hvaða cal ertu með og hvers vegna

Ég nota eftirfarandi caliber:
22LR
223rem
25-06rem
260rem
30-06
300wm
338wm
9.3x62
458Lott

Allt mjög góð caliber að mínu mati, en sum henta betur en önnur í vissri veiði eðlilega.

Skrifað þann 4 March 2015 kl 14:51

toti sesar

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hvaða cal ertu með og hvers vegna

.22 lr. = æfing
.222 rem. = gæs
.25-06 rem = hreindýr
6.5x55 = hjörtur, rádýr
7mm rem mag= hjörtur, elgur, rádýr (lengri færi)
.30-06 spring. = hjörtur, elgur, rádýr

bara þau kaliber sem mér hefur langað í..

Skrifað þann 4 March 2015 kl 16:44

jon_m

Svör samtals: 82
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hvaða cal ertu með og hvers vegna

Ég er með 25-06 í hreindýrin og líkar vel, fyrir utan þrifin sem Ingvi talar um. Fékk mér þess vegna .308 með þungu hlaupi og alvöru sjónauka til að nota í æfingar og keppni. 25-06 varð fyrir valinu af því félagi minn var með riffil í sama caliberi og við vorum að samnýta hleðsluverkfæri, púður og kúlur.

Hef svo aðgang að .222 sem ég nota í gæs og .22LR sem ég notaði í mörg ár á rjúpuna, tek hann stundum með í dag ef gott er veður og nóg af fugli.

Er svo með 12GA á allt sem flýgur.

kveðja
Jón Magnús
http://www.facebook.com/hreindyr...

Skrifað þann 4 March 2015 kl 17:38

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Hvaða cal ertu með og hvers vegna

.308 í hreindýr, afþví að það er mjög nákvæmt og hlaupið dugar 8000 skot
dasher í aðra veiði og keppni á lengri færum, nákvæmasta 6mm long range kaliberið.
Ppc í keppni á styttri færum, nákvæmasta short range kaliberið
...22lr þegar ekki fást kúlur í hinar, odýrt...

Skrifað þann 4 March 2015 kl 19:20

hrammur

Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hvaða cal ertu með og hvers vegna

cal-17 HMR-22-243-6,5x47-6,5x55.

Skrifað þann 4 March 2015 kl 23:09

bjasi

Svör samtals: 36
Virk(ur) síðan: 9 October 2012

Re: Hvaða cal ertu með og hvers vegna

22-250: Keyptur til að nota á heiðagæs á tiltölulega löngum færum. Rebba líka, ef hann býður sig. Flatur kúluferill. Hef lent í kúluvandræðum, fæ ekki aftur það sem fór best í hann, þarf nú að finna nýja kúlu. Veit ekki hvort þetta er þekkt vandamál í öðrum kalíberum.
17 HMR: Svipuð pæling, flatur ferill, bara fyrir styttri færi. Skemmtilegt að hann hreyfist ekkert, maður sér í sjónaukanum hvað gerist við hinn endann.
22LR: Hann er til hjá mér, en bara notaður í pappa. Hef labbað með hann á rjúpu, en komst þá ekki í færi. Ef einhver ætlar í slíkt, þá gæti verið ráð að vera með einfót með sér. Á slíkt ekki sjálfur. Þó þú sjáir rjúpu standandi, þá er ekki víst að þú sjáir hana liggjandi. Að standa og skjóta á og hitta rjúpu er ekki mjög auðvelt.

Skrifað þann 5 March 2015 kl 14:50

svartljos

Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hvaða cal ertu með og hvers vegna

17HMR: Lítil reynsla kominn á hann hjá mér en ég reikna með því að prufa að veiða allt með honum.
22LR: Veiðar og pappaskytterí.
.223: Veiðar og pappaskytterí.

Ég hef notað 22-250, 6,5x55SE og .308 á veiðar líka.
Nagantinn er líka alltaf skemmtilegur á pappann smiling

Skrifað þann 7 March 2015 kl 1:40

Refaskyttan

Svör samtals: 42
Virk(ur) síðan: 10 August 2012

Re: Hvaða cal ertu með og hvers vegna

6mm-284
Hratt og flatt, var upphaflega 243win.
Búinn að fella um 150 tófur, 1 hreindýr, fáeinar gæsir, klettakindur, nokkra hrafna og svartbaka.

Skrifað þann 7 March 2015 kl 3:16

sindrisig

Svör samtals: 36
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hvaða cal ertu með og hvers vegna

Jahá. Maður sér ýmisleg fróðlegt af og til.

Heitir þetta klettakind eftir 1. nóv eða hvað?

kv
Sindri

Skrifað þann 8 March 2015 kl 0:33

Refaskyttan

Svör samtals: 42
Virk(ur) síðan: 10 August 2012

Re: Hvaða cal ertu með og hvers vegna

Það sem ég nefndi klettakind í innleggi mínu er sauðkind sem lendir í sjáfheldu og svelti í klettum.
Hreindýr kalla ég alla jafna hreindýr. Fyrir og eftir 1. nóvember.

Skrifað þann 13 March 2015 kl 14:04

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hvaða cal ertu með og hvers vegna

Brownib t-bolt og S&L 22 lr til æfinga, fínir í plikið.

Blaser R-93
6,5-284 Hnetar vel til veiða á flestu á íslandi, nákvæmt flatt.
300 wsm Verða ekki allir að eiga einn 30 cal. Uppáhalds við leiðsögn
9,3*62 Stuttur hugsaður í skothús og rekstrarveiði. Ljúfari en wsm og drepur vel.

50 cal remington sem veggskraut smiling

Svo er 11-87 og Browning Y/U sem haglarar.

