Takið þátt í skoðunarkönnun - Tillaga að breyttu úthlutunarkerfi fyrir hreindýraleyfi

Artec

Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Kæru hreindýraveiðimenn

Einn liður í stefnu SKOTVÍS í málefnum skotveiðimanna er að hafa áhrif á hvernig úthlutun hreindýraleyfa verði háttað í framtíðinni. Hátt hlutfall endurúthlutunar bendir til þess að núverandi kerfi sé á margan hátt gallað og skapi óskilvirkni sem hægt væri að koma í veg fyrir. Nýjar tillögur myndu miða að því að draga úr þörfinni á endurúthlutun auk þess að ná fram sanngjarnari úthlutunarreglum.

Svæðisráð SKOTVÍS á norðvesturlandi hefur á undanförnum mánuðum unnið að tillögum til úrbóta sem áætlað er að verði sendar Umhverfsistofnun með haustinu. Áður en til þess kemur, mun SKOTVÍS senda út skoðunarkönnum meðal þeirra sem eru skráðir á póstlista félagsins og biðja um álit og ábendingar til úrbóta Sem mun svo auðvelda og leiðbeina svæðisráði SKOTV'IS á norðvesturlandi að fullmóta sínar tillögur.

Til að fá tillögurnar og spurningarlilstann, þarf að skrá sig á póstlista SKOTVÍS (www.skotvis.is) fyrir 18. ágúst 2013, þ.a. hann berist ykkur. Ekki er gerð krafa um að þeir sem taki þátt í könnuninni séu félagsmenn, en SKOTVÍS leggur mikla áherslu á að sem flestir skotveiðimenn komi að því að móta framtíð skotveiða.

Vonumst til að sem flestir sjái sér fært að koma sínum sjónarmiðum á framfæri með þessum hætti.

Fyrir hönd SKOTVÍS og svæðisráð SKOTVÍS á norðvesturlandi
Indriði R. Grétarsson

Tags:
Skrifað þann 15 August 2013 kl 20:35
Sýnir 1 til 1 (Af 1)
0 Svör