langar á önd hvar má skjóta nálægt höfuðborgini eða suðurnesjum

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: langar á önd hvar má skjóta nálægt höfuðborgini eða suðurnesjum

„Fuglaveiði innan fólkvangs, einkum á rjúpu, verði friðun aflétt“
Þetta þýðir á mannamáli að í fólkvanginum er veiði bönnuð og til að það breytist verður að aflétta veiðibanninu. Um þetta þarf ekki að deila.
„ert kominn inn í aðra sýslu sem heitir ölfus...“
Fróðlegt væri að vita hvar sýslan Ölfus er. Hana er fremur erfitt að finna á kortinu mínu. Á Reykjanesskaga er Gullbringusýsla og austan hennar hefst svo Árnessýsla skv. því. Sennilega er kortið mitt gamalt og úrelt.

Skrifað þann 26 September 2012 kl 22:48

Baldvin

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: langar á önd hvar má skjóta nálægt höfuðborgini eða suðurnesjum

Má ekki alveg eins skilja þetta sem svo að fuglaveiði sé leyfð í fólkvanginum, en helsta bráðin sem þar sé að hafa sé rjúpan, sem auðvitað er friðuð þarna þangað til ákvörðun verður tekin um annað?

Ég hef aldrei heyrt talað um staðbundna friðun á Reykjanesinu á öðrum fuglum en rjúpu.

Skrifað þann 27 September 2012 kl 2:20

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: langar á önd hvar má skjóta nálægt höfuðborgini eða suðurnesjum

Hafðu það eins og þú vilt labbi, ég nenni ekki að rífast á netinu, hef allt of mikið að gera til að eyða tímanum í svoleiðis vileysu.

Ég veit það sem ég veit og þú vonandi veist það sem þú veist... Að það passi ekki saman verður að vera þitt vandamál því það sem ég veit skapar mér engin vandamál ;)

Búinn að stunda veiðar þarna næstum síðan ásatrú var ríkistrú hérna...

Ef þið skoðið landamerki sveitafélaga á kortinu þá sést að meirihluti fólkvangsins er í vatnsleysustrandahreppi, þar er öll meðferð skotvopna bönnuð nema hjá skráðum refaskyttum.
Svipaðar reglur eru í Grindavík og Hafnarfirði...

Skrifað þann 27 September 2012 kl 8:19

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: langar á önd hvar má skjóta nálægt höfuðborgini eða suðurnesjum

Nei, Baldvin, það er ekki réttur skilningur að fuglaveiðar séu leyfðar að öðru leyti en á rjúpu.
Skv. almennum reglum um kommusetningu skal setja kommur utan um innskot í setningar sem eru þess eðlis að þeim má sleppa án þess að merking raskist að öðru leyti. Væri nú orðunum „..., einkum rjúpu,..“ sleppt hljómaði setningin svo: „Fuglaveiði innan fólkvangs verði friðun aflétt...“ Samkvæmt orðanna hljóðan, og almennum skilningi á mæltu máli, þýðir þetta að til að fuglaveiðar innan Reykjanessfólkvangs verði heimilar verður að aflétta friðun.
En vitaskuld gilda friðunarreglur um Reykjanessfólkvang aðeins um Reykjanessfólkvang. Hvað bændur og landeigendur gera á sínum einka og heimalöndum kemur ekki þessu máli við. Hins vegar er líka ljóst að hver sem er getur ekki farið og skotið sér til ánægju og yndisauka á einkalandi.

Skrifað þann 27 September 2012 kl 9:34

labbinn

Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: langar á önd hvar má skjóta nálægt höfuðborgini eða suðurnesjum

.

Skrifað þann 27 September 2012 kl 18:55

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: langar á önd hvar má skjóta nálægt höfuðborgini eða suðurnesjum

sveitafélög geta sett umgengnisreglur um sitt land án þess að það sé skráð sem lögreglusamþykkt.

prófið bara að hringja í vatnsleysustrandarhrepp og spyrjið hvort þið megið fara á andaveiðar við Kleifarvatn...

Skrifað þann 27 September 2012 kl 19:14

labbinn

Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: langar á önd hvar má skjóta nálægt höfuðborgini eða suðurnesjum

.

