Áramótið

germanica

Svör samtals: 29
Virk(ur) síðan: 18 August 2012

Re: Áramótið

Sælir/sælar
Ég er ekki alveg að ná þessum stigum,þ.e.a.s. 246 stig í 25 skotum en bara 8x10 hvernig er þetta reiknað ?
Annars flottar myndir af fólki og flottum rifflum.
Þætti gaman að sjá myndir af skotskífunum ef einhver ykkar gæti sett þær hér inn.
Sæmi

Skrifað þann 7 January 2013 kl 19:27

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramótið

Bc3

Þetta komment þitt..... hugguleg stelpa er ekki að gera sig!

Hér er um að ræða alvöru keppanda á alvöru móti......
Hvort heldur sá keppandi er karl eða kona skiptir engu máli!
Þessi ágæta manneskja náði 7. sæti á mjög sterku móti:
Mér finnst hún verðskulda betri umsögn en að vera sögð:
flott stelpa!!!!??

Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 7 January 2013 kl 19:43

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramótið

Rólegur Magnús, stúlkan er bæði augnayndi þarna og svo kann hún á byssu... Hvað er ekki flott við það smiling

Mættu vera enn fleirri stelpur þarna smiling

Skrifað þann 7 January 2013 kl 19:50

JGK

Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramótið



það er skotið á 5 svona skífur, skotmarkið sem er neðst til hægri er svokölluð sighter skífa og það má skjóta eins oft á hana og maður vill. á henni eru ekki talin stig.

hvert skotmark gefur að hámarki 10 stig, og 1 X ef skotið er akkúrat í miðjuna.

hámarksfjöldi mögulegra stiga er því 250 stig og 25 X

Skrifað þann 7 January 2013 kl 19:51

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramótið

Ágæti félagi germanica!

Ég skal reyna að skýra þetta fyrir þér á eins
kureislegan hátt og ég frekast get!

Á þessu móti var skotið 25 skotum á 200 metra færi.
Ef einhver keppenda hefði náð því að skjóta 25 tíur
væri hann auðvitað með skorið 250 (25x10 = 250).
En það tókst eingum enda veðrið ekki til þess fallið!!!!
Segjum svo að tveir keppendur væru jafnir að stigum
til dæmis 247 stig...þá ráða svokölluð X hvor sigrar.
X er um það bil 1 mm punktur í miðju tíunnar.
sá þessara keppenda sem skaut fleiri X sigrar.
Vona að þetta skýri málið fyrir þér!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 7 January 2013 kl 19:54

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramótið

Þakka ykkur SR mönnum, keppendum og áhorfendum fyrir bráðskemmtilegt og
Ágæti félagi ; þú segir..

velheppnað mót.

Alltaf ánægjulegt að sjá hvað margir eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að gera áhugamál okkar enn skemmtilegra.

Með kveðju

Ólafur Sigvaldason
Skotfélag Kópavogs

Ágæti félagi Ólafur !

Takk fyrir að gefa þér tíma til að vera vinsamlegur í okkar garð!!
Með svona hugsunarhætti náum við árangri!!
Við vitum báðir ..og við öll að erfiðir tímar eru frammundan

Með vinsemd.
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 7 January 2013 kl 20:08

germanica

Svör samtals: 29
Virk(ur) síðan: 18 August 2012

Re: Áramótið

Ok takk fyrir útskýringarnar,skotmenn hafa þrátt fyrir leiðinlegt veður verið að hitta fjári vel.
Sæmi

Skrifað þann 7 January 2013 kl 22:19

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramótið



Einbeitngin skein úr andliti hvers einasta skotmanns.

Skrifað þann 7 January 2013 kl 22:39

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramótið



Jón Ingi Kristjánsson keppti með Rösler riffli í cal 308.

Skrifað þann 7 January 2013 kl 22:42

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramótið



Soffía Erla Bergsdóttir

Skrifað þann 7 January 2013 kl 22:43

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramótið



Sigurður E. Einarsson stillir Sauer STR 20 í cal 308 Win. upp á skotrestin.

Skrifað þann 7 January 2013 kl 22:45

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramótið



Barnard P., cal.284, Nightforce 5.5-22x56 sjónauki. Eig. Jóhannes G. Kristjánsson

Skrifað þann 7 January 2013 kl 22:54

jak

Svör samtals: 263
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramótið



Ég myndi varla gráta það að eiga þennan í byssuskápnum. smiling - Howa 6.5x47Lapua með Nightforce BR 8-32x56.

Skrifað þann 7 January 2013 kl 22:56

Hnulli

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramótið

...til hamingju með flott mót, og þakka þér fyrir myndirnar hr.jak...

Ef að það kæmi að því að maður hefði frítíma í svona mót einhvern daginn, var ég að spá, ég er með samskonar rest og Daniel Guðm. og ekki fyllilega sáttur með hvernig framskeptið hjá mér liggur í því. Er mér heimilt, miðað við svona helstu reglur á þessum mótum hér á landi að mixa mér fleti undir framskeptið sem eg myndi festa i t.d. ólarfestingu sem myndi falla betur i restið? Sá virkilega fallegan sig sauer á nokkrum myndum sem mér sýndist vera með álíka búnaði

Kv.Hnulli

Skrifað þann 7 January 2013 kl 23:13

JGK

Svör samtals: 79
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramótið

Hnulli

http://www.sinclairintl.com/shooting-accessories/benchrest-equipmen...

þetta festist í Anschutz raufina sem sumir rifflar hafa. mjög þægilegur búnaður

Skrifað þann 7 January 2013 kl 23:45

Hnulli

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramótið

...já ok, stórsniðugt, skoða hvort það fittar eitthvað við minn. Er með tikka t3, en gaman að þefa aðeins af þessum geira.

Þakka þér fyrir kallinn.

Kv.hnulli

..og já, skytta gengur bæði fyrir kk og kvk, augnayndi er bara perralegt lýsingarorð á skyttu

Skrifað þann 8 January 2013 kl 0:04

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramótið

Ágæti félagi Hnulli!

Komdu og við leysum málið!
Vertu innilega velkominn!!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 8 January 2013 kl 9:20

Benchrest Forever

Svör samtals: 858
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramótið

Rólegur Magnús, stúlkan er bæði augnayndi þarna og svo kann hún á byssu... Hvað er ekki flott við það

Mættu vera enn fleirri stelpur þarna

Þannig skrifar Daníel Sigurðsson..og ég veit að honum gengur gott eitt til.
Auðvitað væri gaman ef fleiri konur væru á okkar mótum..ekki spurning!
Ég held að það séu konur að skjóta SKEET...leiðréttið mig ef ég fer
með rangt mál?
Svo eru sem betur fer konur að skjóta i Egilshöll...þar með talin
varaformaður SR!

Með vinsemd,
Magnús Sigurðsson

Skrifað þann 8 January 2013 kl 9:28

Bc3

Svör samtals: 204
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramótið

Benchrestforever.Magnús..
Þú ert huggulegur líka ;)
Auðvitað var þetta flottur árangur hjá henni en hún er samt hugguleg þrátt fyrir það.
Ég hélt nú frekar að bergur myndi segja eitthvað smiling

Skrifað þann 8 January 2013 kl 13:44

25-08AI

Svör samtals: 101
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Áramótið

Það er langt síðan ég þurfti að hafa orð fyrir Soffíu.

Hún er vel fær um að svara því sjálf sem henni finnst svara vert.

Skrifað þann 8 January 2013 kl 13:56