ljósmyndakeppni skotvis

skjottu

Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

http://visir.is/ljosmyndakeppni-medal-skotveidimanna/article/2012120908960

allir með

Tags:
Skrifað þann 11 September 2012 kl 5:11
Sýnir 1 til 20 (Af 23)
22 Svör

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ljósmyndakeppni skotvis

Ekki taka þátt ef þið hafið vott af sjálfsvirðingu !

Þetta form af ljósmyndaþjófnaði er mjög umdeilt og illa liðið meðal ljósmyndara.

Þarna er verið að safna myndum í myndabanka til frekari nota í auglýsingar ofl.
Án þess að ljósmyndari fái greitt fyrir notkun !

Höfundarréttur er ekki framseljanlegur samkvæmt íslenskum lögum og er þessi keppni því skýrt lögbrot.

Hefði reiknað með því að Skotvís fylgdi lögum og væri góð fyrirmynd, en ef þeir stunda þjófnað á höfundarréttarvörðu efni þá segi ég mig úr félaginu.

Samkvæmt þessari framkomu þeirra í garð ljósmyndara þá er í lagi að hirða bráð af veiðimönnum því hún er greinilega ekki þeirra eign...

Ef þú skýtur það þá má hver sem er hirða það... Ljósmynd eða bráð !

Skrifað þann 11 September 2012 kl 7:28

TotiOla

Svör samtals: 94
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ljósmyndakeppni skotvis

Dramatík í hámarki? Kemur ekki skýrt fram að með því að taka þátt veitir þú þeim leyfi til þess að nota myndina? Hvað er þá vandamálið?

Hvort sem þetta er á gráu svæði eða ekki þá tekur þú sjálfur ákvörðun um að gefa frá þér höfundaréttinn. Ef þú heldur að þú græðir svaka mikið á þessari mynd þinni þá sleppir þú því að taka þátt. Mjög einfalt.

Ég veit ekki með aðra en ef ég ætti góða veiðimynd þá mundi ég senda hana þarna inn og líta svo á að ég væri að styrkja Skotvís þannig að peningar okkar sem borga í félagið þurfi ekki að enda hjá einhverri auglýsingastofu!

Það er aldrei að vita nema maður grípi stóru vélina með í næstu veiði smiling

Skrifað þann 11 September 2012 kl 7:49

sigbsig

Svör samtals: 41
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ljósmyndakeppni skotvis

það eiga allir að taka þátt, það hafa margir frægir ljósmyndarar tekið þátt í svona keppnum og ekki feingið krónu fyrir.það þarf altaf að koma sér á framfæri annars er maður bara fyrir aftan tölvu að svara með leiðinlegum komentum á alt sem manni kemur ekki við.

Skrifað þann 11 September 2012 kl 9:23

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ljósmyndakeppni skotvis

Málið er að þetta óskilgreinda samþykki á notkun brýtur gegn höfundarréttarlögum.
Það er ekki hægt samkvæmt íslenskum lögum að taka þátt eða vera með keppni með þessum skilmálum án þess að brjóta lög.

Fyrirmynd keppninnar er erlend, en þaðan sem hún er upprunin gilda önnur lög sem gerir svona keppni löglega í því landi.

Ef þú tekur gríðarlega flotta mynd og sendir inn þá gæti skotvís td. Selt birtingarétt á henni í National Geographic fyrir ca 5 millur miðað við forsíðu og opnu inní blaðinu.

Þú værir örugglega sáttur við að myndin birtist þar, skotvís fengi heiðurinn og peningana og þú fengir ekki neitt ?

Og þekktir ljósmyndarar taka ekki þátt í svona keppni því þeir bera meiri virðingu fyrir sinni vinnu en svo að þeir gefi hana og allar mögulegar tekjur af henni !

Skrifað þann 11 September 2012 kl 9:28

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: ljósmyndakeppni skotvis

Ertu alveg viss um að þetta sé svona DanSig? Hverjum manni hlýtur að vera heimilt að gefa frá sér rétt sinn kjósi hann svo enda sé skýrt kveðið á um að þannig sé málum háttað. Í fljótu bragði sé ég ekkert ólöglegt við þetta.