Dugar held æeg á allt sem má í evrópu og einhvað víðar.
Er bara ekki mikill byssusafnari smiling
Seldi mikið frá mér fyrir ca 10 árum og vil hafa þetta einfalt.

E.Har

Skrifað þann 20 March 2015 kl 16:52

JGK

Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hvaða cal ertu með og hvers vegna

308
6.5x47
284 winchester
300 win mag
9.3x62

ef ég væri að byrja upp á nýtt, þá myndi ég sennilega fá mér 6mm br, 284 win og 9.3x62 og láta gott heita

Skrifað þann 22 March 2015 kl 16:12

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hvaða cal ertu með og hvers vegna

JGK ..... 6mm br, 284 win og 9.3x62 og láta gott heita + auðvitað einhvern 22 til æfinga.
get alveg verið sam,mála þessu skil vel 6 Br eða 6 XC og 9,3x62 En finnst þér hið gamla 284 win sniðugast í flokknum 6,5t il 7,64 mm frekar en einhvað yngra eins og wsm hylkin sem einhvað svona sprækara fyrir neðan 9,3?

E

Skrifað þann 27 March 2015 kl 14:22

sindrisig

Svör samtals: 36
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hvaða cal ertu með og hvers vegna

Sælir.

Ég er búinn að liggja yfir þessu aðeins og henti 7mm rem mag og tók í staðin 284 win. Þetta cal. í dag er ekki það sama og þú ert að spá í. Tight neck og allt annað dæmi, tekur 6,5x284 í nefið og 308 einnig.

kv.
Sindri

Skrifað þann 27 March 2015 kl 21:54

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Hvaða cal ertu með og hvers vegna

Gaman að sjá hvað menn hafa mikla trú á einhverjum kaliberum, það vinnur ekkert kaliber annað... Það er skyttan sem vinnur.

Góð skytta með .308 getur unnið lélega skyttu sama hvaða kaliber hún notar.

En nú fer maður að hallast meira og meira að ríkiskaliberunum, er með fullan skáp af sérsmíðuðum rifflum og það eru ekki fáanlegar kúlur í neinn þeirra.

Ef einhver á Berger 105 VLD target kúlur þá væri ég alveg til í að kaupa nokkur hundruð stykki.
einnig vantar mig .30 cal 115-125gr kúlur

Skrifað þann 28 March 2015 kl 9:00

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hvaða cal ertu með og hvers vegna

Sæll Daníel.

Já þetta er gamalt og nýtt vandamál..þetta með kúlurnar.
Þó er ástandið í dag verra en það var fyrir t.d. 30 árum síðan
að því leiti að þá gátu einstaklingar pantað kúlur að vild frá USA.
Sá heimur er horfinn, hvarf með World Trade Center turnunum.
Ég sé ekki betur en Skyttan.is sé að bjóða 6mm Berger VLD
kúlur. Að vísu hunting en eini munurinn á þeim og hinum er að
jacketið er þykkara á þessum veiðikúlum.
Svo sýnist mér að öðlingarnir í Hlaði lumi á 6mm Lapua Scenar L.
Þegar ég var að skjóta 6BR 1-8 twist (Shilen SM) prófaði ég Berger,
Sierra og Lapua 105 - 107 graina kúlur þessara framleiðanda.
Niðurstöður voru þær að Lapua kom best út, því næst Sierra og
Berger rak svo lestina. Þetta segir náttúrulega ekkert um gæði
kúlnana, heldur aðeins hverju þetta tiltekna Shilen hlaup vildi skjóta.
Þessi Lapua kúla sem ég skaut var ekki L heldur gamla gerðin.
Þeir sem ég skiptist á póstum við í USA eru allir á einu máli um að
L kúlan sé betri en gamla gerðin.
Vona að úr þessu ástandi rætist fljótt og örugglega.

.22 LR Alltaf átt einn slíkan. Ekki síst núna þegar strákurinn minn
sýnir loksins skotfimi áhuga.
.22 Hornet. Fyrsti riffillinn sem ég skaut af 5 ára gamall. Fortíðarþrá!
6BR til markskotfimi og standa vörð um æðarvarp og laxveiðiá.
6PPC til 100 -300m markskotfimi eingöngu.
.30 BR ætlað til score keppna. Áhuginn á þeirri grein ekki mikill
hjá mér svo ég ætla breyta honum í .308 eða .30 - 284 til að skjóta langt.

Þessi skemmtilegi þráður varð til þess að ég tók saman þau kalíber
sem ég hefi átt og notað gegnum tíðina:

.22 LR
.22 Magnum
.17 Javelina
.22 Hornet
.222 Remington
.219 Donaldson Wasp
.22 - 250 Remington
6mm Waldog
6mm Mousebird
6mm PPC
6mm BR
6mm Windbucker
.243 Winchester
6mm Remington
.257 Roberts
.25/06 Remington
6.5 x 57 Mauser
7 x 57 Mauser
.280 Remington
7mm Remington Magnum
.30 PPC
.30 BR
.308 Winchester
.30 - 06 Springfield
.300 Winchester Magnum
8mm Mauser JS

Þetta er búið að vera langur tími...57 ár...og margt búið að braska!


Mbk,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 29 March 2015 kl 16:07

Long Rifle

Svör samtals: 12
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hvaða cal ertu með og hvers vegna

Er 22 ekki upphaf og endir allra í skotfimi ?
LongRifle...

Skrifað þann 4 April 2015 kl 19:23

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Hvaða cal ertu með og hvers vegna

Ágæti félagi Long Rffle.

Ég held að þú hittir naglan á höfuðið...allt með stórum stöfum!!

Með bestu kveðjum til þín og allra þinna,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 4 April 2015 kl 19:39
« Previous12Next »