Prófkjör sjalla í Rvk

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Ok mér er slétt sama hvað menn kjósa í kosningum.
Málið er að það eru allt of fáir veiðimenn á þingi.
Eða bara útivistarfólk yfir höfuð!

Þeir sem kjósa í prófkjörum, setjið veiðimenn á lista, styðjið útivistarfólk!

Ég styð Gulla Þór í sæti 2 í Rvk.

Eru einhverjir aðrir fjallakallar þar í boði?


E.Har
Einar Kristján Haraldsson

Tags:
Skrifað þann 22 November 2012 kl 11:57
Sýnir 1 til 14 (Af 14)
13 Svör

Stebbi Sniper

Svör samtals: 190
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Prófkjör sjalla í Rvk

Ég styð líka Guðlaug Þór í annað sæti... en alþingissæti fyrir komandi kosningar, eins og aðra hrunverja... muhwaaa....

Skrifað þann 22 November 2012 kl 13:04

hallhalf

Svör samtals: 18
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Prófkjör sjalla í Rvk

Eigum við virkilega að láta þetta ágæta spjall fara í þessa átt ? Ég hef enga skoðun á Guðlaugi Þór sem veiðimanni en mér finnst fjas um stjórnmálamenn eiga heima á öðrum spjallsvæðum. Nóg er til af þeim.

Halldór, Molastöðum

Skrifað þann 22 November 2012 kl 13:22

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Prófkjör sjalla í Rvk

Skil þig Halldór og er að mörgu leii sammála.
Málið að við eigum bara mikið undir þinginu.
Nú er búið að leggja nýtt skotvoppnafrumvarp fram.
Nú er búið að vinna svartbók(Andstaða hvítbókar) sem grunn af nýrri veiðilöggjöf.

Því tel ég eðlilegt að styðja við alla þá sem láta sig þessi mál varða.
En skil þig vel.


E.Har

Skrifað þann 22 November 2012 kl 13:27

hallhalf

Svör samtals: 18
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Prófkjör sjalla í Rvk

Ég er sammál því E. Har, það er spurning hvort við skotveiðimenn séum nógu öflugir að afla okkur fylgismanna meðal þingmanna þvert á alla flokka ? Ég hef trú á því að það komi okkur vel sé litið til framtíðar.

Halldór, Molastöðum

Skrifað þann 22 November 2012 kl 16:12

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Prófkjör sjalla í Rvk

Ágætu félagar!

Ég held að þetta sé eitthvað sem við skotvopnaeigendur ættum að leiða hugan að.
Engin flokkapólitík!!!! Gleymum algerlega öllu slíku.
Heldur að við greiðum þeim frambjóðanda, hvar í flokki sem hann kann að vera, atkvæði okkar sé hann líklegur til að standa vörð um hagsmuni okkar.
Ekki þykir gæfulegt að standa í kosningaslag í USA án þess
að lýsa yfir stuðningi við NRA.
Getum við búið til þrýstihóp?

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 22 November 2012 kl 18:12

P173006

Svör samtals: 34
Virk(ur) síðan: 29 July 2012

Re: Prófkjör sjalla í Rvk

Einar, borgaðu mér 100 þús og ég skal mæta og kjósa í prófkjöri hjá sjálstæðismönnum. Enn ég get ekki lofað að ég striki ekki yfir Gulla.
Hvað er það annars sem að gaurinn sem þú dáist svona mikið að hefur gert fyrir okkur sem stundum skotíþróttir á sínum ólukkans ferli, einhver fluttningsmál eða lög sem hann hefur sett nafn sitt við??.

Annars skillst mér að einhver mótorhjólasamtökin ætli að bjóða fram í næstu kosningum, spurning hvort að það sé ekki bara sniðugt að kjósa þá, þá væri allavegna slakað á öllum þessum íþyngjandi reglum sem snúa að okkur skotmönnum!!

