Ný útfærsla af skotkassa, hvor er fallegri að ykkar mati? Nýjar Myndir

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Jæja nú er ég búinn að smíða annann skotakassa og breita smá frá þeim fyrsta, þessir kassar eru báðir fyrir cal 222 en lengd og breidd er eins á báðum kössunum en breitingarnar eru þessar helstar. Nýji kassinn er lægri, skotin eru neðar í kassanum miðað við plötu, ný skotaplata úr Hnotu gegnumboruð og þar af leiðandi góður stuðningur, komið fals á lok sem lokar alveg og engin rifa á kassanum, klætt lok og botn þannig að vel fer um skotin, Þessi breiting leiðir af sér betri kassa alveg örugglega en er nýji kassinn fallegri með Hnotuplötu eða er gamla útfærslan fallegri með stálinu???

Tags:
Skrifað þann 27 December 2012 kl 21:40
Sýnir 1 til 19 (Af 19)
18 Svör

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ný útfærsla af skotkassa, hvor er fallegri að ykkar mati? Nýjar Myndir

báðar hugmyndir eru góðar, sameinaðar væru þær enn betri...

hafa hnotuna í botninum og setja stálið ofaná uppá útlitið.

gætir þurft að þynna hnotuna örlítið...

Skrifað þann 27 December 2012 kl 21:48

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ný útfærsla af skotkassa, hvor er fallegri að ykkar mati? Nýjar Myndir

sæll Daníel, já Stál eða Hnota ég fékk ábendingu frá góðum manni að prófa viðarútgáfu, ég átti hnotu og mér finst það koma alveg ljómandi vel út en stálið er líka fallegt.

Skrifað þann 27 December 2012 kl 21:53

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ný útfærsla af skotkassa, hvor er fallegri að ykkar mati? Nýjar Myndir

stálið er fallegra en hnotan veitir betri stuðning, ef stálið er borað örlítið víðara en hnotan til að hylkin nuddist ekki í brúnirnar á því þá væri mikill kostur að hafa það ofaná hnotunni, það bæði eykur styrk boxins og auðveldar þrif, auk þess að boxi er mun fallegra með blöndu af við og málmi.

Skrifað þann 27 December 2012 kl 21:56

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ný útfærsla af skotkassa, hvor er fallegri að ykkar mati? Nýjar Myndir

Ég er sammála þér með það Daníel að þessi blanda viður og stál kemur mjög vel út.

Skrifað þann 27 December 2012 kl 21:59

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ný útfærsla af skotkassa, hvor er fallegri að ykkar mati? Nýjar Myndir

Burt frá praktísku hliðini er timbrið fallegra að mínu mati
Kveðja ÞH

Skrifað þann 27 December 2012 kl 23:04

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ný útfærsla af skotkassa, hvor er fallegri að ykkar mati? Nýjar Myndir

Ágætu félagar!

Sammála ÞH!

Hann orðar þetta einkar skemmtilega;

Timbrið er fallegra!!!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 27 December 2012 kl 23:14

aflabrestur

Svör samtals: 167
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ný útfærsla af skotkassa, hvor er fallegri að ykkar mati? Nýjar Myndir

Sælir.
Fyrir minn smekk þá er það timbrið, en ef það á að vera málmur þá væri kopar eða látún flottast. Hefði áhyggjur af því að hylkinn særðust undan rf. stálinu einu og sér, en stýring með minni götum úr timbri eða öðru væri lausnin. Spurning um að hafa ljósari við í plötunni en kassanum.
Annars er þetta ótrúlega flott væri alveg til í að kaupa svona af þér fyrir spari caliberið.
kv.
Jón Kristjánsson

Skrifað þann 27 December 2012 kl 23:21

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ný útfærsla af skotkassa, hvor er fallegri að ykkar mati? Nýjar Myndir

Ágætu félagar!

