Kort landsnets

jónsson7

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Hversu mikið er að marka landamerkingar á korti Landsnets á loftmyndir.is?

Það sem er merkt afrétt á því korti, stenst það?

Mbk.

http://www.loftmyndir.is/k/kortasja.asp?client=landsn&zoom=6&lat=42...

Tags:
Skrifað þann 22 October 2012 kl 21:56
Sýnir 1 til 6 (Af 6)
5 Svör

Eiðuraev

Svör samtals: 36
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Kort landsnets

Ég hafði samband við Jarðanefnd fjármálaráðuneitisins
þar var mér tjáð að það væri ekki mikið að marka jarðamörk á þessum vef
mikið af þessu er eldgamallt og ekki uppfært

Skrifað þann 24 October 2012 kl 18:41

jónsson7

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Kort landsnets

Ok. Takk fyrir svörin. Er einhverstaðar aðgangur að betra korti með jarðamörkum?

Mbk.

Skrifað þann 24 October 2012 kl 22:12

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Kort landsnets

Reyndar held ég að þetta kort sé býsna gott. Þar sem ég þekki til er það bara nákvæmt. Athugaðu að ef merkjalínur fylgja augljósum kennileitum í landslagi, s.s. ám, eða eru bein lína milli áberandi hæða eða fjalla eru þau mjög sennilega nokkuð rétt. Auðvitað getur svona kort ekki tekið á ágreiningi um landamerki, en hann er til allrar hamingju fátíður og yfirleitt bara spurning um fáein hundruð metra í versta falli. Og landamerki breytast ekki frá degi til dags, sæmileg sátt hefur ríkt á Íslandi um þau í meira en hundrað ár. Ágreiningur nú stafar yfirleitt af því að einhver er búinn að gleyma örnefnum og ný kynslóð man ekki hvar td. sléttiskalli eða fremstagil er.

Skrifað þann 24 October 2012 kl 22:29

Eiðuraev

Svör samtals: 36
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Kort landsnets

sammála þér valdur

þó að mér hafi verið sagt að það sé ekkert að marka þetta þá er þetta samt það besta sem að við höfum í dag

Skrifað þann 24 October 2012 kl 22:31

nielsen

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 27 August 2012

Re: Kort landsnets

hér er líka hægt að skoða þá landshluta sem búið er að dæma um
http://obyggdanefnd.is/urskurdir/...

Skrifað þann 24 October 2012 kl 23:48