Best væri að halda kosninga áróðrinum frá spjalli sem viðkemur veiði, Gulli verður bara að bettla atkvæði annarsstaðar

Kv. Kristófer Ragnarsson

Skrifað þann 22 November 2012 kl 18:26

germanica

Svör samtals: 29
Virk(ur) síðan: 18 August 2012

Re: Prófkjör sjalla í Rvk

Sammála þeim sem vilja pólitík héðan út,mér finnst nú nægilega margt sem menn eru ósammála um svo ekki sé nú þessu bætt við líka.
Kv,
Sæmi.

Skrifað þann 22 November 2012 kl 22:40

admin

Svör samtals: 65
Virk(ur) síðan: 8 May 2012

Re: Prófkjör sjalla í Rvk

En E. Har tók nú smá veiði tvist með þessum "pólitíska" þræði. Allt í lagi að tala um hugðarefni okkar í stærra samhengi. Einhvern veginn í fjandanum þarf að stoppa þetta einelti sem stjórnvöld ástunda á okkur byssu- og veiðimönnum þó svo ég sé ekkert endilega viss um að Guðlaugur sé maðurinn í það.

Skrifað þann 23 November 2012 kl 14:57

338lapua

Svör samtals: 53
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Prófkjör sjalla í Rvk

Sælir, veit ekki sjálfur hvort Guðlaugur Þór sé sá rétti, en svo mikið veit ég að hann var sá eini sem fór í ræðustól við fyrstu umræðu um vopnalaga frumvarpið, ég er ekki sjálfstæðismaður en fór þó og ræddi við kappann og fékk ég það á tilfinninguna að hann hafi mikin áhuga á málinu og veit hvað er að frumvarpinu, enda voru skotvopn á heimili föður hans þegar hann var að alast upp og var honum kennt meðferð þeirra.
MBK, Jakob

Skrifað þann 23 November 2012 kl 19:08

Poldinn

Svör samtals: 186
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Prófkjör sjalla í Rvk

Sælt.

Af hverju þarf að gæta sérstaklega hagsmuna veiðimanna eða annara hópa ? Fyrir það fyrsta er tæplega hægt að kalla veiðimenn hóp miðað við sunduryndið sem iðulega birtist á þessum vef. Svo finnst mér lagaumhverfið vera býsna gott hér og þessi ótti við að allt eigi að banna hér vera mest móðursýki. Til hvers þurfum við sjálfvirk vopn hérna ? .Held að menn ættu fyrst að ganga betur um veiðistofna áður en menn "heimta" meira. En hvað veit ég svosem, bara mín pæling, góða nótt.

Skrifað þann 23 November 2012 kl 21:31

Sveinn 6,5x55

Svör samtals: 26
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Prófkjör sjalla í Rvk

Poldinn veit þetta.
Eina sem ég veit um þennan ágæta mann sem hér er verið að auglýsa er að mér finnst hann siðblindur... En það er margir veiðmenn líka svo þeim kemur örugglega ágætlega saman.

Skrifað þann 24 November 2012 kl 23:41

hrammur

Svör samtals: 103
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Prófkjör sjalla í Rvk

Er sammála Poldanum og Sveini .

Skrifað þann 25 November 2012 kl 20:47

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Prófkjör sjalla í Rvk

Ágætu félagar.

Eruð þið sem sagt þeirrar skoðunar að þingmenn...okkur hliðhollir séu
eitthvað sem okkur varðar ekkert um??
Ég tek sérstaklega fram að ég er ekki að tala um þann mann sem hér
hefur verið nefndur til sögu!!!! Hvorki hann né hans flokkur!!
Eins og ég sagði í fyrri pósti þá má pólitik hvergi koma hér nærri!!!
Ég held að okkur veitu ekki af þeim stuðningi sem við hugsanlega
getum fengið hjá þingmönnum og öðrum áhrifamönnum þessa lands.

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

P.s. Ég las póstin frá Poldanum (fínn drengur) með sértökum áhuga.
Ég spyr ykkur ágætu félagar..hafið þið kynnt ykkur stöðu okkar ef við
værum meðlimir í ESB? Ég spyr af því ég veit ekki svarið.

P.s 2 Geng hér um gólf með barnabarn sem er að taka tennur...
makalaust þetta líf!shlaup okkar hér á storð!

Skrifað þann 25 November 2012 kl 22:24