Skrifað þann 27 September 2012 kl 20:13

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: langar á önd hvar má skjóta nálægt höfuðborgini eða suðurnesjum

Kleifarvatn er nánast allt innan merkja Vatnsleysustrandarhrepps, það er lítið horn af vatninu innan merkja Grindarvíkur.

og þú mátt sitja í vegkantinum og skjóta svo lengi sem bíllinn er 250m frá þér.

og Kleifarvatn er talsvert lengra en 250m þar sem það er um 1 ferkílómetri

Skrifað þann 27 September 2012 kl 22:06

Winchesterinn

Svör samtals: 22
Virk(ur) síðan: 26 September 2012

Re: langar á önd hvar má skjóta nálægt höfuðborgini eða suðurnesjum

Labbinn geturu þá ekki nefnt e-H svæði sem má skjóta á, í nágrenninu .... Held að þessi þráður snúist um það???

Skrifað þann 27 September 2012 kl 22:28

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: langar á önd hvar má skjóta nálægt höfuðborgini eða suðurnesjum

held að labbinn viti bara ekki neitt um neitt á þessu svæði, hann er hér bara til að tuða og skapa illindi... tekst bara ekki hjá honum í þetta sinn ;)

Skrifað þann 27 September 2012 kl 22:40

barri

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: langar á önd hvar má skjóta nálægt höfuðborgini eða suðurnesjum

Landið í kringum Hlíðarvatn er í einkaeigu að mestu leiti í landi Vogsósa og því hæpið að þar geti hver sem er "skotið eins og maður vill" Mér finnst að menn ættu að fara varlega í að beina mönnum á svæði sem þeir þekkja ekki sjálfir.'

Skrifað þann 28 September 2012 kl 8:24

Winchesterinn

Svör samtals: 22
Virk(ur) síðan: 26 September 2012

Re: langar á önd hvar má skjóta nálægt höfuðborgini eða suðurnesjum

En getur e-H nefnt fjöru sem tilheyrir almenningi ? Sm maður getur æft sig á máfa eða þessháttar?

Skrifað þann 28 September 2012 kl 13:52

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: langar á önd hvar má skjóta nálægt höfuðborgini eða suðurnesjum

Þér er alveg óhætt að slá því föstu að allar fjörur á Íslandi eru í einkaeigu eða friðaðar.
Svo æfa veiðimenn sig ekki með því að skjóta lifandi dýr.

Skrifað þann 28 September 2012 kl 14:03

labbinn

Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: langar á önd hvar má skjóta nálægt höfuðborgini eða suðurnesjum

.

Skrifað þann 28 September 2012 kl 16:35

padrone

Svör samtals: 52
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: langar á önd hvar má skjóta nálægt höfuðborgini eða suðurnesjum

Þessi þráður er löngu kominn út fyrir alla heilbrigða skynsemi og ætti enginn að taka þetta tuk fyrirmyndar.

Þú félagi sem er ert nýbyrjaður í þessu sporti eins og margir aðrir ættir að leita að svona upplýsingum annarstaðar en þar sem er rifist um þetta.

Að því sem ég best veit þá eru allar strandir við Ísland í einkaeigu þannig að um að gera að spurja landeigendur hvort þú megir veiða á landinu hans. Kostar kannski 5000 krónur + bensín að finna eitthvað en það er mun heilbrigðara en þetta bull sem hefur komið hér á undan að undanskyldu því að leita til landeigenda, sveitarfélaga, lögreglu eða bara UST eða veiðikortasjóðs.

Það tók mig ekki nema 1 klst að hringja á bæi til að finna staði til að stráfella múkka ef mér sýndist.
30 mín að fá góðar ábendingar um rjúpnalönd.

Mæli ekki með að hlusta á þetta bull, sem er skemmandi fyrir áhugasama nýliða.
Og mundu, þú einn berð ábyrgðina að veiða á stað sem þú mátt veiða á. Þýðir ekkert að segja, ég vissi það ekki eða ég hélt að þetta væri í lagi.

