Nýir veiðimenn og staðir

Brefberin

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 17 October 2012

Mig langaði til að forvitnast aðeins um hvert nýr veiðimaður getur farið til að veiða gæs. Hvernig fynnið þið til dæmis vænleg tún. Er allsstaðar selt inn á þau eða eru einhver sem eu ávallt í boði. Það virðist vera meira torf en ég hélt að fynna tún. Er einhver staður sem þið mælið með?

Tags:
Skrifað þann 17 October 2012 kl 21:32
Sýnir 1 til 20 (Af 23)
22 Svör

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýir veiðimenn og staðir

snæfellsnesið, ca 20 mínútur frá Borgarnesi, keyrði framhjá þúsundum gæsa á því svæði í gær.. enginn veiðimaður á svæðinu svo það ætti ekki að vera erfitt að fá leyfi hjá bændunum þar til að skjóta.

sá reyndar haförn svífandi yfir gæsinni líka svo maður verður að passa hvert maður skýtur þarna...

Skrifað þann 17 October 2012 kl 21:37

skepnan

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýir veiðimenn og staðir

Sæll Daníel, "snæfellsnesið, ca 20 mínútur frá Borgarnesi, keyrði framhjá þúsundum gæsa á því svæði í gær.. " þá ert þú á Mýrunum ekki á nesinu, betra að vita á hvaða landsvæði á að spyrja leyfis. Það myndi flokkast undir 311 Borgarnes fyrir bréfberann grin

Kveðja Keli

Skrifað þann 18 October 2012 kl 0:23

Camo

Svör samtals: 107
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýir veiðimenn og staðir

Held ég viti hvaða stað hann meinar. Þar hefur ekki verið leyft að skjóta í mörg ár.Enda sækir Gæsin í frið löndin.

Skrifað þann 18 October 2012 kl 0:35

aronlevibeck

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýir veiðimenn og staðir

Mikið er af haförn á snæfellsnesi, ég tel það vera mjög slappt að skjóta haförn "óvart" þar sem hann er mjög auðþekkjanlegur. Hann fælir upp gæsirnar og getur það myndað öra umferð á hópum sem er bara skemmtinlegt fyrir veiðimenn.

Kv. Aron Leví Beck.

Skrifað þann 18 October 2012 kl 14:48

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýir veiðimenn og staðir

mýrar eða nes... þegar ég er búinn að beygja útúr hringtorginu þá tel ég mig vera á Snæfellsnesi ;)

Skrifað þann 18 October 2012 kl 15:15

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Nýir veiðimenn og staðir

Fyrst keyrirðu út á Mýrarnar svokölluðu síðan á Snæfellsnes, hvar svo sem þú telur þig vera byssur. Það er lágmark fyrir veiði- og ferðamenn almennt að vita hvar þeir eru hverju sinni.

Skrifað þann 18 October 2012 kl 16:07

skepnan

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýir veiðimenn og staðir

USSS!! Ekki láta nokkurn mann þarna fyrir vestan heyra þettagrin Þá færðu hvergi að skjótasmiling
"Skrollara"-blóðið í mér fer allt af stað við svona líka óheyrilegan munnsöfnuðmischievous

Kveðja Keli "á Hól"

Skrifað þann 18 October 2012 kl 16:07

mummi

Svör samtals: 88
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýir veiðimenn og staðir

það eru ca 45km vestur að snæfellsnesinu þannig að þú þarft að keyra ansi hratt til að komast það á 20 mín.

kv Mummi snæfellingur

Skrifað þann 18 October 2012 kl 22:03

Fiskimann

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýir veiðimenn og staðir

Sælir félagar
Ég hefði haldið að 20 mínútur frá Borgarnesi væri ágætis staðarlýsing. Tel að þetta séu álíka hártoganir og þegar e-m varð það á að skrifa um Reykjanesskagann sem Reykjanes. Reykvíkingar tala gjarnan um Reykjanesið þegar átt er við Reykjanesskagann. Fyrir mér byrjar Snæfellsnesið ca 20 mínútur frá Borgarnesi þó eflaust sé það ekki nógu nákvæmt fyrir heimamenn. Var ekki annars verið að spyrja um veiðistaði. Veit e-r um líklega veiðistaði.
Kv. G.F.

