Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun!

JP

Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun!

Sæll Þorsteinn.
Umsókn á ekki að kosta neitt. Allt annað er RUGL og stenst varla lög við nánari athugun, þegar allt er skoðað frá A til Ö.
Minni þig í leiðinni á það, að það er félagafrelsi hérlendis samkvæmt lögum svo að það er sem betur fer ekki hægt lagalega að spyrða umsókn um leyfi til að veiða hreindýr við félagsaðild, í t.d. Skotvís. Veiðikort nægir ásamt skotvopnaleyfi, B - réttindunum.
Varðandi falskar umsóknir, eins og þú talar um, þá getur þú ekki alhæft neitt um það.
Það er örugglega fullt af skotveidimönnum / konum sem aldrei hafa sótt um hérlendis vegna þess að þeim hefur ekki líkað við kerfið. Ég er varla eina dæmið sem finnst um það.
Og sitja siðan eftir varðandi úthlutanir i dag, eins og ég hef áður bent á. Þ.e.a.s ef þeim dytti i hug að sækja um dýr í dag.
Af hverju er þessi ofuráhersla á að verja þetta meingallaða kerfi af hendi Skotvís ?
Þú ert jú greinilega talsmaður þess félags, þó að flestir aðrir innanbúðarmenn þegi þunnu hljóði.
Og eins og þú segir sjálfur: Rödd sem þegir, heyrist ekki.
Ættir þar af leiðandi að geta komið með rök sem að halda og standast nánari skoðun.
Allt í lagi að hafa sjálfstæða skoðun og álit á hlutunum, fyrir sjálfan sig.
Spurning til þín: Ert þú að kynna þínar persónulegu skoðanir, eða skoðanir Skotvís ?
Bara til að hafa hlutina á hreinu.

P.s. veit að þú ert i svæðisráði Skotvís á norðurlandi vestra og vona að þú sért ekki annar af tveim, sem fengu ekki könnunina senda til sín.

Skrifað þann 31 December 2014 kl 22:17

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun!

Hehe grunaði að ég fengi sterk viðbrög við að tengja þetta félagi enda ekki nema eitt félag sem kemur til greina í augnablikinu sem veiðifélag þó það geti hæglega breyst smiling
Ég skil ekki alveg hvað þú meinar að verja kerfið.
Ef þú átt við að það að kefið sé lotto þá er það ekki heilagt held ég.
Ég væri mikið sáttari við að tengja þetta veiðifélagi persónulega og hafa raðakerfið.
En við vitum báðir að reglum er hæglega hægt að breyta ef þarf og félagafrelsið er virt því það þvíngar engin þig eða annan til að ganga inn nema þú viljir veiða.
En mikið væri ég til í að norræna modelið væri innleitt hér það hefur reynst vel.
En skoðanirnar sem ég set hér inn sem hugleiðingarnar eru mínar en ekki Skotvís en sumar eru litaðar af því að ég ver skoðanakönnunina vegna svæðisráðsins enda formaður þess.
En að sama skapi veit ég kala þinn til skotvís vegna safnaramálana en það á bara ekki að koma hreindýraveiðum eða tillögum við að mínu mati.
Og það kom skýrt fram að erfitt væri að bera rökum að það væri fölsk eftirspurn þegar tölurnar í augnablikinu sýndu annað.
En um leið og kemur að úthlutun verður svakaleg afföll og afhverju ætli það sé ?

Bein spurningar til þín Jón.
1. Hvernig vilt þú hafa kerfið svo það sé sem skilvirkast og ekki sé hægt að hafa falska eftirpurn og úthlutunin gangi hraðar fyrir sig? Ég minnist þess ekki að hafa séð þitt álit á hvernig það ætti að vera.
Og 2014 jú jólareikningurinn er í feb en þú sækir um í feb þá væri það mars reikningurinn sem þú þyrftir að hafa áhyggjur af. En ég er alveg búin að játa það að mér líst miklu betur á að ef þú færð dýr er það tekið af kortinu strax eftir úthlutun og þá þessi x tala sem er þá eins og í núverandi kerfi staðfesting á dýrinu og rennur að sjalfsögðu öll upp í heildina af verði dýrsins en þá hættir maður ekki við nema rík ástæða sé til veikindi eða slys eða atvinnu missir eða annað fjárhagslegtt tjón sem auðvelt er að sanna og þá á að vera hægt að fá endurgreitt