Skrifað þann 11 September 2012 kl 9:31

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ljósmyndakeppni skotvis

Höfundarréttur er óframseljanlegur og gengur meirasegja í erfðir samkvæmt dómi hæstaréttar.

Skoðið bara spjall ljosmyndakeppni.is þar kemur þráður fyrir hverja svona keppni sem auglýst er með þessu sniði

Skrifað þann 11 September 2012 kl 9:34

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: ljósmyndakeppni skotvis

Ef að Hæstiréttur hefur kveðið upp sinn dóm þá er það þannig, ekki verður deilt við dómarann

Skrifað þann 11 September 2012 kl 9:35

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ljósmyndakeppni skotvis

dan sig hefur rétt fyrir sér að mestu.
Held að planið sé hinnsvegar ekki að búa til myndasafn heldur frekar notkun tengdri keppninni.
Sennilega meira mistök þar sem Skotvís menn eru meira veiðimenn en ljósmyndarar.

Sendum á þá línu og fáum úr þessu skorið.

E.Har

Skrifað þann 11 September 2012 kl 11:25

TotiOla

Svör samtals: 94
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ljósmyndakeppni skotvis

Mér finnst menn nú aðeins vera að fara fram úr sjálfum sér..... Það kemur hvergi fram að þeir áskilji sér rétt til þess að framselja myndina til þriðja aðila.

SKOTVÍS áskilur sér rétt til að nota vinningsmyndir í kynningarefni sínu


Fyrir mér er þetta mjög einfalt. Með þáttöku og samþykki á þessum skilyrðum þá ertu að veita þeim rétt til þess að nota þessa mynd í kynningarefni. Ekkert meira, ekkert minna.

Skrifað þann 11 September 2012 kl 12:32

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ljósmyndakeppni skotvis

samkeppnin er liður í því að byggja upp myndabanka sem verður aðgengilegur þeim sem þurfa að notast við myndir af veiðum eða veiðitengdum atburðum.


Með þrjár vinningsmyndir verður ekki til neinn myndabanki, stefnan er að setja allar myndirnar í þennan myndabanka !

þurfa myndir að berast í fullri upplausn," segir á vef Skotvís.


Ef aðeins á að nota vinningsmyndir hver er þá tilgangurinn með að fá allar myndir í fullri upplausn ?
Er ekki eðlilegra að allir sendi inn myndir í vefupplausn og svo er haft samband við vinningshafa eftir keppni og fengin full upplausn og gengið í leiðinni frá samningi þar sem leyfð notkun er skilgreind ?

Skrifað þann 11 September 2012 kl 13:34

TotiOla

Svör samtals: 94
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ljósmyndakeppni skotvis

Og? Það sem ég var að benda á er að þeir ætla bara að nota þetta í kynningarefni. Ekki selja þriðja aðila!

Á þessum forsendum verða menn að senda sýnar myndir inn!

Ef þeir vilja taka þátt, styrkja félagið og eiga möguleika á að vinna þá er þetta gott mál.

Aðrir, sem telja verið að svindla á sér, geta þá sleppt þessu á þeim forsendum.

Skrifað þann 11 September 2012 kl 13:44

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ljósmyndakeppni skotvis

Lestu fyrri tilvitnunina mína, hún segir klárlega að myndabankinn sé fyrir þá sem vantar veiðimyndir en ekki að þetta sè eingöngu fyrir skotvís

Þjófnaður er þjófnaður sama hver tilgangurinn er, og þetta er þjófnaður á höfundarréttarvörðu efni !

Skrifað þann 11 September 2012 kl 14:35

TotiOla

Svör samtals: 94
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ljósmyndakeppni skotvis

Ekki skil ég hvernig þetta er þjófnaður ef ég les og samþykki þessa skilmála. En ég er kannski ekki nógu klár í þessu og kannski er verið að stela af mér þessum frábæru myndum mínum sem ég gæti selt fyrir fúlgur....... en mér er bara slééétt sama smiling

Ég álít þetta bara vera styrk til félagsins og þá þeirra sem vantar myndefni til kynningar á veiðum. Mér gæti ekki verið meira sama ef einhver hefur gagn og gaman af mínum myndum. Ef þær reynast svo vinsælar að allir vilja nota þær (enda var ég búinn að leyfa það skv. skilmálum) þá veit ég amk. að ég er nokkuð fær í þessu og get þá kannski rukkað fyrir aðrar myndir í framtíðinni ;) Enda get ég bent á að myndirnar mínar hafi verið notaðar hér og þar í gegnum Skotvís.