Skrifað þann 19 October 2012 kl 13:22

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýir veiðimenn og staðir

„Fyrir mér byrjar Snæfellsnesið ca 20 mínútur frá Borgarnesi...“ Jamm.
Fyrir mér byrjar Keflavík við Hvaleyrarholt, enda eru þá ekki nema tuttugu mínútur eftir til Keflavíkur.
Og Reykjavík við Laxá í Leirársveit.
Það er alveg stórmerkilegt annars að menn skuli hrósa sér af því að þekkja ekki landið sitt og telja það hártoganir að benda á landþekkingarvillur. Hvað ef maður yrði fyrir slysi og segði neyðarlínunni að hann væri á Snæfellsnesi verandi þá á miðjum Mýrunum? Nú er það mjög algeng gloría að rugla saman Gjábakkahrauni og Lyngdalsheiði. Á hvorn staðinn skyldi björgunarsveit fara segðist rjúpnaskytta hafa fótbrotnað á Lyngdalsheiði?
Ónákvæmni í landfræðiupplýsingum getur, og hefur, kostað menn lífið og ber ekki að misvirða leiðréttingar.

Skrifað þann 19 October 2012 kl 18:31

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýir veiðimenn og staðir

byrjarðu að væla...

20 mínútur frá Bogarnesi er 30km frá borgarnesi miðað við hámarkshraða.. skiptir engu hvað svæðið heitir þar sem aðeins ein leið er inn á nesið sé leiðin inn á Búðardal ekki talin með.. enda ekki besti vegurinn...

fyrir utan það að ef þú hringir í neyðarlínuna þá eru þeir búnir að staðsetja þig innan 6km svæðis innan 10 sekúndna, og hangirðu á linunni í mínútu þá geta þeir staðsett þig mjög nákvæmlega.

Skrifað þann 19 October 2012 kl 18:48

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýir veiðimenn og staðir

Eins og Árni Magnússon sagði: „Svo gengur það til í heiminum, að sumir hjálpa erroribus á gáng og aðrir leitast síðan við að útryðja aftur þeim sömu erroribus. Hafa svo hverir tveggja nokkuð að iðja.“
Nú er það svo að mér rennur til rifja þegar sumir, vafalaust að mörgu leyti mætir menn, geta ekki tekið leiðréttingum. Þess vegna væli ég.
Hitt er svo væntanlega ekki til að niðurlægja mig, ágæti Daníel, að þú notar orðalagið: „byrjarðu að væla..“ enda geri ég ráð fyrir að þú sért yfir slíkt hafinn og hefur enda hneykslast á meintri slíkri hegðun hjá öðrum. Það er að sönnu gott að björgunarsveitir hafa ráð undir hverju rifi en þó breytir það ekki þeirri staðreynd að landafræðiþekking er gulls ígildi, sérstaklega þegar sóst er eftir hjálp eða leiðbeiningar gefnar um hvar má fara með byssu. Séu skekkjur í slíkum upplýsingum svo tugum kílómetra skiptir kann það að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir þann sem fer eftir leiðbeiningunum. Hinn getur vitaskuld verið stikkfrí og hneykslast á þeim sem hneykslast.

Skrifað þann 19 October 2012 kl 19:39

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýir veiðimenn og staðir

ég nota orðalagið "byrjarðu að væla" því einu skiptin sem þú tjáir þig í þráðum hérna er til að vera besservisser og leiðrétta aðra með því að gera lítið úr þeim og þeirra vitneskju, og aldrei hafa innlegg þín nokkuð að gera við upphaflegan tilgang þráðarins..

reyndu að halda þér "ON TOPIC" og ekki skipta þér af því hvað aðrir eru að tjá sig.. fólki er frjálst að lesa innleggin og leggja eigin túlkun í þau, það þarf enginn á besservisser að halda sem hefur vit fyrir öllum á spjallborðinu... það eru ekki allir heimskingjar hérna, flestir eru meirasegja þokkalega skynsamir og færir um að sjá hvað er rétt og hvað er rangt í innleggjum fólks.. það þarf ekki að segja þeim frá því ;)

bara vinsamleg ábending !

