Nikon Sjónaukar

isak2488

Svör samtals: 19
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Hafið þið einhverja reynslu af Nikon riffilsjónaukum.
Er að skoða einn sem mér lýst vel á, en það væri ekki verra að fá ábendingar áður en maður versla sér einn.
http://www.theriflescopestore.com/nik8480.html...

Tags:
Skrifað þann 24 February 2013 kl 12:56
Sýnir 1 til 11 (Af 11)
10 Svör

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nikon Sjónaukar

ef sjónaukarnir eru smíðaðir af sama standard og myndavélalinsurnar þeirra þá er þetta gæðagler, hinsvegar tók ég strax eftir að það er ekki nema 20moa adjustment á honum sem er svakalega lítið, það þýðir 10moa í hverja átt frá miðju.

nightforce er með frá 40moa á 12-42x56 og uppí 100moa á 5.5-22x56.

á báða og 12-42 get ég stillt á 500m en þarf fleirri moa til að komast lengra, 5.5-22 get ég stillt út á 1200m og eftir það verð ég að nota holdover.

Skrifað þann 24 February 2013 kl 13:15

257wby

Svör samtals: 192
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nikon Sjónaukar

Eftir því sem ég best veit þá hafa Nikon riffilsjónaukarnir verið að koma vel út.

Kv.
Guðmann

Skrifað þann 24 February 2013 kl 14:46

Doubles

Svör samtals: 157
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nikon Sjónaukar

Ég er með einn frá Nikon( Coyote Special). Hann er bjartur og í alla staði frábær sjónauki. Eitt sem er sérstakt við Nikon er "constant eye relief." þ.e.helst sama yfir allan skallann.Kannski valmöguleikar á krossi ekki það besta fyrir markskotfimi. Sýnist að maður fái mikið fyrir aurinn en sitt sýnist hverjum sjálfsagt.

kv,
Hafliði

Skrifað þann 24 February 2013 kl 15:11

EirikurJ

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nikon Sjónaukar

Hef notað Nikon Monarch Gold 2.5-10x50 SF á 270Win riffil, stabill og fínn í alla staði.
Er með BDC krossi sem ég mundi ekki velja aftur.

Skrifað þann 24 February 2013 kl 18:05

LRS

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nikon Sjónaukar

Flottir sjónaukar

Skrifað þann 24 February 2013 kl 19:21

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nikon Sjónaukar

Ágætu félagar!

Spyr sá sem ekki veit.

Eru þessir sjónaukar frá sama Nikon og framleiðir myndavélarnar?
Ég bara spyr vegna þess að Nikon myndavélar eru í allra fremstu röð...
þannig að maður hefði haldið að Nikon sjónaukar væru í flokki með Zeiss og
öðrum álíka?
Eins og ég segji..spyr sá sem ekki veit!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 24 February 2013 kl 21:03

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nikon Sjónaukar

Nikon eins og aðrir myndavéla framleiðendur framleiða líka ódýrt og lélegt dót...

topp linsa með meira en 10x aðdrætti kostar yfir milljón frá Nikon, þessir sjónaukar eru kringum 100þ, þannig að þeir eru í talsvert lægri klassa en topp linsurnar.

þessi linsa er með fastri 12x stækkun og kostar $10.000

http://www.bhphotovideo.com/c/product/520646-USA/Nikon_2173_Telepho...

Skrifað þann 24 February 2013 kl 21:17

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nikon Sjónaukar

Takk fyrir svarið Daníel.
(veit að þú veist hvað þú syngur þegar kemur að ljósmyndun!!
hef séð nokkrar glæsilegar myndir eftir þig).

Það er einmitt þetta sem ruglar mig í ríminu...hvers vegna er Nikon
sem óhætt er að segja að sé í fremstu röð framleiðanda myndavéla sé líka
að dunda við að búa til hluti sem eru hálfgert drasl???
Þá er ég ekki að tala um riffilsjónauka frá Nikon!!!!!! Alls ekki!!
Ég er að tala um ódýrar, en samt of dýrar, compact myndavélar frá þessu
ágæta fyrirtæki.
Slíka framleiðslu hefi ég aldrei séð frá Zeiss svo dæmi sé tekið.
Svo maður haldi þræði...þá hefi ég stillt inn nokkra Nikon sjónauka og alltaf
fundist þeir ágætir í alla staði...verið bjartir og tærir og stillingarnar virkað
ágætlega.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 24 February 2013 kl 22:24

sigbsig

Svör samtals: 41
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nikon Sjónaukar

hef verið að skoða þessa sjónauka á netinu og hvar sem er talað um þá eru þeir að koma vel fyrir í öllum fyrirsögnu og sá að þetta væri best buy hvað varðar gæði verð og fleira .
Enn er einhver að selja þá hér heima?

Skrifað þann 24 February 2013 kl 23:16

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nikon Sjónaukar

evrópa og ameríka samanlagt er ekki nema 10% af heiminum, hin 90% hafa ekki efni á fína dótinu sem við kaupum.

það eru seldar um 10.000 compact vélar á móti hverri DSLR vél, ekki skrítið að Nikon vilji sinn skerf af þeim markaði.

sama með sjónaukana.. það eru 300.000.000 byssur í USA, Zeiss, Nightforce, Leupold, March og Henstholdt samanlagt hafa ekki framleitt nóg af sjónaukum fyrir þessar byssur, hvað þá allar aðrar byssur á jörðinni... einhver verður að framleiða fyrir budget markaðinn, hann er mikið stærri en lúxus markaðurinn sem við erum á.

Skrifað þann 25 February 2013 kl 7:30