Þangað til....

Skrifað þann 11 September 2012 kl 14:51

Kopur

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ljósmyndakeppni skotvis

Sælir Hlaðverjar
Í tilefni af umræðu á Hlað-vefnum um ljósmyndasamkeppni SKOTVÍS þá vil ég koma eftirfarandi á framfæri.
Tilgangur ljósmyndasamkeppninnar er að okkur vantar gjarnan myndir með efni sem við erum að senda frá okkur, s.s. á heimasíðunni, í fréttabréfum og svo framvegis. Myndir lífga upp á texta og kemur oftar en ekki á framfæri „stemningunni“ sem ríkir og reynt er að lýsa í texta. SKOTVÍS hefur áður óskað eftir að fá sendar myndir frá veiðimönnum með litlum árangri því miður. Þess vegna var ákveðið að höfða til keppnisskapsins og sjá hvort keppni eins og þessi muni ýta aðeins við mönnum. SKOTVÍS er eins og vonandi flestir veiðimenn gera sér grein fyrir, félagsskapur sem stendur vörð um hagsmuni veiðimanna og er rekið fyrir lágar upphæðir og hefur þess vegna ekki burði til þess að greiða mikinn pening fyrir afnotarétt af myndum. Þess hefur þó verið gætt hingað til að fá leyfi fyrir öllum myndum og félagið hefur ekki birt myndir í heimildarleysi.
Það er miður að sjá hvað menn vilja lesa úr framtaki sem þessu. Þjófnaður og önnur stór orð sem ekki eiga við eru notuð, þótt keppnin sé varla hafin. Þá stóð ekki til að áframsenda myndir í aðrar keppnir. SKOTVÍS hefur hingar til ekki tekið þátt í keppnum, hvorki á sviði ljósmynda né í öðru enda ekki íþóttafélag né heldur umboðsaðili ljósmyndara. SKOTVÍS hefur aftur á móti haldið keppnir áður, t.d. í þeim tilgangi að hvetja veiðimenn til minkaveiða, með ágætis árangri. Það skal þó viðurkennast að það hefði mátt skýra betur frá fyrirkomulaginu í auglýsingu, ég skal sjálfur taka það á mig og biðst hér með afsökunar á því. Í raun er félagið að biðja félagsmenn og aðra veiðimenn um myndir að gjöf til að geta skreytt efnið sem við sendum frá okkur og eftir atvikum skýrt betur með myndum hvað er verið að fjalla um. Það telst varla glæpur að gefa myndir frá sér og hlýtur að vera hverjum manni í sjálfsvald sett hvort hann vilji gera slíkt. Við í stjórn SKOTVÍS skiptum með okkur verkum. Þeir sem koma að skipulagningu keppninnar munu óska eftir því að þeir sem senda inn myndir gefi félaginu þær í áðurnefndum tilgangi. Ábendingar um það sem má betur fara má senda t.d. á stjorn@skotvis.is sem og önnur erindi sem varða veiðimenn.
Aðstandendur keppninnar hafa sent frá sér tilkynningu sem fá finna á heimasíðu SKOTVÍShttp://www.skotvis.is . Þeim ber að þakka fyrir gott framtak sem er vel meint og ég fullyrði að aldrei stóð til að skerða réttindi eins eða neins og hvað þá að brjóta lög.

Að lokum vil ég nota tækifærið og hvetja veiðimenn og notendur Hlað-vefsins að draga aðeins andann áður en menn láta, oft á tíðum, vægðarlausar athugasemdir flakka sem gjarnan kemur í ljós að eru byggðar á misskilningi eða skort á upplýsingum. Þá er mönnum alltaf velkomið að hafa samband við stjórnarmenn félagsins, en netföng okkar og símanúmer má finna á vefnum okkar.

