Kærar kveðjur og ákall

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Um leið og mig langar að óska öllum gleðilegrar hátíðar og velfarnaðar á nýju ári lengar mig til að mynna á flugeldasölur björgunaraðilana okkar.
Þeir eru búnir að standa í ströngu nánst allan desember að aðstoða í alls konar útköllum og sæta nú harðri samkeppni í flugeldasölu.
Bestu kveðjur
ÞH

Tags:
Skrifað þann 26 December 2014 kl 22:21
Sýnir 1 til 6 (Af 6)
5 Svör

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Kærar kveðjur og ákall

Sæll Gisminn og gleðilega hátíð, Það verður ekki tekið frá björgunarsveitunum okkar að þær vinna óeigingjarnt og ómetanlegt starf ég hef stutt þær í þeim fjáröflunum sem þær hafa staðið fyrir og um áramót með kaupum á flugeldum en núna undanfarin ár hefur mér fundist Landsbjörg vera að klikka svolítið illilega. Forsvarsmenn Landsbjargar hafa árvist komið fram og úttalað sig um það hversu mikilvægt það sé þeim að við verslum við þá flugelda því flugeldasala sé þeirra langstærsta fjáröflun sem er sjálfsagt rétt. Það eru aðilar í dag sem hafa séð tækifæri á þessum markaði sem eru að selja góða flugelda á mjög góðu verði það verður auðvitað erfitt að bera saman flugelda en verðmunurinn er orðinn ALLTOF mikill til að líta framhjá honum björgunarsveitunum í óhag hvað verðlagningu varðar sem ég held að þíði bara eitt að Landsbjörg sé að tapa markaði og fjármunum. Ég vil að Landsbjörg eigi þennan markað eins og hann leggur sig, ég vil sjá Landsbjörgu mæta samkeppnisaðilum í flugeldasölu af fullri hörku með því að vera á samkeppnis hæfu verði því þá munu þeir fá markaðin allann eins og hann leggur sig. Kv Vagn Ingólfsson

Skrifað þann 27 December 2014 kl 6:44

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Kærar kveðjur og ákall

Ég skil aleg sjónarmiðið en verðmunurinn er hugsaður sem styrkurinn til sveitana en ekki gróðastarsemi.
Það er ekkert mál fyrir þessa aðila að hafa álagninguna þannig að hún skili bara 3-5 miljónum í vasann og þeir ánægðir.Enda þurfa þeir ekki að sækja einn eða neinn eða leita.

Með þeirra álagningu og eiga alla kökuna er ég ekki viss um að björgunarsveitir næðu að fjármagna viðhald á björgunartækjunum sýnum eða að æfa björgun jafnframt því að ætla að bjarga einhverju því miður.
Svo þar sem björgunarsveitir fá feldan niður virðisaukaskatt af eldsneyti og björgunartækjum er ég ekki viss um að við mættum fara í samkepni við flugeldasöluaðilana og við yrðum bara kærðir fyrir markaðsmisnotkun eða slíkt. Ég veit það samt ekki hef ekkert fyrir mér í þessum markaðsfræðum en bara hugleiðing með það.
En eins og upphafið sagði þá treystum við á þjóðina til að versla af okkur svo við getum sint okkar parti sem er að aðstoða þegar eitthvað er að og þakka þér og öðrum fyrir stuðningin á liðnum árum .
Kveðja
ÞH

Skrifað þann 27 December 2014 kl 12:37

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Kærar kveðjur og ákall

Sæll aftur Gisminn og takk fyrir gott svar. Þú segir að verðmunurinn sé hugsaður sem styrkur en ekki gróði og að það séu aðrir aðilar að taka útúr þessu hreinan gróða án þess að leggja neitt af mörkum þá erum við held ég öll sammála, við viljum að þessi flugeldamarkaður sé allur hjá Landsbjörg. Ég er ekki að tala um að allir eigi að eiga kökuna Landsbjörg á að sitja ein að henni, Landsbjörg er einfaldlega lang stærst á þessum markaði og þar hlítur að gilda sama lögmálið og í annari verslun þeir hljóta að vera með hagstæðustu innkaupin á flugeldum og eiga einfaldlega að sprengja aðra af þessum markaði með sangjarnri verðlagningu á sínum flugeldum. Þó að björgunarsveitirnar fái niðurfeldan virðisauka af eldsneiti og björgunartækjum þá sé ég ekkert réttlæti í því að með því meigi þeir ekki fara í samkeppni á flugeldamarkaði ( En ég tók eftir að þú talaðir um þetta með virðisaukann sem getgátu ) Gæti hugsast að málið sé bara svolítið öðruvísi vaxið að þetta sé orðið allt of þægilegt hjá Landsbjörg þegar kemur að sölu flugelda. LJÚFA LEIÐIN ég vil sjá Landsbjörg mæta harðri samkeppni með öðruvísi markaðssetningu með lækka á verði flugelda sem mundi þíða að þeir ættu kökuna einir og samfara því meiri sala, meiri innkoma, öflugri björgunarsveitir. Kv Vagn Ingólfsson

Skrifað þann 27 December 2014 kl 13:24

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Kærar kveðjur og ákall

Sæll þú miskildir mig kannski aðeins ég á við að þar sem við fáum virðisaukan feldan niður er þetta talinn ríkis styrkur og þá meigum við mögulega ekki fara í opnbera samkepni það er það sem ég veit ekki hvernig er túlkað.
Og að vera værukær held ég ekki.
Og svo ég tali um mitt félag hefur komið upp að félagar hafa gengist í ábirgð fyrir sveitina vegna lána til að klára árið vegna fjölda útkalla . Sloppið síðustu ár eftir að við sameinuðumst annari sveit.
Við erum með kjöl norðanmegin t.d og höfum farið í tuga útkalla þar í ár.
Veski sveitarinnar fer oftast að svitna mánaðarmótin sep/okt

Skrifað þann 27 December 2014 kl 13:41

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Kærar kveðjur og ákall

auðvitað eiga allir að styrkja björgunarsveitirnar, en ég skil líka sjónarmið þeirra sem það gera ekki, þe. að kaupa hjá hinum og fá mun meira fyrir peninginn, ekki allir tilbúnir að eyða 20þ og fá nokkrar ýlur og blys þegar sami peningur gefur þeim stórar tertur og raketur hjá sjálfstæðu söluaðilunum.

verðum að muna það að þó björgunarsveitirnar vinna frábært starf og bjargi hundruðum manna á ári þá eru samt yfir 300.000 manns hér á landi og sennilega yfir 250.000 þeirra hafa aldrei þurft á hjálp björgunarsveitanna að halda og sjá ekki þörfina á að styrkja sveitirnar.

Skrifað þann 27 December 2014 kl 14:03