ný og betri aðstaða hjá SR

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ný og betri aðstaða hjá SR

til að fá byssuleyfi þarf maður að vera með hreina sakaskrá ásamt því að 2-3 aðilar þurfa að vitna um geðheilbrigði mans og því að þeir treysti manni til að eiga og nota skotvopn..

til að fá stærri kaliber og skambyssur þarf maður að halda byssuleyfinu í 1-2 ár án þess að gera eitthvað af sér..

líkurnar á að einhver fari að gera eitthvað af sér á skotsvæði eru svo litlar að það tekur því ekki að spá í svoleiðis, ef núverandi öryggisreglum er fylgt og enginn fer yfir rauðu línuna þá er engin hætta á slysum.

hættan á ásetningsbroti er nánast engin, en ætli einhver að brjóta af sér þá skiptir engu hvað það eru strangar reglur, viðkomandi ætlar hvort sem er ekki að fylgja þeim...

Skrifað þann 26 July 2012 kl 21:35

dgs

Svör samtals: 236
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ný og betri aðstaða hjá SR

Eins og kom fram í Forrest Gump "Shit happens" þú gerir ekki ráð fyrir voðaskotum, slys gerast.

Og þó svo að þú sért heilbrigður þá geturu verið kærulaus.

Og síðan getur einhver verið með gest með sér.

Það t.d. að hafa bílpróf segir að þú megir keyra bíl, en það er samt ekkert sem segir að þú sért góður ökumaður.

Þannig að ég held að á endanum verði þetta að vera þannig að skotstjóri/æfingastjóri þarf að sjá til þess að menn séu með vopnin sín óhlaðin og örugg og ekki fyrr en þá mega menn stíga frá þeim.

Og síðan er annað mál með svona öryggisreglur, ég var að tala við Jónas um daginn varðandi hreindýraprófið og hann tjáði mér að ef menn væri að falla á prófinu út af öryggisreglum þá ættu prófdómarar að hafa samband við lögregluna til að tilkynna það, því jú ef þú ert felldur út af broti á öryggisreglum þá ertu ekki að fara rétt með skotvopn og ef þú ert ekki að fara rétt með skotvopnið þá ættiru kannski ekki að vera með réttindi fyrir því.
Samskonar rök væri hægt að koma með varðandi öryggisreglur á skotsvæðum.

-Dúi

Skrifað þann 26 July 2012 kl 22:34

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ný og betri aðstaða hjá SR

það þarf mann til að hleypa af, byssan gerir það ekki sjálf, og ef enginn fer yfir rauðu línuna á meðan ljósið logar þá er engin hætta á voðaskotum, þó að allar byssurnar væru hlaðnar á borðunum....

en eins og ég var búinn að segja, það skiptir engu máli hvað mönnum finnst að það eigi að gera, það eru öryggisreglur SR sem gilda á þeirra skotsvæði og á meðan ekki er tekið fram í þeim að það eigi að taka bolta úr byssum þá þarf enginn að gera það.

Skrifað þann 27 July 2012 kl 7:07

dgs

Svör samtals: 236
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ný og betri aðstaða hjá SR

Það er akkurat málið, ekki er hægt að hafa mismunandi reglur eftir því hvaða skotstjóri er á svæðinu, það þarf að setja þessar reglur opinberla inn í "öryggisreglur SR"

Skrifað þann 27 July 2012 kl 8:19

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ný og betri aðstaða hjá SR

Menn eru að fara yfir rauðu línuna meðan ljósið er á, hvort sem það er af vanþekkingu, annars hugar eða hvað.
Allt tal um að treysta 100% öllum sem inn í riffilskýlið koma er bara ekki raunhæft.

Og aftur spyr ég af hverju getum við ekki hagað okkur eins og nágranna þjóðirnar ??
Erum við of góðir með okkur svona eins og að nota verðtryggingu á lán !!

Mbk Sigurður Hallgrímsson.

Skrifað þann 27 July 2012 kl 12:08

mckinstry

Svör samtals: 43
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ný og betri aðstaða hjá SR

Er ekki lang snjallast að nota "Chamber Empty Indicator" eða "Flag" oftast gult plast - t.d. eins og sýnt er hér ofar í þræðinum - og hægt er að kaupa fyrir lítið eða búa til sem sýnir að riffillinn á borðinu er öruggur. Skammbyssumenn gætu sett sínar byssur óhlaðnar í slíður og borið á sér út að skotmörkum. Það þarf auðvitað ekkert að ræða það hér að skotmaður yfirgefur aldrei hlaðið skotvopn.

