Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

jon_m

Svör samtals: 82
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Ný æfingaskífa Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum og Skotveiðifélag Íslands ætti nú að vera komin til allra skotfélaga á landinu sem taka veiðimenn í skotpróf vegna hreindýraveiða.

Allir veiðimenn sem taka skotpróf fá eintak af nýju skífunni til að átta sig á hvar þessi 14 cm hringur sem skotið er á í prófinu er á dýrinu. Ætlast er til að skotið sé á skífuna af 100 metra færi og að skotið ljósmyndina og útkoman svo skoðuð á bakhliðinni.

Myndin er ekki í raunstærð en ef veiðimaður hittir inn í hringinn af 100 metra færi ætti hann að geta hitt hreindýr í raunstærð á 150 metra færi, líkt og hugsunin er með 14 cm hringnum á prófskífu UST.

Allir þeir sem taka skotpróf hjá skotfélagi fá eitt eintak af æfingaskífunni til að æfa sig og átta sig betur á því hvar best sé að skjóta á hreindýrið þegar þar að kemur í haust. Skífan er í boði FLH og Skotvís, en Hlað styrkti útgáfu hennar.

fh. FLH
Jón Magnús
http://www.facebook.com/hreindyr...



Tags:
Skrifað þann 26 May 2014 kl 22:32
Sýnir 1 til 13 (Af 13)
12 Svör

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

flott skífa, en miðað við fallið á skotprófinu fyrstu árin þá held ég að sú tala eigi eftir að hækka núna þar sem veiðimenn fá ekki hring til að miða á

Skrifað þann 27 May 2014 kl 9:01

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Daníel, þetta er æfingarskífa en ekki prófskífa.

F

Skrifað þann 27 May 2014 kl 10:41

jon_m

Svör samtals: 82
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

En mögulega prófskífa framtíðarinnar, a.m.k. ef FLH fengi að ráða.

kveðja
Jón M

Skrifað þann 27 May 2014 kl 18:01

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Prófskífa framtíðarinnar, af hverju ekki? Ég hef reyndar ekki skotið á þennan pappír en er kominn með nokkur eintök í hendurnar og bíð spenntur eftir tækifæri til að æfa mig á "alvöru" target.
Hver svo sem kom þessu í framkvæmd, hafi þökk fyrir. Það verður gaman að reyna sig við þetta.

Skrifað þann 28 May 2014 kl 13:13

jon_m

Svör samtals: 82
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Jæja, er einhver búinn að prófa þetta ? Hvernig er þetta að koma út hjá mönnum ?
Finnst mönnum þetta ekki tilbreyting frá því að skjóta á hvítt blað ?

C47 af hverju ertu með nokkur eintök ? Fékkstu nokkur hreindýraleyfi ?

kveðja
Jón Magnús
http://www.facebook.com/hreindyr...

Skrifað þann 1 June 2014 kl 15:48

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Nei, aðeins eitt leyfi en við erum reyndar þrír félagarnir með þrjú dýr. Hlað lét einn okkar hafa þrjú eintök og það átti sennilega að vera eitt á mann. Einn okkar kærði sig ekki um þetta og þar sem við tveir erum með gjörólík skot (6.5x55 og 308) þá þekkjast skotgötin vel í sundur á pappa þannig að við ætlum að samnýta þessi þrjú.

Skrifað þann 1 June 2014 kl 17:39

jon_m

Svör samtals: 82
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Úr fréttum RÚV á föstudaginn
http://www.ruv.is/frett/hausskot-geta-endad-illa...

kveðja
Jón Magnús
http://www.facebook.com/hreindyr...

Skrifað þann 15 June 2014 kl 11:24

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

þessi frétt er svo mikið bull, hausskot eru ekkert meiri vandamál en önnur skot, góð skytta hittir tíkall á 300m sama hvort tíkallinn er fastur á hausnum eða síðunni á hreindýrinu.

ég hef séð veiðimenn skjóta lappirnar undan hreindýri, magaskjóta og ýmislegt þessháttar og enginn þeirra var að miða á hausinn, það eru lélegar skyttur sem eru vandamálið og skotprófið ætti að vera mikið erfiðara, td. nýja skífan skotinn á 50-300m random færi og veiðimaður fær ekki uppgefnar fjarlægðir.

td. að skjóta á 3 mismunandi fjarlægðum, eitt skot á hverja vegalengd og 3-5 mínútur til að klára, þannig sést hvort veiðimenn kunni á rifflana, hvort þeir kunni að meta fjarlægð og stilla fyrir hana eða hvort þeir kunni bara að taka í gikkinn á 100m sem var búið að stilla fyrir. held að það sé mesta vandamálið að "veiðimenn" kunni ekki á græjurnar sem þeir eru með því þeir skjóta bara 10 skotum á ári á pappír allt á 100m og kunna því ekki að stilla fyrir aðrar vegalengdir og eru því að kjálkaskjóta oþh, riffillinn stilltur á 100m en dýrið er 250m í burtu og þá passar fallið fra heila í kjálka...

