Marlin 778

arni87

Svör samtals: 15
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Nú er ég með eina gamla Marlin 778 og er hlaupið með fasta full þrengingu.

Ég er að velta fyrir mér hvort ég megi nota stálskot eða hvort ég verði að nota eingöngu blí skot í hana.

Tags:
Skrifað þann 13 December 2012 kl 20:01
Sýnir 1 til 2 (Af 2)
1 Svar

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Marlin 778

Sæll.

Það er lítið vit í því sérlega þar sem það ætti ekki að nota byssur gerðar fyrir minna en 1200 kg/cm/2 í það.
En þín byssa er tæplega 30 ára gömul..Slíkt býr aðeins til mikla hættu á ekki svo löngum tíma...
Það eru yfir 15 ár síðan Amerísk skot náðu 1000kg/cm/2 í hlaupi...

Og klárlega ekki hönnuð fyrir slík skot....Svo er hún full choke og rtálhögl gefa ekkert eftir er þau ryðjast
út úr hlaupinu eins og blýhöglin...Tilraun með Evrópska haglabyssu sýndi að eftir aðeins 52 stálhaglaskot
hafði hlaupið rírnað um 0,33 mm fremst..

Aðrar tilraunir hafa sínt að samsetning hlaupa á tvíhleypum hafa losnað...Og þó ekki fari nema 2-3 högl út fyrir bikarinn á leið út úr hlaupinu mun hvert þeirra skilja eftir rispu í hlaupinu og skemmd...Svo persónulega mundi ég lofa henni að njóta blýhaglanna meðan þau verða ekki bönnuð...Allt annað er komið út fyrir ásættanleg hættumörk fyrir þig og þína...

kvbs

Skrifað þann 13 December 2012 kl 20:30