Áramóta-mót SR

Finnurinn

Svör samtals: 23
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Get ekki neitað því að ég bíð spenntur eftir að sjá úrslitin úr riffilmótinu hjá SR. Eftir fjörugar umræður um hvaða rifflar séu bestir og hvaða skotmenn séu bestir, þá ætti niðurstaðan að liggja fyrir eftir þetta mót. Hvað ætli margir hafi skráð sig með þessum ótrúlega langa skráningarfresti ( 11 dagar ). Bíð spenntur eftir úrslitum og umræðunni í kjölfarið. Hjá okkur í Skotfélagi Akureyrar hafa ekki verið jafn fjörugar deilur og vonast ég fyrst og fremst eftir góðri þátttöku og góðri skemmtun. Fullt hús stiga væri svo ekki verra!! Áramótakveðja, Finnur Steingrímsson

Tags:
Skrifað þann 30 December 2012 kl 13:44
Sýnir 1 til 19 (Af 19)
18 Svör

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramóta-mót SR

Held að þetta mót eigi ekki eftir að segja hver sé bestur eða hvaða riffill sé bestur.
Áramótið snýst meira um að hittast og skemmta sér frekar en að þetta sé einhver hörku keppni.

Ég tek td. Þátt með nýsmíðuðum Stiller í .308 en ég á alveg eftir að finna kúlu og hleðslu sem passar ásamt því að finna rétta stillingu á tuner..
Eins og er þá er hann að skjóta 1" 3 skota grúppu á 100m þannig að ef ég hitti eithvað á mótinu þá verður það heppni...

En ég vill frekar skjóta þessu en flugeldum sama hver árangurinn verður.

Skrifað þann 30 December 2012 kl 14:45

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramóta-mót SR

Sæll finnur og takk fyrir síðast, ég er hræddur um að
stóra svarið fáirðu ekki í þetta sinn..
En svo er það nú þannig að því betur sem mótið heppnast hjá sr að því minna
er rætt um það..!
Og ekki bara það heldur eru veðurguðirnir að tala um eithvað skíta hægviðri.....
og þar með fór fúttið sniffsniff sad já og afsökunin ef ílla gengur smiling

Skrifað þann 30 December 2012 kl 18:27

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramóta-mót SR

Aldrei þessu vant er ég núna sammála Dan Sig.

Ég fór upp á skotsvæði áðan með PPC sem var stilltur í punkt á 200 metrum í stífum vindi fyrir fáeinum dögum. Fyrsta skotið núna var BINGO X tía.

Það var reyndar smá galli að þessi X tía var punkturinn við hliðina á þeim sem ég miðaði á hálfu feti til hliðar.

Vindurinn var jafn stífur núna bara 90-180 gráðu stefnubreyting.

Þetta Áramót er til þess að hafa gaman að ekki til þess að skera úr um það hver er besta skyttan eða hvaða riffill er bestur. Enda gæti slík niðurstaða aldrei legið fyrir eftir eitt mót.

Höfum gaman að mótinu og látum ekki einhvern barnalegan meting skemma það.

Skrifað þann 30 December 2012 kl 19:08

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramóta-mót SR

Tek undir með Daníel og Bergi..

Höfum gaman að þessu móti okkar ...sem skotið verður í vitlausu veðri...
og styðjum hver annan (vegna hláturs) þegar skífurnar koma í hús!
Ég held ég geti breytt þessari setningu í : styðjum hvert annað því mér skylst
að dóttir Bergs ættli að taka þátt í mótinu?
Stúlkan sú er auðfúsugestur hvar sem hún fer!!
Ef svo er ...megi þér Soffía mín ganga sem allra, allra best!!!

Vonast til að sjá ykkur sem allra flest á morgun!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson.

Skrifað þann 30 December 2012 kl 22:11

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramóta-mót SR

Þessir veðurfræðingar.. ég hafði áhyggjur af logni, bergur var á hinni línunni
en hvorugt gekk eftir þannig að Finnur þarf að bíða með stóru svörin um allavega viku.
Það voru rúmlega 20 manns skráðir og flestir komu í kaffi í morgunn.
En hafi einhvern tíma verið þörf á púðurbrennurum að þá hefði það verið í dag.
Nú verður gaman að vita hvernig fer með ykkar mót í dag ? Komist þið yfir höfuð upp í fjall ..
Ég komst þó kjalarnesið og það báðar leiðir shades
Með áramóta kveðju og villu minni pósta Sigurður Hallgrímsson.

Skrifað þann 31 December 2013 kl 13:14

heimirsh

Svör samtals: 48
Virk(ur) síðan: 12 August 2012

Re: Áramóta-mót SR

Sælir
Var þessu móti frestað?

Ef svo er verður opnað fyrir skráningu aftur?

Skrifað þann 2 January 2013 kl 15:38

Hnulli

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramóta-mót SR

...góð spurning

kv.Hnulli

Skrifað þann 2 January 2013 kl 15:58

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramóta-mót SR

mótið verður á sunnudaginn.

