Kral?

85

Svör samtals: 17
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sælir félagar,

Hvað segið þið mér af Kral haglabyssum, er þetta eitthvað sem vert er að skoða?

Ég ætla að kaupa mér ódýra haglabyssu fyrir haustvertíðina í slarkið og var bent á þessar byssur. Hafa einhverjir reynslu af þeim hér eða öðrum sem geta ráðlagt mér varðandi þetta.

Þá víkur að öðru en ég get ekki gert upp við mig hvort ég eigi að fá mér tvíhleypu eða hálfsjálfvirka, þið gætuð kannski varpað einhverju ljósi á það hvort væri betra (kostir/gallar).

Með fyrirfram þökk,

85

Tags:
Skrifað þann 4 August 2012 kl 10:58
Sýnir 1 til 5 (Af 5)
4 Svör

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Kral?

fyrir slarkveiði. svartfugl og svoleiðis þá myndi ég bara taka ódýra pumpu eins og Mosberg Maverick eða þessháttar.. ca 40þ.

auðvelt að rífa í sundur og þrífa og virkar mjög vel,

fyrir svo lítinn pening þá hefur maður ekki áhyggjur af því hvaða drulla fer á byssuna í veiði, maður skellir henni bara í næsta læk og skolar hana, heldur svo áfram að veiða ;)

Skrifað þann 4 August 2012 kl 12:41

aflabrestur

Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Kral?

Sæll.
Nú þekki ég svo sem ekki Kral persónulega en mín skoðun er að sneiða hjá öllu sem er framleitt í Tyrklandi. Ef ég væri að horfa eftir ódýrri byssu nýrri mundi ég fara í Baikal eða Toz þær einfaldlega bila ekki, eða þá eh. notað þekkt merki. Tvíhleypa, pumpa það verður þú sjálfur að ákveða hvað hentar þér.
Ég tækji sennilegast auto
kv.
Jón Kristjánss

Skrifað þann 4 August 2012 kl 13:08

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Kral?

Þó það sé nokkuð síðan þú spurðir ætla ég að henda úr mínum viskubrunni ef ske kynni að þú fylgist enn með þræðinum.
Í fyrsta lagi, 1/2 sjálfvirk eða tvíhleypa. Ég er með hálfsjálfvirkar. kosturinn er að þær taka fleiri skot, nýtist helst á gæsaveiðum og jafnvel svartfugli. Einnig eru 1/2 sjálfvirkar orðnar mjög léttar alveg niður undir 3kg. Hins vegar hefur tvíhleypan þann ótvíræða kost að það er hægt að vera með mismunandi þrengingar í hlaupunum (allavega flestum þeirra) og það sem meira er, þú getur verið með mismunandi skotgerðir líka. Það er líka fátt í þeim sem klikkar á ögurstundu.
Að blanda saman skotum í 1/2 sjálfvirkum fer alltaf í rugl hjá mér þegar til lengdar lætur.
Kral þekki ég ekki mjög vel en tek undir með þeim sem hafa skrifað hér að ofan. Þrautreyndar byssur eins og t.d. Baikal eða Rem 870 eru byssur sem ég tæki frekar en Kral. Ekki það að Kral nýtist ekki í sitt verk. Ég persónulega hef hins vegar nokkra reynsli af Baikal og Remington 870, Í stuttu máli, byssur sem klikka ekki og ef þú lendir í vandræðum með þrif eða að setja saman aftur þá er hellingur leiðbeiningum á youtube svo ekki sé minnst á að margir á þessu spjalli þekkja þessar byssur vel.
Vonandi hjálpar þetta eitthvað nú eða veldur meirir höfuðverk shades

Skrifað þann 12 August 2012 kl 12:59

85

Svör samtals: 17
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Kral?

Þakka ykkur kærlega fyrir góð svör félagar,

Sérstökum þökkum vil ég beina til Silfurrefsins sem mér heyrist vita hvað hann syngur. Ég held ég sé kominn á þá skoðun að kaupa frekar einhverja notaða hálfsjálfvirka af ,,betri sortinni" frekar en að setja peninginn í ódýra nýja. Vissulega hefur tvíhleypan sína kosti en ég held að hálfsjálfvirka sé betri alhliða kostur eins og refurinn benti hér á.

Enn og aftur kann ég ykkur bestu þakkir, gott að hafa reynda menn hér á vefnum sem taka sér tíma í að leiðbeina okkur grænjöxlunum.

Svo telur maður bara niður í gæsina smiling

Skrifað þann 12 August 2012 kl 18:18