Skrifað þann 28 September 2012 kl 17:13

steini38

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: langar á önd hvar má skjóta nálægt höfuðborgini eða suðurnesjum

það virðist eins og engin viti neitt hér hvar má almeningur skjóta og hvar ekki

Skrifað þann 29 September 2012 kl 9:42

Euroshopper

Svör samtals: 45
Virk(ur) síðan: 26 September 2012

Re: langar á önd hvar má skjóta nálægt höfuðborgini eða suðurnesjum

Menn vilja bara ekki gefa upp veiðistaði á Reykjanesi því það eru ekki margir staðir sem hægt er að veiða á í friði vegna þess að umferð manna er mikil á svæðinu. Svo eru menn líka sjaldnast með leyfi til að veiða á þessum stöðum.
Ef maður myndi gefa eitthvað upp á opnum vef um veiðistaði á Reykjanesi þá væri friðurinn úti.

Skrifað þann 29 September 2012 kl 9:56

Njáll

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: langar á önd hvar má skjóta nálægt höfuðborgini eða suðurnesjum

Já það er ekkert að marka vitleisuna sem hér er búið að skrifa og þá allra síst það sem 30 ára reynsla byssur info um hvar megi veiða og hvar ekki og landamerki.
byssur info skrifar
"Þegar þú ert kominn austurfyrir krísuvík á suðurstrandarvegi þá ertu kominn útfyrir friðað svæði, þar getur þú skotið eins og þú vil"
Ef ekinn er afleggjarinn frá Krísuvík niður að suðurstrandavegi, þá er maður að keyra í landi Hafnrafjaðar svo kemur maður niður á suðurstranda veginn og fer til vinstri (austur) er maður þá enn í landi Hafnarfjarðar í smá tíma en svo kemur Grindavíkur land að sýslumörkum, Þar tekur Herdísarvíkin við sem er skráð FRIÐLAND og svo Vogsósar og Hlíðarvatnssvæðið allt land í einkaeigu eða leigujarðir. Veit ekki til þess að það megi skjóta á neinu þessara svæða, nema þá með leyfi landareiganda. Og þetta var ekkert að breytast á síðustu árum.
Og enn ein vitleisan úr þessum fáfræði brunni.
Byssur info skrifar
Kleifarvatn er nánast allt innan merkja Vatnsleysustrandarhrepps, það er lítið horn af vatninu innan merkja Grindarvíkur.
Þetta litla horn sem maðurinn er að tala um er í eigu Hafnarfjarðar og nær allveg niður að Krísuvíkurbergi og er jafnframt fjárhólf hjá þeim, Kleifarvatnið sjálft var í eigu Grindavíkurbæjar en var selt til Hafnarfjarðar en bara vatnið allt landið umhverfis vatnið er í eigu Grindavíkur nema þessi litli blettur sem Hafnarfjörður á.
hægt að sjá þetta á þessari síðuhttp://www.loftmyndir.is/k/kortasja.asp?client=landsn... allavegana landamörk sveitarfélaga merkt með grárri punkta og strika línu.
Svo að lokum bið ég alla nýliða í sportinu að taka öllum upplýsingum frá Byssur Info með varúð þó að þarna sé 30 ára reynsla að baki BLA BLA BLA sjáið það sjálfir hvað hún er góð.

Njáll Jónsson
240 Grindavík

Skrifað þann 29 September 2012 kl 10:04

labbinn

Svör samtals: 71
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: langar á önd hvar má skjóta nálægt höfuðborgini eða suðurnesjum

þetta er að mestu leiti rétt hjá þér Njáll svo ef þú ferð lengra en vatnið þar er sörli með svæði fyrir hestana sína þeir legja það af hafnarfjarðarbæ
ekki bara vatnið en en segðu mér eitt í landi grindarvíkur er meðferð skotvopna bönnuð þar hef heyrt það? en fékk hvergi upplýsingar um það fyrir slatta af árum síðan ?

Skrifað þann 29 September 2012 kl 10:52

Njáll

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: langar á önd hvar má skjóta nálægt höfuðborgini eða suðurnesjum

Sæll labbi
Veit vel að þetta er ekki bara vatnið var að reyna að skýra þetta hér að ofan en best sést þetta með kortasjánni, Hafnarfjörður á endann sem hestarnir eru við vatnið og er þetta svona ræma sem víkkar svo alla leið niður á Krísuvíkurberg. Með veiðar í Grindavík gildir sama og annars tala við landareiganda held að það sé best fynnur þá inná óbyggðanefnd.is. Svo annað það er þessi Reykjanesfólksvangur það svæði er voðalega loðið allt saman og hreinlega spurning hvort hann sé löglega til ????

Skrifað þann 29 September 2012 kl 11:39