Timbur eða ekki timbur...
Þetta er náttúrulega bara fræbært handbragð.!!!
Gaman að hagleiksmenn nenni þessu fyri okkur!
Takk!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 27 December 2012 kl 23:29

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ný útfærsla af skotkassa, hvor er fallegri að ykkar mati? Nýjar Myndir

Takk fyrir hólið strákar, jú ég hef ótrúlega gaman að svona dundi og það er önnur útfærsla á borðinu núna sem verður vonandi góð allavegana líst mér á hana. Jú timbur eða ekki timbur hvað segið þið sem vitið hafið er það lakara en stálið ? ef stálið er lakara en timbrið út af hugsanlegum særindum á hilki má kippa því í liðinn með þrengri stíringu. Er þetta einungis fegurðarmat sem ræður hvort þið minduð vilja. Hvað er Sparikaliberið þitt Jón? kv Vagn I

Skrifað þann 27 December 2012 kl 23:42

yvesleroux

Svör samtals: 313
Virk(ur) síðan: 6 September 2012

Re: Ný útfærsla af skotkassa, hvor er fallegri að ykkar mati? Nýjar Myndir

Sæll Guffi...
Þú spyrð ::::Hvað er Sparikaliberið þitt Jón? kv Vagn I

Þori alveg að svara fyrir Jón....

Sennilega er sparicaliberið hjá honum í cal 450 Marlin...smiling

kvebj.

Skrifað þann 28 December 2012 kl 16:30

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ný útfærsla af skotkassa, hvor er fallegri að ykkar mati? Nýjar Myndir

þú kanski biður hann að hnippa í mig ef hann hefur áhuga. kv Vagn gsm 8677957

Skrifað þann 28 December 2012 kl 17:06

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ný útfærsla af skotkassa, hvor er fallegri að ykkar mati? Nýjar Myndir

Sælir ekki vafi fallegt timbur.
Og ef menn velja nímóðins dansig að þá væri útgáfan ál box + sst og anodiced í
æpandi litum....
Mbk siggi

Skrifað þann 29 December 2012 kl 15:09

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ný útfærsla af skotkassa, hvor er fallegri að ykkar mati? Nýjar Myndir

Það er Y í nýmóðins.

Skrifað þann 29 December 2012 kl 15:35

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ný útfærsla af skotkassa, hvor er fallegri að ykkar mati? Nýjar Myndir

Jamm, það mátti búast við einni villu smiling
Sko poldi þær eru tvær shades hin er ANODIZED hehe

Skrifað þann 29 December 2012 kl 17:34

HPÞ.

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ný útfærsla af skotkassa, hvor er fallegri að ykkar mati? Nýjar Myndir

Þetta eru flottir kassar hjá þér, mér finnst þeir fallegri með gataplötunni úr hnotu, þá geturðu haft hana þykkari og heldur hún þá betur við hylkin. Ef hins vegar þú vilt brjóta þetta upp, þá myndi ég hafa viðinn undir álplötunni eins og Dansig benti á. Að öðru leyti finnst mér kassarnir mjög smekklegir og gæti alveg hugsað mér að eiga svona.

Kv, Halldór.

Skrifað þann 29 December 2012 kl 18:47

Bettinsoli

Svör samtals: 164
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ný útfærsla af skotkassa, hvor er fallegri að ykkar mati? Nýjar Myndir

hvað myndirðu verðleggja svona kassa á?
Myndi hafa áhuga á kassa undir 223 rem og 270 wsm.

Skrifað þann 29 December 2012 kl 18:58

guffi

Svör samtals: 273
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Ný útfærsla af skotkassa, hvor er fallegri að ykkar mati? Nýjar Myndir

8677957 Vagn

Skrifað þann 29 December 2012 kl 20:58

Frikkos

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 9 January 2013

Re: Ný útfærsla af skotkassa, hvor er fallegri að ykkar mati? Nýjar Myndir

Finnst hnotan klárlega flottari en stálið.....fallegt "tréverk" slær allta stálinu út finnst mér wink

Skrifað þann 10 January 2013 kl 0:37