Lögreglan fargar skotvopnum!

icebeer

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Er rétt að lögrelgan fargi öllum skotvopnum sem berast til hennar?
Þá er ég helst að hugsa um úr dánarbúm og jafnvel óskráðum af einhverjum ástæðum.
Er ekki t.d. hægt að halda uppboð á þeym vopnum sem sannarlega eru í lægi og rétt skráðar?
Jafnvel gætu byssusmiðir nítt eitthvað!

Tags:
Skrifað þann 23 January 2013 kl 19:32
Sýnir 1 til 15 (Af 15)
14 Svör

icebeer

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Lögreglan fargar skotvopnum!

Já ok ég skil menn eru hér aðalega til að rífast og skammast, helst áhugi fyrir því.
Þið eruð hálfvitar, hauslausar híennur frá húsavík. En ég er mestur og bestur.

Skrifað þann 24 January 2013 kl 16:31

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Lögreglan fargar skotvopnum!

Ef það skyldi hafa farið svona fyrir brjóstið á þér að fá ekki svar strax þá skal ég koma með mitt í von um að lundarfar þitt taki breytingum til góðssmiling

Það má gera ráð fyrir að Lögreglan fargi öllum slíkum byssum enda hefur hún ekki heimild til annars. Að gauka efni að byssusmiðum er fín hugmynd en er ekki í verkahring lögreglunnar.

Ég tel að það sé enginn vilji hjá hinu opinbera til að breyta lögum í þessa átt

Með kveðju
Silfurrefurinn

Skrifað þann 24 January 2013 kl 16:50

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Lögreglan fargar skotvopnum!

borgar sig ekki að setja of mikið útá húsvíkinga... Hlað er upprunið a Húsavík ;)

ef þú vilt fá svör við spurningunni þá verður þú að hafa samband við lögregluna... það eru bara þeir sem vita svarið og ef þeir segja þér það þá eru þeir að brjóta af sér í starfi þar sem það er trúnaðarmál hvað gert er við þá muni sem eru í vörslu lögreglunnar.

Skrifað þann 24 January 2013 kl 16:51

icebeer

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Lögreglan fargar skotvopnum!

Loksins, það þurfti þetta til ha ha. Takk takk Silfurrefur og byssur info, mér líður mikið betur.

Ég keyfti eitt sinn riffil á uppboði hjá tollstjóra Rvk. að vísu nýjan, því fyndist mér að sýslumenn ættu að geta gert það líka, eins og með bíla, reyðhjól og aðra lausamuni og verðmæti, (kanski svona eins og góði hirðirinn)
Því þarna fara bara taulverð verðmæti í súgin sem lögreglan gæti líka nítt samanber með hjólauppboðin!
Tala nú ekki um menningar-sögulegt og söfnunnar gildi.

Kær kveðja til allra

Skrifað þann 24 January 2013 kl 17:30

sigbsig

Svör samtals: 41
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Lögreglan fargar skotvopnum!

Er það ekki þannig að þegar skotvopn sem er skráð á látinn einstakling er skildmenni eða erfingjar gefið ár til að ráðstafa skráðum vopnum annars til sölu eða skráningar á sig .ef viðkomandi er ekki með leyfi fyrir skotvopni getur hann eða hún sótt um skotvopna leyfi til að skrá hana á sig gefið byssuna selt hana eða hreinlega gert hana óvirka í samráði við lögrelguna ,þvi í flestum tilvikum er um að ræða eign sem lögreglan gerir ekki upptægt heldur lætur viðkomandi ráðstafa eign sinni .

Skrifað þann 27 January 2013 kl 9:45

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Lögreglan fargar skotvopnum!

skotvopn látinna einstaklinga eru bara hluti af þeim skotvopnum sem lenda í vörslu lögreglunnar.

óskráð skotvopn og skotvopn gerð upptæk í rannsókn sakamála eru líka hluti af þessu.

svo ef einhver sem löglega á skotvopn en brýtur af sér og er dæmdur missir öll sín skotvopn og þau enda hjá lögreglunni...

það væri ekki verra að lögreglan myndi selja þessi skotvop en spurning hvort það væri löglegt...

Skrifað þann 27 January 2013 kl 10:45

sigbsig

Svör samtals: 41
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Lögreglan fargar skotvopnum!

veit ekki alveg hvernig þetta virkar enn eins og með ef einhver er tekin við ólöglegar veiðar þá er alt sem því tilheirir gert upptægt einnig skotvopnaleifi og veiðikort tekið af brotamanni og segtaður..
enn ári frá broti má sá sami fara og sækja um skotvopna leyfi og veiðikort aftur með tilheirandi kostnaði enn hvað varðar skotvopn fatnað flautur gervifugla bíl eða tækji sem notuð voru til þessa ólögleguveiða verði afhent til baka veit ég ekki enn ég held það samt.(ath það var tekið dæmi í veiðikortaprófinu)
varðandi glæpa mál þá er um að ræða sönnunargögn sem ekki má láta af hendi aftur nema sýkn verði í máli enn þá má bara viðkomandi sem átti eða hafði umráð skotvopns fá hana afhenta ef tilskilin leyfi eru fyrir hendi annars er skilt að farga ekki ráðstafa aftur.
það er ekkert gaman að vita um skotvopn sem notuð hafa verið í einhverju misjöfnu eða og eiga ekki að vera í notkun.