það væri ekki sanngjarnt gagnvart skráðum keppendum að opna fyrir skráningar aftur, þetta er áramòtið þó það sé viku of seint...

annars ráða forsvarsmenn mótsins því... held að það séu Bergur og Siggi

Skrifað þann 2 January 2013 kl 16:56

Hnulli

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramóta-mót SR

...já, skil það sjónarmið vel byssur en það sakar ekki spyrja, sérstaklega þar sem það virðist í augum ykkar sem hafið tjáð ykkur hér inni ekkert skotmót heldur líkara einhverju allt öðru..
Sem mér finnst reyndar skrítið

Kv.hnulli

Skrifað þann 2 January 2013 kl 17:32

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramóta-mót SR

neinei hnulli 5x5 skot á 200m í skor er ekkert grín í venjulegu vetrarveðri hér á klakanum.
En eins og ég lít á það að nr eitt er það góða skapið...shades þetta er jú bara einn flokkur.. og menn
yfir höfuð ekki í þjálfun á þessum tíma árs.

Planið var að fresta mótinu til næsta sunnudags, menn gætu þá ryk hreinsað á laugardeginum (veður ?)
Ég hins vegar gleymdi að spyrja hvort það væri vandamál vegna opnunar sunnudagsins..! (starfsleyfið)
Ég er sammála byssur.. með skráninguna nema mín vegna mætti bæta við keppendum
(ef einhverjir hætta við) svo lengi
sem þettta sé bara einn riðill, birtan einfaldlega er ekki næg fyrir fleiri riðla.
Ég vonast til að eithvað komi fljótlega inná sr síðuna.
Mbk Sigurður Hallgrímsson

Skrifað þann 2 January 2013 kl 20:58

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramóta-mót SR

Sæl öll sömul.

Eins og fram hefur komið var 'Aramótinu núna frestað vegna veðurs.

Þá er ég að tala um óveður þannig að í 35 metrum á sek var ekki einu sinni hægt að festa skífurnar á battana.

Við erum að fylgjast með veðurspám, Stefnt er að því að halda mótið á sunnudaginn nema ef spár á morgun gefa til kynna að það verði betra aðhalda það á laugardaginn.

Tilkynning verður sett inn á sr.is annað kvöld.

Ég skil ekki alveg hvers vegna ekki væri sanngjarnt gagnvart öðrum að leyfa nýjum aðilum að skrá sig og eru því allir velkomnir að skrá sig á sr@sr.is ef þeir óska eftir að vera með á mótinu. Ástæðan fyrir því að SR setur skráningarfrest er sú að gefa þeim sem sjá um mótið og framkvæmd þess færi á að undirbúa sig miðað við væntanlegan fjölda þáttakaenda. Það er ekki gert til þess að fækka þáttakendum eða íþyngja skotmönnum.

Ef ekki væri fyrir þá staðreynd að það er góðkennt og samþykkt að byssur eru íþróttatæki auk þess að vera veiðitæki, væri yfirvaldinu í lófa lagt að banna allar byssur aðrar en haglabyssur og eitt "ríkiskalíber" til veiða á stærri dýrum. Þá væri valið t.d. á milli .243, .308 eða 6,5x55. .22 LR væri bannað vegna þess að hvern fjandann ættir þú að veiða með því sem þú ekki getur skotið með haglabyssu ?

Með öðrum orðum eru allir velkomnir að taka þátt í þessu Áramóti og nota þá einu íþróttaaðstöðu sem í boði er í nágrenni Reykjavíkur fyrir riffilskotfimi utan húss og hafa gaman að.

Skrifað þann 2 January 2013 kl 21:31

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramóta-mót SR

voru ekki 22 skráðir ?

það eru 18 borð svo annaðhvort verður að fækka um 4 eða svo er hægt að auka um 14 þar sem það þarf að hafa 2 riðla ef það eru fleirri en 18.

Skrifað þann 2 January 2013 kl 22:08

Hnulli

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramóta-mót SR

...er það nokkuð okkar að hafa áhyggjur af því?

kv.Hnulli

Skrifað þann 2 January 2013 kl 22:28

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramóta-mót SR

já reyndar, ég er alveg tilbúinn að eyða 2 tímum í mót, en að vera frá 10-17 á meðan verið er að keyra 2 riðla og telja stigin er fullmikið...

síðustu áramót rétt náði maður að klæða sig í sparigallann fyri mat... mótið tók allan daginn...

Skrifað þann 2 January 2013 kl 22:45

Boyer

Svör samtals: 47
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramóta-mót SR

Ég held að eingin tæki eftir því þó að menn kláruðu sinn riðil og færu ;)

Skrifað þann 2 January 2013 kl 23:08

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramóta-mót SR

þeir sem skora lítið geta það, ég er nú að vonast eftir að skora vel á mótinu ;)

Skrifað þann 2 January 2013 kl 23:39

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramóta-mót SR

Það má ekki gleyma einu.. ef við erum óheppnir og fáum á okkur snjólaust og súld
eða þokuslæðing þá er varla dagsbirta nema um 2 klst..! ég lenti í þessu um daginn
og var að nota march sjónaukann á 25x..! á 200m vegna birtuleysis. Og ef að march þarf þess
að þá eru aðrir í vandræðum. Bara svona eithvað til að hugsa um.
Siggi
Annað, á ekki bara að breyta mótinu í þriggja skor blaða mót ? og galopna skráninguna ?

Skrifað þann 3 January 2013 kl 1:13

Kjartan Friðriksson

Svör samtals: 57
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramóta-mót SR

Mótið verður haldið . 6. janúar kl 1200. Mæting kl 1100 - sjá nánar áhttp://www.sr.is

Skrifað þann 3 January 2013 kl 19:24