Skrifað þann 19 October 2012 kl 19:55

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýir veiðimenn og staðir

Jamm. Takk fyrir það. Ég viðurkenni alveg að ég er óforbetranlegur besservisser. En oftast reyni ég þó að vera sæmilega kurteis. Ekki dytti mér t.d. í hug svona orðalag: „einhvernvegin leyfi ég mér að efast um að þú hafir byssuleyfi.. svona vanþroskað hátterni er allavegna næg ástæða til að taka það af þér...“
Hvor okkar hefur aftur oftar verið útilokaður af spjallinu?
En nú er mál að linni. Ég skal ekki leiðrétta þig oftar. Til þess verða örugglega einhverjir aðrir gerist þess þörf. Samt langar mig til að taka fram að ég var ekki að agnúast út í þig með fyrsta innlegginu á þessum þræði heldur náungann sem kallaði sig fiskimann. Mér fannst meira að segja brandarinn um hringtorgið í Borgarnesi fyndinn.
Vertu svo kært kvaddur.

Skrifað þann 19 October 2012 kl 20:50

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýir veiðimenn og staðir

fyrst þú vitnar í annan þráð þá geri ég ráð fyrir því að þú hafir ekki séð myndina sem viðkomandi póstaði sem sínu fyrsta innleggi á spjallborðinu ?

að stilla upp hlöðnum skotum og skjóta á þau er ekki það sem kennt er sem ábyrg meðferð skotvopna, það er eitthvað sem 15 ára unglingum dettur í hug að gera þegar þeir stelast í byssur foreldranna....

Skrifað þann 19 October 2012 kl 21:29

valdur

Svör samtals: 234
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýir veiðimenn og staðir

Það er út af fyrir sig ánægjulegt að fleiri en ég sjái sig þess umkomna að leiða aðra á réttar brautir. Því betra sem þeir eru fleiri. Þá minnkar vitleysan í henni versu og veitir ekki af.

Skrifað þann 19 October 2012 kl 22:14

Fiskimann

Svör samtals: 28
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýir veiðimenn og staðir

Sælir félagar
Var ekki verið að spyrja um veiðistaði? Geta besservisserarnir ekki stofnað sinn eigin þráð með málfræðilegum leiðréttingum og öðru álíka skemmtilegu. E-r staðar verða þeir jú að vera. Lífið er of stutt til að ...........
Kveðja Guðmundur Friðriksson

Skrifað þann 19 October 2012 kl 22:41

Fargo

Svör samtals: 13
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýir veiðimenn og staðir

Þú ættir bara að skoða landsvæði sem þér líst á og bara hringja og spyrja, best væri að mæta á bæina og taka gott spjall. Þótt mörgum sé illa við að hleypa veiðimönnum í landið sitt, þá er oft hægt að fá góðar upplýsingar. Það er hundleiðinlegt að vera landlaus, ég þekki það.

Annað mál, þið sem eruð að tuða í öllum þráðum um hver veit best um allt í heimi. Endilega skiptist á símanúmerum og takið gott spjall á þetta reglulega...þá getið þið útkljáð ykkar heitustu mál. Í alvöru, það er hundleiðinlegt að lesa þessa skrifræpu ykkar.

Skrifað þann 19 October 2012 kl 23:59

chrysophylax

Svör samtals: 44
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Nýir veiðimenn og staðir

Ég vil hvetja tuðara og rifrildismenn áfram til góðra verka hér á spjallinu - ég hef haft hina mestu skemmtun af því lesa þessi rifrildi - og held ég að svo sé í raun um marga - þótt menn sé kannski misstoltir af því. Allavega þá er þetta spjallborð með þeim allra líflegustu sem ég hef tekið þátt í og mín skoðun er að meira er betra - svo endilega látið sem mest flakka.

og fyrir þá sem hafa mjög oft lent í hatrammlegum deilum á þessu spjalli og jafnvel fleiri spjöllum - þá tek ég undir með ykkur að það eru einmitt allir hinir sem eiga við vandamál að stríða - ekk þið.

Skrifað þann 20 October 2012 kl 9:30
« Previous12Next »