Þjóðlendumál!

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

http://obyggdanefnd.is/wp-content/uploads/2012/01/8B-Kr%C3%B6fur-r%C3%ADkis.pdf

Áhugavert og sumt nokkuð skrítið.
Vilja að Geitland verði þjóðlenda og hluti Kalmannstungu líka sem er sérstakt miðað við gamla eignardómsmálið!


EHar

Tags:
Skrifað þann 27 December 2013 kl 12:14
Sýnir 1 til 3 (Af 3)
2 Svör

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þjóðlendumál!

Þú þarft nú tæplega að hafa verulegar áhyggjur af þessu. Þetta eru kröfur fjármálaráðherra. Þegar þær hafa verið settar fram koma kröfur landeigenda og sveitarfélaga. Vitaskuld setja allir fram ítrustu kröfur, eða hefur þú einhvern tímann sett upphaflegt verð á bíl sem þú gerðir þér vonir um að fá þegar upp væri staðið? Þegar kröfur hafa komið fram fjallar Óbyggðanefnd um þær af skynsamlegu viti og kveður upp sinn úrskurð. Séu deilendur ekki sáttir við nefndarálitið kemur til kasta dómstóla, fyrst héraðsdóm og svo eftir atvikum hæstaréttar. -Reyndar minnir mig öll mál hafi farið fyrir hæstarétt-.
Þar með hefur verið kveðinn upp lokadómur í málunum og dugir ekkert kjaftæði meir enda veit ég að þessi málsmeðferð er vönduð. Hitt er vitaskuld annað mál að þeir sem missa spón úr aski sínum, sem skv. dómi hefur verið ranglega látinn þar, munu hafa hátt og tala um óbilgirni og ranglæti. Við því er ekkert að gera, alltaf munu verða til menn sem gína yfir stærri bita en þeir fá gleypt.

Skrifað þann 27 December 2013 kl 15:12

JP

Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Þjóðlendumál!

Sælir/ar.

Skemmtilega að orði komist hjá Þorvaldi og með dálitlum sannleiksbroddi.

Kv, Jón P.

Skrifað þann 27 December 2013 kl 20:51