Nauðsyn þess að bedda

narg

Svör samtals: 42
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Góða kveldið

Ég er að breyta gömlum riffli í veiðiriffil, skipta um stock og þess háttar. mín spurning til fróðra manna er þessi. Er nauðsynlegt að láta bedda lásinn í nýtt stock eða er það bara svona bónus meðferð ? Lásinn situr fínt í stockinu og hlaupið flýtur vel.

Hvað finnst ykkur ?

Kveðja
narg

Tags:
Skrifað þann 12 January 2013 kl 17:37
Sýnir 1 til 5 (Af 5)
4 Svör

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nauðsyn þess að bedda

Tilgangurinn með beddun er að fá lás til að passa skefti eins vel og unnt er þannig að engin hreyfing verði milli riffils og skeftis við skotið. Passi nýtt skefti vel er ástæðulaust að bedda en sé, þó ekki sé nema örsmá, hreyfing veldur hún ónákvæmni sem ýmsar skyttur myndu ekki sætta sig við. En það er spurning hvort það væri ekki allt í lagi á veiðiriffli því þar er ónákvæmnin fyrst og fremst aðstæðum að kenna, svo sem hvort púlsinn er í 132 eða 212. Svo er líka spurning um að láta beddun ógerða því þá er alltaf hægt að kenna því um fari skotið ekki nákvæmlega í þetta bringuhár en ekki hitt.
Svo finnst mér skefti alltaf fremur fallegt orð.

Skrifað þann 12 January 2013 kl 18:19

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nauðsyn þess að bedda

Ágæti narg.

Að fella lás rétt að skefti er alltaf kostur!
Þetta fer allt eftir því hverrar náttúru þessi riffill er.
Ef um er að ræða venjulegan veiðiriffil er varla ástæða til
að bedda (þetta er amerískt hugtak sem lýsir því að ýmis efni
eru notuð milli skeftis og lásverks til að tryggja að lásinn
sitji rétt í skeftinu).
Illa bebbaður veiðiriffill með góðu hlaupi skýtur mikið betur
vel beddaður riffill með slöku hlaupi.
Að endingu vil ég taka undir með Þorvaldi..skefti er ólíkt
fallegra orð en stock?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 12 January 2013 kl 19:18

Kjartan Friðriksson

Svör samtals: 57
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nauðsyn þess að bedda

Eifalda svarið er:
Láttu byssusmið taka þetta út og segja þér hvað er heppilegt að gera osfv, ekki flókið !

Skrifað þann 16 January 2013 kl 20:21

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nauðsyn þess að bedda

Ágæti félagi Kjartan Friðriksson.

Þú segir:

Eifalda svarið er:
Láttu byssusmið taka þetta út og segja þér hvað er heppilegt að gera osfv, ekki flókið !

Svarið er alls ekki einfallt...spurningin er hvaða byssusmið á að láta segja sér hlutina?
Það er milljón dollara spurningin!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.
P.s Það er kunnara en frá þurfi að segja að
byssusmiðir þessa lands eru ekki smmála
þegar kemur að þessum grundvallarþætti
byssusmíði kemur!
Lesist nákvæmari riffill!!

Skrifað þann 17 January 2013 kl 21:33