Skrifað þann 1 January 2014 kl 2:02

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun!

i upphafi þráðar var beðið um álit niðurstaðna þessarar könnunar svona sem loka púls
Hvort menn séu sammála niðurstöðuni eða ekki og hvar væri það sem ykkur fyndist að.
Og er þá verið að gefa okkur spjallverjum hér sem mistu af könnunini eða vilja bara almennt segja sína skoðun kost á að hafa eitthvað til málana að leggja.
Því reynslan sýnir að það heyrast oftast bara neikvæðu raddirnar eftir að kannanir eru birtar svo að það verður bara að koma í ljós hve margar þær verða og hvaða atriði í tillöguni þær eru ósáttar með.
Að sjálfsögðu væri gott að fá jákvæðu raddirnar líka
Kveðja
Og gleðilegt nýtt ár.

Skrifað þann 1 January 2014 kl 12:26

K98k

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun!

Sælir

Mig langar að skjóta að þeirri skoðun að helsti veikleiki núverandi fyrirkomulags er sá óhæfilegi dráttur sem leyfishöfum er gefinn á því að ganga frá fullnaðargreiðslu fyrir veiðileyfi. Ég skal rökstyðja þetta frekar.

Ef ég sæki um og fæ úthlutað dýri þá er ég, að því gefnu að fleiri umsóknir séu inni, að taka frá leyfi sem einhver annar hefði fengið, það liggur fyrir. Ég verð jafnframt að gefa mér að umsókn mín byggi á því að ég ætli að nýta mér leyfið, annars væri ég ekki að sækja um.

Að draga greiðsluna fram eftir ári, eins og staðreyndin er í dag, skapar það vandkvæði sem allir þeir sem komið hafa að þessu þekkja og vita til. Við vitum það að menn eru að teygja lopann og velkjast með þetta fram og tilbaka, tölurnar um biðlistana einar og sér segja allt sem segja þarf í þeim efnum. Þannig er visst hlutfall veiðimanna að falla frá leyfum sínum langt fram eftir sumri, þetta setur aðra í vandræði, bæði starfsmenn UST og veiðimenn sem eru á biðlista.

Er það við við hæfi að sá sem sækir um og sannanlega hefur áhuga en lendir á biðlista þurfi að sæta því að vera skutlað inn með nánast engum fyrirvara? Viljum við ekki getað spyrt okkur saman með félögum okkar sem mögulega fengu úthlutað svona til að geta skipulagt ferðina og hagrætt með kostnað, svo ekki sé talað um skipulag sumarsins að öðru leyti.

Ég hef í samskiptum mínum við UST gagnrýnt það að þeir sem fá úthlutað sé ekki gert strax að gera upp að fullu fyrir sín veiðileyfi. Það er eðlilegast og við hæfi, enda er það eina leiðin til að tryggja að þeir sem hyggja á veiðar geti skipulagt sig í tíma og hagrætt sínum málum. Ef þú ætlar þér að fara skaltu borga fyrir leyfið strax eða hætta að hugsa um þetta.

Að því að ég sé að verið er að ræða fyrirkomulag við úthlutun leyfa þá finnst mér persónulega ekkert að núverandi fyrirkomulagi, enda tryggir það að allir sitja við sama borð fyrir hvert veiðitímabil, fyllsta jafnræðis er gætt í hvert sinn sem dregið er. Ef einhver ætti að kvarta undan þessu fyrirkomulagi þá væri það ég.... hef ekki fengið úthlutað síðustu 4 veiðitímabil, en ég kvarta ekki.

kveðjur
Ingólfur

Skrifað þann 1 January 2014 kl 13:02

JP

Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun!

Sæll Þorsteinn.

Óska þér og spjallverjum öllum, gleðilegs nýs árs.