Þorsteinn Svavar McKinstry

Skrifað þann 27 July 2012 kl 14:54

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ný og betri aðstaða hjá SR

Ágætu félagar!

Getur verið að Gísli Ófeigsson sé minn gamli félagi úr stjórn SR fyrir svo sem 100 árum?
Sátum við saman á stjórnarfundum á æskuheimili þínu og Ólafs bróður þíns í Mávahlíðinni?
Ef svo er þá komdu blessaður gamli vinur. Ef ég fer mannavillt byðst ég afsökunnar.

Það er misskilningur hjá þér Daníel að það þurfi utanaðkomandi aðstoð til að hleypa af
skotvopni...slíkt hefur gerst í ótal skipti í ótal löndum í ótal ár. Með hræðilegum afleiðingum.
Slík Rússnensk rúlletta mun halda áfram meðan það eru óábyrgir aðilar á meðal vor
sem bjóða öðrum gestum skotsvæðis upp á breytni sem á að leiða til ævilangs brottreksturs.
Það er aldrei of varlega farið. Okkar áhugamál, skotfimi, á ekki beinlínis uppá pallborðið
hjá yfirvöldum þessa lands eins og við vitum báðir og við reyndar öll!

"Það þarf auðvitað ekkert að ræða það hér að skotmaður yfirgefur aldrei hlaðið skotvopn."

Ágæti félagi Þorsteinn Svavar:

Jafn grandvar maður og þú auglóslega ert skilur eðlilega ekki slíka breytni..en eins og ég
hefi áður lýst þá er þetta að gerast...og það ítrekað!!!!
Ég fyrir mitt leiti ætla ekki að taka áhættuna á að einhver gleymi að opna bolta og taka
virkt skot úr chamberi meðan ég er að skipta um skífur.
Allir sem leiða hugan að þessu vandamáli hljóta að átta sig á að eina örugga lausnin er að
boltar (lykill) sé tekinn úr lásnum og viðkomandi ber hann á sér þar til hann skal notast aftur!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson
sem er annt um frelsi okkar til að eiga og nota byssur
og geri mér grein fyrir að eitt misstig yrði okkur dýrt!!

Skrifað þann 27 July 2012 kl 20:33

ÁrniL

Svör samtals: 21
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ný og betri aðstaða hjá SR

Í þessu samhengi vil ég segja að þótt ég sé ótal sinnum búinn að vera skotstjóri þá forðast ég það nú eins og ég get. Maður er litinn hornauga og álitinn leiðindapúki þegar maður bendir mönnum á að fara ekki yfir rauðu línuna þegar ljósin loga. Menn eru

[/quote]bara[quote]
að gera þetta og hitt. Svo hafa hinir og þessir (líka stjórnarmenn úr SR sem telja sig yfir skotstjóra hafnir) farið að kveikja og slökkva á ljósunum eftir eigin geðþótta og þá er maður bara frekja ef maður mótmælir! Ég nenni ekki slíku. Verð að segja að það vantar mjög mikið uppá byssusiðmenningu okkar.

ÁrniL

Skrifað þann 27 July 2012 kl 22:25

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ný og betri aðstaða hjá SR

aðalfundur SR er áætlaður í september, ef þið viljið breytingar á öryggisreglum eða lögum SR þá er um að gera að senda tillögurnar til stjórnarinnar tímanlega, venjulega þurfa breytingartillögur að hafa borist stjórn tveimur vikum til mánuði fyrir aðalfund svo það er ekki mikill tími til stefnu að fara að semja þessar breytingar svo hægt sé að kjósa um þær á aðalfundi.

til að hægt sé að kjósa um breytingartillögur þá þurfa þær að hafa borist stjórninni næginlega tímanlega til að stjórnin geti sent þær á félagsmenn áður en boðað er til aðalfundar svo félagsmenn hafi tíma til að lesa þær yfir og senda inn sínar tillögur á breytingum.. td. ef laga þarf orðalag eða eitthvað þessháttar svo meiri líkur eru á að breytingin verði samþykkt..