Skrifað þann 17 June 2014 kl 8:01

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Ýmislegt til í þessu hjá 2014 en samt ekki sammála öllu. Margir eru komnir með fjarlægðarmæla og ef ekki þá á leiðsögumaðurinn að hafa næga þekkingu á aðstæðum til að gefa upp ca fjarlægð. Þannig að ég held ekki að prófið eigi að vera svo erfitt að aðeins fáir útvaldir komist í gegn. Flest færi eru í kringum 100m og því varla við hæfi að búa til exreme aðstæður, auk þess sem svona útfærsla tæki lengri tíma í framkvæmd og yrði því enn dýrari.Nóg borgum við samt.
En ég vil endurtaka það sem ég hef vonandi sagt áður, þetta plaggat er gott framtak

Skrifað þann 17 June 2014 kl 10:06

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Sæll Daníel

Þetta er náttúrulega líka bull í þér, þú hittir sjálfur ekkert tíkall á 300 metrum, í tófumótinu skaust þú 7 stig á 191 metrum, 241 metrum og 300 metrum. Ef það væri svona auðvelt eins og þú gefur í skyn að skjóta tíkall á 300 metrum án þess að fá sighter, þá botna ég ekkert í þessari niðurstöðu, því lugnasvæðið á tófuni hjá okkur er örugglega á stærð við 9 tíkalla jafnvel stærra.

Það er engin ástæða til þess að hreindýraveiðimenn séu úrvals skyttur með milljón króna riffla eins og þú, 1 MOA er alveg feiki nóg nákvæmni í rifflum til þess að fella hreindýr. Það er hárrétt ályktað hjá FLH að þetta er lang öruggasta leiðin til þess að fella hreindýr og það ættu flestir að skjóta hreindýr á lungna svæðið.

Hinsvegar finnst mér ekki ástæða til þess að banna mönnum sem geta vel skotið hreindýr í hausinn að gera það ef aðstæður eru réttar. Ég þekki helling af mönnum sem geta framkvæmt svoleiðis skot út á 200 - 250 metra alveg skammlaust, eftir það fer þetta að verða erfiðara og þeim fer hratt fækkandi sem eiga græjur og hafa getuna til þess.

80 - 120 metra hausskot myndi líklega heppnast í 98 - 100 af 100 skiptum hjá mörgum sem ég þekki og því engin ástæða til þess að banna mönnum að taka það, enn og aftur ef aðstæður eru réttar.

Skrifað þann 17 June 2014 kl 10:17

jon_m

Svör samtals: 82
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

Sælir

Mér líkar ekki hvert þessi umræða er að stefna hjá ykkur félögum. Það efast enginn um hæfileika ykkar tveggja þegar kemur að skotfimi og þekkingu á rifflum og skotfærum, svo að við skulum leggja þann meting til hliðar eða taka það á öðrum vetvangi.

Það sem við erum að reyna að koma veiðimönnum í skilning um er að lungnaskot er besta leiðin til að fella hreindýr. Líkurnar á að það klikki er mjög litlar, jafnvel við erfiðar aðstæður, dýrið er blóðgað samstundis og blóðrennur mun betur en með öðrum aðferðum. Þetta skilar sér í betra kjöti, sem er jú það sem menn telja sig vera að ná fram með haus- og hálsskotum.

keðja
Jón M

Skrifað þann 17 June 2014 kl 10:53

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Ný æfingaskífa FLH og Skotvís

ef skyttan er léleg eru nánast jafn miklar líkur á að lungnaskot klikki eins og hausskotið, en það er hlutverk ykkar leiðsögumanna að meta hæfni veiðimanna áður en þeir hæeypa af, því ættu leiðsögumenn sjálfir að halda skotpróf fyrir þær skyttur sem þeir fara með, lítið mál að koma við hjá SKAUST og skjóta 2-3 skotum, bara til að sannreyna að sjónauki sé réttur og veiðimaður viti hvað hann er að gera, þannig getur leiðsögumaður ákveðið hvort hann leyfi hausskot byggt á því að veiðimaður hafi sannað getu sína en ekki byggt á hetjusögum veiðimanns sem eru yfirleitt vel kryddaðar.

Skrifað þann 17 June 2014 kl 21:13