Álit á rifflum. Savage 93R17 ofl.

Winchesterinn

Svör samtals: 22
Virk(ur) síðan: 26 September 2012

http://www.veidimadurinn.is/Default.aspx?mflID=40&flID=44&tflId=4&modID=1&id=42&vID=778

Langaði að fá álit ykkar hlaðverja um þennan riffil. Er í alvarlegum pælingum á kaupum á mínum firsta riffli þessi stendur uppúr eftir töluverða leit. Hef heyrt að 17hmr sé skemmtilegra (nákvæmara og langdregnara) en 22. Skotinn þarf af leiðandi dýrari..

Annars hef ég líka íhugað þessa

http://www.ellingsen.is/verslun/vorur/flokkur/8320/vara/90068...

http://www.ellingsen.is/verslun/vorur/flokkur/8320/vara/90069...

Tags:
Skrifað þann 27 November 2012 kl 12:30
Sýnir 1 til 14 (Af 14)
13 Svör

skepnan

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Álit á rifflum. Savage 93R17 ofl.

Sæll, 17 HMR er betra kalíber til veiða en 22 en það er líka háværara og dýrara. Maður finnur ekkert fyrir því að æfa sig með nokkrum pökkum af 22 en það tekur aðeins meira í budduna með 17HMR. Aðalmálið er auðvitað að þú æfir sem mest við alskonar aðstæður.
Hvað Savage áhrærir, þá eru menn almennt ánægðir með þá.

Kveðja Keli

Skrifað þann 27 November 2012 kl 13:06

Winchesterinn

Svör samtals: 22
Virk(ur) síðan: 26 September 2012

Re: Álit á rifflum. Savage 93R17 ofl.

Er hægt að nota 22. Skot i 17 hmr riffil sumsé?

Skrifað þann 27 November 2012 kl 13:16

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Álit á rifflum. Savage 93R17 ofl.

Sæll Win.

Varla sérð munin á skotunum hér t.d....
http://www.ellingsen.is/verslun/vorur/flokkur/8326/vara/84215...
http://www.ellingsen.is/verslun/vorur/flokkur/8326/vara/40371...

Tæki nú frekar Savage ef ég ætti að velja.


bs.

Skrifað þann 27 November 2012 kl 14:31

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Álit á rifflum. Savage 93R17 ofl.

Sem byrjandi í skotfimi fáðu þér .22lr.
Skráðu þig í skotfélag, helst með inni aðstöðu.
Á höfuðborgarsvæðinu er það SR í Egilshöll og skotfélag Kópavogs í Digranesskóla.

Þá getur þú verið að æfa þig óháð veðri og hefur fullt af klárum körlum og konum í kringum þig tilbúin að aðstoða og leiðbeina.

Nánast allir sem kaupa eitthvað annað en .22lr sem fyrstu byssu hætta að nota hana þegar þei fá B leyfið.
.22lr er alltaf brúkleg til æfinga og veiða og kostar klink í notkun.

Skrifað þann 27 November 2012 kl 15:11

poipoi

Svör samtals: 78
Virk(ur) síðan: 20 August 2012

Re: Álit á rifflum. Savage 93R17 ofl.

Ein spurning.
Er leyfilegt að skjóta úr .17hmr innanhúss? þeas uppí Egilshöll?

Skrifað þann 27 November 2012 kl 15:41

IngviReynir

Svör samtals: 113
Virk(ur) síðan: 24 July 2012

Re: Álit á rifflum. Savage 93R17 ofl.

nei það má ekki skjóta úr 17 HMR innan hús sad

Skrifað þann 27 November 2012 kl 16:15

Sveinn 6,5x55

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Álit á rifflum. Savage 93R17 ofl.

.22LR ekki spurning
CZ er þar góður og nákvæmur kostur

Skrifað þann 27 November 2012 kl 18:40

Benni

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Álit á rifflum. Savage 93R17 ofl.

"Er hægt að nota 22. Skot i 17 hmr riffil sumsé?"

Nei þú myndir í besta falli eiðileggja riffilinn!
Aldrei nota skot í riffil sem hann er ekki merktur fyrir, það hafa margir tapað fingrum, augum eða lífinu við það.

Skrifað þann 27 November 2012 kl 22:17

plaffmundur

Svör samtals: 180
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Álit á rifflum. Savage 93R17 ofl.

Ef þú ert með 17HMR,þá notar þú bara skot fyrir 17HMR....ekkert annað. Varðandi skotfélagsreglurnar,þá er bannað að nota 17HMR innandyra,en þú getur æft þig vitlausan uppí SR,þeir eru með fínt riffilhús þar og góða aðstöðu og þar geturðu rambað á nokkra sem vita mikið um rifflafræðina. Svo að ég komi einu að ennþá,þá er ég að selja savage17HMR. Hann er með kíki,tvífæti og skjóðan fylgir með. Fínn rifill,er bara ekki í þeirri deild. Er bara fyrir haglabyssuna.

Skrifað þann 28 November 2012 kl 17:32

tobad

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Álit á rifflum. Savage 93R17 ofl.

Ef þú ætlar að nota riffilinn bara til æfinga þá er 22LR málið mun ódýrara að æfa sig. En ef þú ætlar að nota riffilinn eitthvað við veiðar þá ekki spurning 17HMR, nákvæmara, flatara og banvænna. Það munar ekki öllu við veiðar hvort að skotið kostar 20kr. eða 60kr.

Skrifað þann 28 November 2012 kl 20:13

Winchesterinn

Svör samtals: 22
Virk(ur) síðan: 26 September 2012

Re: Álit á rifflum. Savage 93R17 ofl.

Þakka frábær svör :]

Skrifað þann 28 November 2012 kl 23:52

Gummy

Svör samtals: 27
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Álit á rifflum. Savage 93R17 ofl.

Ég mundi kaupa 22LR býður upp á meiri notkunar möguleika (t.d. inni skotfimi) skotin kosta um 1/3 þessi ódýrari (TopShot og SK dósaskotin sem eru fín í alla æfingu en kannski ekki keppni). CZ (BRNO) eru mjög góðir rifflar og þá sérstaklega CZ453 DeLuxe, CZ453 Varmint þeir koma með stillanlegum gikk.

Kveðja,
Gummy smiling

Skrifað þann 29 November 2012 kl 3:06

IngviReynir

Svör samtals: 113
Virk(ur) síðan: 24 July 2012

Re: Álit á rifflum. Savage 93R17 ofl.

Getur líka fengið þér CZ 455 getur svo keypt auka hlaup
bíður upp á 22lr 22 mag og 17 hmr og kostar hlaupiðð 30.000 ca

Skrifað þann 29 November 2012 kl 9:51