Ef einhvern tímann hefur verið þörf á samstöðu meðal veiðimanna er það núna á tímum sem allt okkar liggur undir og er til skoðunar hjá aðilum sem lítið eða ekkert þekkja til veiða. Það er sífellt hoggið í sama knérunn og við eigum að standa þétt saman en ekki rífast innbyrðis.

Með von um góða og jákvæða umfjöllun á nýjum og skemmtilegum Hlað-vef.

Elvar Árni Lund

Skrifað þann 11 September 2012 kl 15:48

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ljósmyndakeppni skotvis

Ef þið breytið fyrirkomulagi keppninnar svo hún falli að íslenskum höfundarréttarlögum þá verður allt í góðu, meirasegja möguleiki að ég sendi inn mynd..

1. Innsendar myndir í keppnina séu í vefupplausn, td 800x600 pixlar.
2. Skotvís semur við vinningshafa um tiltekna og tímabundna notkun á myndum þeirra, ef Skotvís vill nota aðrar myndir en þær sem lentu í vinningssæti þá semur Skotvís við eigendur þeirra mynda.
3. Aðeins eftir að búið er að semja um notkun sendir höfundur mynd í fullri upplausn.
4. Brjóti Skotvís samning með því að nota mynd í eitthvað sem féll ekki innan samnings getur höfundur sent Skotvís reikning byggðan á verðskrá Myndstef með álagi vegna samningsbrots.
Þegar samningstíma lýkur eyðir Skotvís öllum stafrænum eintökum af myndunum.
5. Skotvís eyðir innsendum myndum innan 60 daga frá lokum keppninnar sé ekki búið að semja við höfunda.
6. Við hverja birtingu á mynd kemur nafn höfundar og vefsíða/tölvupóstur höfundar.
7. Myndum verður ekki breytt, atriðum eytt eða bætt inná þær né mynd klippt til nema það komi skýrt leyfi fram í samningi milli höfundar og Skotvís.
8. Myndir verða ekki afhentar þriðja aðila undir nokkrum kringumstæðum, vilji þriðji aðili fá afnot af mynd skal honum vísað á höfund til að ganga frá samningi.

Þessar reglur falla undir íslensk lög, virðast flóknar en eru í raun mjög einfaldar..
Ekki snerta myndir annarra nema fá skriflegt leyfi fyrst !

Samningur þarf ekki að vera nema nokkrar línur á blaði..

Undirritaður veitir Skotvís leyfi til að nota mynd DCS1003.jpg í eitt ár, undir notkun telst allt kynningarefni undir nafni Skotvís, undanþegið er þó auglýsingar á vöru sem er til sölu, sama hver seljandinn er.
Leyfilegt er að klippa myndina til svo hún falli betur að uppsetningu en gæta verður að reyna að halda upprunalegri myndbyggingu.
Ekki er heimilt að bæta texta eða öðrum atriðum inná myndina.

Undirritað. Höfundur
Skotvís

Skrifað þann 11 September 2012 kl 17:02

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: ljósmyndakeppni skotvis

Jamm og jæja, ég ætla að taka þátt og fyrir mér væri það heiður ef Skotvís sæi sér fært að nota myndirnar mínar. Að vísu er ég ekki manna duglegastur að taka myndir á veiðum (Ef ég ætti bara eina mynd fyrir hvert orð á þessum ágæta vef!).
Vonandi taka sem flestir þátt og hafa gaman af - hinir taka þá bara ekki þátt, case closed

Skrifað þann 11 September 2012 kl 17:30

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ljósmyndakeppni skotvis

Daníel Sigurðsson.

Svo ég reyni að skilja þig rétt.
Ertu að halda því fram að einhverjum, sem verði það á að skapa eitthvert listaverk,
skáldsögu, ljóð, höggmynd, tónverk já eða ljósmynd sé ómögulegt að gefa hugsmíð
sína öðrum, þriðja, fjórða aðila........eða bara hverjum sem listamanninum best hentar?
Og það án þess að ættingjum ( verðandi erfingjar) viðkomandi komi það hið minnsta við?
Ef þú ert þessarar (furðulegu) skoðunnar áttu langt í land með mannkynssöguna þína!!
Fjölmargir íslenskir listamenn hafa gefið gersemi sín þeim sem þeim þótti vænst um án
þess að hafa áhyggjur af einhverjum höfundarrétti seinni tíma skriffinna.
Á veggjum hýbýla móður minnar hanga myndir eftir marga merkustu málara þessarar þjóðar,
á hyllum hennar hvíla tölusett frumeintök bóka ýmissa helstu snillinga þeirrar tungu sem þessi
þjóð hefur staðið vörð um í þúsund ár.
Og hvað?
Heldur þú að um leið og listamaður skapar eitthvað verði hann þræll einhverra laga!!!??
Hvað í veröldinni ætti að geta bannað, í þessu tilviki ljósmyndurum, að gefa hugverk sín
þeim sem þeir helst kjósa, enda upplýstir um hugsanlega notkun á verkum þeirra???????