ef breytingartillaga er illa orðuð þegar hún er send inn þá er ekki heimilt að breyta orðalagi á aðalfundi, aðeins er hægt að kjósa um hvort breytingin er samþykkt eða ekki og litlar líkur eru á að illa orðuð tillaga verði samþykkt.

svo vandið til verka drengir þegar þið farið að semja breytingartillögurnar ;)

Skrifað þann 28 July 2012 kl 8:10

303

Svör samtals: 14
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ný og betri aðstaða hjá SR

Sæll Magnús, jú sá er maðurinn. Takk fyrir síðast ( ~100 ár ), og bý reyndar á sama stað.

Þetta með boltana verður að skilgreina betur. OK með "bolt action" riffla, en alls ekki í lagi með
Lever Action - Semi Auto eða skammbyssur.

Glæsilegur dagur í Álfsnesi í dag.

Kv Gísli Ófeigsson

Skrifað þann 28 July 2012 kl 17:53

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ný og betri aðstaða hjá SR

Gísli, nei ég lít ekki á þessi önnur skotvopn sem vandamál. Bara það að losna við bolt action rifles
er 95% + af öllum vopnum í skýlinu. Þegar bolti er kominn úr riffli þá er hann ekki skotvopn lengur hann er óvirkt skotvopn. Skammbyssur þar veit ég ekki um neinn sem lætur þær úr augsýn.

Og sú regla að gera vopn Óvirkt þyrfti ekki að vera flókin.
td. þau skotvopn sem ekki er hægt að gera óvirk með úrtöku bolta skulu vera með chamber plug.
Það mundi þíða að lever action notaði plug..smiling Það þyrfti kannski að íslensku sera þetta aðeins..... Magnús hvar ertu..

Er þetta ekki bara komið......shades
Mbk Sigurður

Skrifað þann 28 July 2012 kl 19:49

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ný og betri aðstaða hjá SR

Ég fór að hugsa þetta betur.
Takk byssur info fyrir aðalfundar málið.
Spurningin er þessi ef þetta þarf að fara fyrir aðalfund ?? eða er þetta til stjórnar ??
það gæti kannski einhver svarað því ?
þá Vantar íslenskt orð fyrir chamber plug.
Ég get allveg sent til breytingar á öryggisreglum fyrir aðalfund ef þess þarf.
Ég sendi þetta ekki inn nema menn séu sammála um þessa breytingu alla vega frá óopinberi riffilnefnd.
Ég er óánægður með núverandi reglur mér finnst þær með öllu ófullnægjandi. Ég labba núorðið rútínerað á öll borð eftir að ég kveiki á ljósi meira að segja ég lít á mitt eigið borð !!
Árni ég er laus við það núorðið að einhver ýti á takkann að mér forspurðum, kannski er ástæðan fyrir því að ég nota sama orðfæri til viðkomandi og ég nota á 9 ára gamla minkahundinn minn..angry og man ekki hverjir hafa verið í stjórn eða ekki.
Mbk Sigurður Hallgrímsson.

Skrifað þann 29 July 2012 kl 12:13

dgs

Svör samtals: 236
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ný og betri aðstaða hjá SR

Fór á stúfana að leita að chamber flags hérna heima en fann hvergi, pantaði því að utan og er að losa mig við umfram magnið.
http://hlad.is/index.php/spjallbord/til-soelu-oska-eftir/ts-chamber...

Skrifað þann 15 August 2012 kl 10:59

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ný og betri aðstaða hjá SR

Sæll DGS, flott framtak. Vonandi þegar þetta fer að sjást á borðum þá fatti menn hvað þetta er sniðugt.
Mbk Siggi.

Skrifað þann 15 August 2012 kl 12:49

rjupur.

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ný og betri aðstaða hjá SR

Það kemur fyrir að ég sé sammála Dan. Sig.
og núna er ég það

Skrifað þann 15 August 2012 kl 13:06

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: ný og betri aðstaða hjá SR

Ég pantaði aðra tegund af flöggum frá sinclair, er alltaf með nokkur stykki með mér þegar ég er að skjóta... 1000kr stk.

Skrifað þann 15 August 2012 kl 13:08
« Previous12Next »