Páskamót Skotfélags Akureyrar

Finnurinn

Svör samtals: 23
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Nú eru úrslitin úr páskamótinu Varmint For Score komin inná skotak.is eitthvað líka á facebook síðu félagsins. En á 200 metrunum sigraði Sigurður Hallgrímsson með 249 stig og 7x. Annar varð Kristján Arnarson með 248 stig og 3x og þriðji varð Egill Steingrímsson með 245 stig og 4x

Kv Finnur Steingrímsson

Tags:
Skrifað þann 30 March 2013 kl 21:45
Sýnir 1 til 15 (Af 15)
14 Svör

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Páskamót Skotfélags Akureyrar

Frábært.

Mikið væri gaman að sjá öll úrslitin með stigum hvers og eins keppanda, riffiltegund, caliberi, sjónauka og kúlu.

JAK

Skrifað þann 30 March 2013 kl 22:18

Finnurinn

Svör samtals: 23
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Páskamót Skotfélags Akureyrar

Þetta er í vinnslu. Opni flokkurinn er kominn inn, veiðirifflaflokkurinn kemur fljótlega. Smella á mótaskrá 2013 á skotak.is og velja þar viðkomandi úrslit.

Skrifað þann 30 March 2013 kl 22:47

KRA

Svör samtals: 154
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Páskamót Skotfélags Akureyrar

Gaman að koma og taka þátt i móti a Akureyri loksins. En hvað varðar urslitin a 200 mtr. Þá endaði Sigurður með 248 stig ekki 249 eins og ritað er. Rétt skal vera rett.smiling

Skrifað þann 30 March 2013 kl 22:50

Finnurinn

Svör samtals: 23
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Páskamót Skotfélags Akureyrar

Við fórum yfir allar skífurnar hans Sig Hall aftur og þá kom í ljós að skífan sem skráð var með 48 stig, var í raun með 49 stigum. Þar var ekki um línudans að ræða heldur fljótfærni í útreikningi.

Skrifað þann 31 March 2013 kl 0:27

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Páskamót Skotfélags Akureyrar

Sælir aftur.

Skemmtilegt að sjá þetta, spá og spekulera í úrslitin.

Er hægt að sjá reglurnar um flokkun rifflanna einhversstaðar?

Velti t.d. fyrir mér hvers vegna Jóhannes var í opnum flokki með Jalonen en ekki í breyttum veiðirifflaflokki.

http://www.skotak.is/?val=urslit&id=26...


http://www.skotak.is/?val=urslit&id=29...


JAK

Skrifað þann 31 March 2013 kl 8:06

Finnurinn

Svör samtals: 23
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Páskamót Skotfélags Akureyrar

Sælir JAK
Reglurnar eru sennilega hvergi til á prenti, en við höfum notað svipaða skilgreiningu og þeir hjá SKAUST. Um leið og búið er að skipta um eitthvað á rifflinum, eða bæta við, þá flokkast riffillinn breyttur. Hljóðdeyfir eða hlaupbremsa setur því riffil í breytta flokkinn. Njáll er með Hart hlaup, ég er með Krieger og Hrafn með Lothar Walther. en eins sést þá raðast þetta svolítið skemmtilega í þessu móti. Bara Tikka í óbreytta flokknum og mest Sako í þeim breytta.
Kv Finnur Steingrímsson

Skrifað þann 31 March 2013 kl 10:04

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Páskamót Skotfélags Akureyrar

Ég var að velta fyrir mér hvort beddun flytji riffilinn í flokk breyttra.

Á Áramóti SR 2011 voru beddaðir rifflar í flokki óbreyttra.

JAK

Skrifað þann 31 March 2013 kl 10:55

Finnurinn

Svör samtals: 23
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Páskamót Skotfélags Akureyrar

Gleymdi því að beddun er leyfileg í óbreytta flokknum.

Finnur

Skrifað þann 31 March 2013 kl 12:30

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Páskamót Skotfélags Akureyrar

Sælir piltar og takk fyrir flott og vel heppnað mót og mætingin ekki síðri,
ég reyndar saknaði skaust manna en ekkert í lífinu er fullkomið.
TAKK.

Skrifað þann 31 March 2013 kl 21:05

Kló

Svör samtals: 3
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Páskamót Skotfélags Akureyrar

Sæilr hvað er tíjan stór á 100 og 200 metrum?

Mbk. Klóin

Skrifað þann 31 March 2013 kl 21:47

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Páskamót Skotfélags Akureyrar

0.500" og 1.00" og x rétt um 2-3mm

Skrifað þann 31 March 2013 kl 21:58

cuz

Svör samtals: 98
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Páskamót Skotfélags Akureyrar

Hver eru þyngdartakmörkin á breyttum veiðirifflum (ef einhver eru) ?

Skrifað þann 31 March 2013 kl 22:42

feldur

Svör samtals: 132
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Páskamót Skotfélags Akureyrar

Já, einhverjir SKAUST félagar voru að spá í að mæta en ég komst persónulega ekki en langaði mikið að mæta. Það mun einhvern tímann gerast að við mætum galvaskir þarna norður-ettir og fretum eins og enginn sé morgundagurinn. Verst að það eru engin mót hjá ykkur það sem af er árs sem eru vænleg í það.

Kv. Feldur.

Skrifað þann 31 March 2013 kl 23:11

243Howa

Svör samtals: 55
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Páskamót Skotfélags Akureyrar

Flott hjá ykkur félögum! Það hefði verið virkilega gaman að koma til ykkar.
En börnunum finnst víst ennþá gaman að hafa okkur heima á páskunum .
Það breytist einhverntíman wink

Sveinbjörn V.
SKAUST

Skrifað þann 31 March 2013 kl 23:40