Magnús Sigurðsson
sem vill endilega sjá Hæstaréttardóma
sem banna fólki að gefa hugverk sín!!!!!

Skrifað þann 11 September 2012 kl 18:38

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ljósmyndakeppni skotvis

Þú ert eitthvað að misskilja höfundarréttinn og muninn á að gefa verk og að gefa réttinn á verkinu.

Þú finnur hvergi aðila sem hefur fengið steypumót af verkum Ásmundar Sveinssonar gefins frá listamanninum með leyfi til að fjölfalda listaverkin og selja þau undir eigin nafni.

Það að gefa innrammaða mynd gefur viðtakana leyfi til að hengja myndina upp og njóta hennar eða gefa/selja hana áfram.

Það að gefa frumeintak af stafrænni mynd undir sömu formerkjum og dæmið um Ásmund er fjarstæða, höfundur verksins verður alltaf að ráða hvernig verkið er notað.

Sem dæmi þá er í lögum sæmdarréttur, sem þýðir að þó þú eigir verk eftir einhvern þá máttu ekki gera hvað sem er við verkið, ef það vegur að sæmd listamannsinns eða módelsins.

Hvað varðar reglurnar í keppninni þá er verið að fara fram á mótið af verkinu með ótakmörkuðum ráðatöfunarrétti...

Td. Sendir þú mynd í keppnina af þér standandi yfir hrúgu af gæsum, á myndinni heldur þú á byssu og ert allur í blóðslettum.
Með því að gera ekki skriflegan samning heldur bara gefa notkun frjálsa gefur handhafa td. Þennan möguleika..

Myndin er tekin, inná hana er bætt mynd af látnu fólki í hrúgu og það látið hylja gæsirnar, yfir bakgrunninn er sett mynd af útrýmingabúðum, á vinstri hendina á þér er bætt við rauðum borða með hakakross.
Á myndina er svo settur texti þar sem fólk er hvatt til að ganga í nýnasista hreyfinguna.

Þessi mynd er svo prentuð á plaggöt og hengd um alla evrópu ásamt netdreifingu.

Þú hefur svo ekkert um málið að segja því þú varst búinn að gefa leyfi á ótakmarkaðri notkun.

Þetta er extreeme dæmi, en sem lærður ljósmyndari hef ég bæði lent í misnotkun á mínum myndum og séð misnotkun á myndum annarra.

Ef mynd er á síðu skotvís þá er öruggt að mbl og vísir stela henni og birta án þess að borga ljósmyndaranum fyrir séu þeir að birta veiðifrétt.

Skrifað þann 11 September 2012 kl 21:12

raggigull

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ljósmyndakeppni skotvis

Ég held að það sé ljóst að Daníel ætlar ekki að taka þátt í þessari "keppni". Þetta er sorglegt að heyra en þó vonandi að þetta skaði keppnina ekki. Útgefendur National Geographic verða þá bara að monitora aðrar keppnir til að komast ódýrt yfir listaverk í hágæðaupplausn smiling.

Að öllu gamni slepptu, er ekki spurning um að fá sér einn kaldan og slaka aðeins á. Mér sýnist að kópur sé búinn að útskýra mjög vel hugmyndafræðina. Þeir sem vilja ekki taka þátt sleppa því. Aðrir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að starfsmenn skotvís afskræmi listaverk þeirra hvorki í nútíð eða fortíð smiling.

kv,
Ragnar

Skrifað þann 11 September 2012 kl 23:04
« Previous12Next »