Ingólfur er í raun búinn að svara fyrir mig að hluta til. Auðvitað á að borga strax og til fulls uppsett verð á veiðileyfinu. Verðlagningin er síðan kapituli út af fyrir sig. Svo vaknar spurningin hvort umsækjandi sem hefur greitt uppsett verð sé heimilt að ráðstafa leyfinu sínu til annars hæfs veiðimanns ef hann getur ekki nýtt það, einhverra hluta vegna. Eða á hann rétt á endurgreiðslu, með eða án vaxta ?
Varðandi falska eftirspurn þá býður fyrirkomulag dagsins í dag uppá hana. Verðum samt að passa okkur á því að alhæfa ekki varðandi hana. Það eru efalaust margir sem sækja um í góðri trú, en síðan breytast aðstæður á einhvern hátt, eins og gengur.
Fimm skifta reglan verkar síðan hvetjandi varðandi það að sækja um, án þess að vera alveg viss um það hvort umsækjandi ætli sér í raun og veru að fara. Og ef menn fá úthlutuðu dýri, þá fara auðvitað sumir þó að það hafi jafnvel ekki staðið til. Og við getum þá sagt að það sé á kostnað annara umsækjenda sem ekki fá úthlutuðu dýri það árið. Held að þessi regla þyrfti að falla út.

En eins og þú veist, þá má deila / rökræða um þetta endalaust. Vonandi verður það áfram á málefnalegan hátt eins og verið hefur fram að þessu, bæði hér og á Skyttuspjallinu.

Skrifað þann 1 January 2014 kl 13:56

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun!

Takk fyrir þetta Jón og Ingólfur þetta eru innlegg í umræðuna og já ég vona að öll umræða verði málefnaleg og uppbyggjandi

Skrifað þann 1 January 2014 kl 14:13

skepnan

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun!

Ingólfur og Jón, það hefur komið fram áður að ekki eru allir veiðimenn færir um það að greiða 135,000 krónur bara sí svona. Var meðal annars minnst á að ekki mætti gera þetta að ríkra manna sporti, en þið hafið greinilega þykkari buddur en margir aðrir. Þessi greiðsludreifing sem að þú ert svo á móti Ingólfur, var hugsuð svo að allir sætu við sama borð. Ég hef minni áhyggjur en margir af uppblástnum áhuga vegna sýndarumsókna en það er bara ég. Meiri spurningu set ég yfir órökstuddri hækkun á hreindýraveiðileyfum og algeri þögn þessarar stofnunar þegar eftir var leitað. Hver ætlar að stoppa þá ef að þeir fá að rukka fyrirfram hvað sem þeir vilja? Nù er komið 2014 en hreindýrakvótinn, sem að á að vera ljós fyrir fyrsta desember árið á undan, er ekki enn kominn. Þeir eru ekki mikið fyrir að fylgja lögum virðist vera og ekki treysti ég þeim fyrir peningunum mínum svona út í loftið.

Kveðja Keli

Skrifað þann 1 January 2014 kl 22:20

JP

Svör samtals: 97
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun!

Sæll Keli.

Ég sagði að verðlagningin væri síðan kapituli út af fyrir sig.
Það segir þér væntanlega eitthvað um mitt álit á henni.

Kv, Jón. P.

Skrifað þann 2 January 2014 kl 0:01

ísmaðurinn

Svör samtals: 61
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun!

Er 100% sammála veiðifélaga mínum honum Þorkel með að ekki allir hafa þessar 135,000 tilbúnar fyrir þetta EF maður skyldi mögulega fá dýr... þá er gott að hafa nokkra mánuði til að geta safnað fyrir dýrinu og ferðakostnaði!!!

Skrifað þann 2 January 2014 kl 0:59

K98k

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Niðurstöður könnunar á Hreindýraúthlutun!

Sæll Keli

En hvað þá með þá sem ekki fá dýr í úthlutun og lenda á bið, hvað eiga þeir að gera? UST er ekki banki, það er ekki þeirra að lána eins og skilja má af skrifum þínum, menn verða einfaldlega að standa skil ef þeir ætla að taka þátt. Að öðrum kosti sitjum við uppi með vandræaðganginn af þessu fyrirkomulagi eins og það er í dag. Ég skal hins vegar taka undir að það er í lagi að greiðsludreifa, en menn verða að skuldbinda sig strax, eða hætta annars við, svo allir sem hafa áhuga á að taka þátt viti helst strax í febrúar eða mars hvernig sumarið kemur til með að liggja.

Svo er leyfið er einungis hluti af tilkostnaðinum, við skulum ekki gleyma því, en það er annar handleggur.

kveðja
Ingólfur

Skrifað þann 2 January 2014 kl 10:48
« Previous12Next »