Skrifað þann 27 January 2013 kl 12:03

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Lögreglan fargar skotvopnum!

Sælir..
Alveg ótrúlegt að lesa sífellt hér rangar fullyrðingar manna varðandi reglugerðir og lög tengd byssum...
Og sífella áráttu manna til að túlka þau og skilgreina eftir eigin geðþótta....

Erfðir á skotvopnum.
Nú andast maður er hefur leyfi fyrir skotvopni og skal því þá innan 12 mánaða ráðstafað til aðila sem hefur leyfi til að eiga sambærilegt skotvopn. Hafi svo ekki verið gert skal skotvopnið afhent lögreglu til geymslu þar til endanleg ráðstöfun þess verður ákveðin.

Maki, sem hefur fengið leyfi til setu í óskiptu búi, þarf leyfi lögreglustjóra fyrir skotvopni eða skotvopnum, sem hinn látni maki hafði leyfi fyrir.

Sé um að ræða skotvopn sem hefur ótvírætt minja- og tilfinningagildi fyrir erfingja hins látna er lögreglustjóra heimilt að víkja frá skilyrðum 2. gr. reglugerðarinnar, enda verði skotvopnið gert óvirkt...

REGLUGERÐ um skotvopn, skotfæri o.fl. I. KAFLI
Almenn ákvæði.
http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/787-1998...

Vopnalög...
http://www.veidikort.is/modules.php?op=modload&name=PagEd&file=inde...



kvbj.

Skrifað þann 27 January 2013 kl 12:16

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Lögreglan fargar skotvopnum!

En spurningin snerist fyrst og fremst um þau skotvopn sem ekki ganga út skv. þessum ákvæðum. Hvað verður um þau? Eru þau seld á opinberu uppboði líkt og troll aftan úr landhelgisbrjóti eða fara þau í pressuna?

Skrifað þann 27 January 2013 kl 12:37

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Lögreglan fargar skotvopnum!

Sæll Valdur...
Sé spurningin þín nákvæmlega hvað með óskráðar byssur....

Allir vita að fyrir miðja síðustu öld er bara happa og glappa hvort var skráð víða um landið...
Og flest af því komið undir sögulegt og tilfinningalegt gildi...

Ég hef bara góða reynslu persónulega af því að vinna að skráningu á þessum gömlu byssum
í samráði við lögregluna...Enda er það hagur allra bæði lögreglu og okkar að sem flestar byssur séu skráðar...

Ef þessu væri undantekningarlaust fargað þá hætta menn að framvísa til skráningar og þessar byssur halda áfram að flakka um landið eins og margar aðrar....Þess vegna er allra hagur af því að skrá gamlar byssur...
Og þekki ég ekki annað en gott af því að segja...

En auðvitað þarf viðkomandi að vera með sín mál í lagi..(Leyfi)

kvbj.

Skrifað þann 27 January 2013 kl 13:35

þorvaldur h

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Lögreglan fargar skotvopnum!

Af hverju haldiði að lögreglan sé að biðja fólk að skila eða skrá vopn úr dánarbúum ?

Lögin stangast á við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar !

Þannig að ég held að enginn dómari gæfi löreglu leifi til að fara inn á heimili og sækja vopn úr dánarbúum.

Skrifað þann 27 January 2013 kl 15:03

Fiskimann

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Lögreglan fargar skotvopnum!

Sælir félagar
Var ekki spurningin efnislega á þá leið; hvað er gert við byssur sem eru gerðar upptækar? Er þeim fargað, fara þær á uppboð eða fá vinir og vandamenn þær fyrir lítið? Ég hef ekki orðið var við uppboð á byssum sem hafa verið gerðar upptækar en það segir nú lítið. Ég hef heyrt slúður um að einstaka byssusmiðir hafi fengið upptækar byssur fyrir lítinn pening en trúi því nú varla. Því væri ágætt að fá nánar upplýsingar um hvað er gert við þessar byssur.
Kv. G.F.

Skrifað þann 27 January 2013 kl 17:12

Jón R

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Lögreglan fargar skotvopnum!

Sæli Það hefur verið mjög áhugavert að lesa hér í gegn og er einnig mjög áhugaverð spurning hvað verði um þessi vopn en ég hélt án þess að vita að byssur sem væri óskraðar sökum aldurs eða einhvers annars væri ekki hægt að skra aftur. Heirði frá einum félaga mínum sem fann byssu hjá gömlum kalli sen hann ætlaði að kaupa en varð að hætta við vegna þess að hún var ekki skráð og ekkert hægt að gera meira í því.

Skrifað þann 27 January 2013 kl 17:19

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Lögreglan fargar skotvopnum!

það er hægt að skrá öll skotvopn sem eru í lagi, þau sem er búið að gera varanlega óvirk þarf ekki að skrá.

lögreglan var með átak fyrir einhverjum áratugum þar sem fólki var boðið að skrá skotvopn refsilaust... þyrfti að gera þetta aftur.

Skrifað þann 27 January 2013 kl 18:34