Strákurinn okkar stóð sig vel á Ólympíuleikunum

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Ásgeir Sigurgeirsson klikkaði ekki á Ólynpíuleikunum í Loftskammbyssunni.

Til hamingju Ásgeir!!!


http://www.mbl.is/sport/frettir/2012/07/28/asgeir_i_14_saeti_i_skot...

JAK

Tags:
Skrifað þann 28 July 2012 kl 15:44
Sýnir 1 til 5 (Af 5)
4 Svör

Silent

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Okkar maður stóð sig vel á Ólympíuleikunum

Já 580 í skor það er rosalegt. Gríðarlega flottur árangur hjá kallinum.

Skrifað þann 28 July 2012 kl 16:16

Guerini

Svör samtals: 13
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Okkar maður stóð sig vel á Ólympíuleikunum

Virkilega flott hjá Ásgeiri og hann sýndi þarna að hann á fullt erindi í keppni hinna bestu.
Nú er bara að vona að keppendur í haglagreinum hérlendis fái aukna athygli og stuðning á komandi
árum þannig að við getum eignast skotmenn í fremstu röð í skeet eða trap líka. Smáþjóðaleikar á Íslandi 2015 smiling

Hef heyrt að landsliðsmenn í Noregi fái um hálfa millu nkr á mann á ári í styrk til að geta sinnt æfingum og
keppni af krafti á meðan skotmenn hérlendis eiga ekki fyrir skotum...og skotsambandið er eitt af fjársveltustu samböndum innan ÍSÍ. Svo er í umræðunni að skerða þær tekjur sem íþróttahreyfingin fær út úr Lottóinu og veita hluta þeirra til listamanna.

Guerini

Skrifað þann 28 July 2012 kl 16:31

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Okkar maður stóð sig vel á Ólympíuleikunum

Til hamingju Ásgeir! 580 stig! (hvernig fara menn að þessu?).

Og til hamingju við öll sem höfum unun af skotfimi!!!
Nú er kominn fram á sjónarsviðið skytta af þeim gæðum
að jafnvel íslenskir fjölmiðlar verða að taka alvarlega!!!
Umfjöllun um skotmenn (og konur sem er sami hópurinn)
hefur alla tíð verið á gríðarlega neikvæðum nótum hér á landi.
Það að stunda skotfimi hefur, í gegnum tíðina, jafngillt því að
vera hættulegur þessari undarlegu þjóð.
Nú er lag að hefja skotfimi til þeirrar virðingar sem sem henni ber.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 31 July 2012 kl 20:32

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Okkar maður stóð sig vel á Ólympíuleikunum

Flott, mitt litla hjarta brosti þegar ég sá viðtalið svo maður nefni nú ekki skorið váá. Flottur fulltrúi.

Kveðja Sigurður Hallgrímsson

Skrifað þann 1 August 2012 kl 11:24