Úrbeining á hreindýri

bjarni

Svör samtals: 21
Virk(ur) síðan: 4 March 2014

Sælir,

Er einhver hérna sem er að taka að sér að úrbeina hreindýr eða veit um einhver sem tekur slíkt að sér?

Kv. Bjarni

Tags:
Skrifað þann 18 July 2014 kl 9:39
Sýnir 1 til 8 (Af 8)
7 Svör

zaxi69

Svör samtals: 20
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrbeining á hreindýri

Eflaust hægt að fara með þetta til hvaða kjötiðnaðarmanns sem er en það er auðvitað skemmtilegast að gera þetta bara sjálfur smiling

Það er ekki mikið mál að úrbeina hreindýr. Það sem þarf er beittur hnífur og tími.

Ég tók mitt fyrsta dýr í fyrra og gerði sjálfur að því. Það er til nokkrar aðferðir við úrbeiningu en það sem hefur gefist mér best er að skera sem minnst í vöðvana og losa þá frá hvor öðrum með höndunum og skera svo á sinafestingarnar. Við það helst vöðvahimnan á kjötinu sem hlífir því betur þegar það er fryst.Gott að skola kjötið vel áður en það er sett í hæfilega stóra skammta fyrir hverja máltíð og setja blautt í poka/vitarap og beint í frysti því þá myndast frosthimna sem eykur endingartímann í frysti. Það hefur gefist mér vel að pakka hakkinu í 400 gr. og 200 gr. pakkningar og kjötinu í 600 gr. - 800 gr. pakkningar. Fer svolítið eftir fjölskyldustærð og hvað er yfirleitt borðað mikið í hverri máltíð.

Eina vesenið er að finna leið að lær/leggbeininu þannig að maður skeri sem fæsta vöðva í sundur en það er í flestum tilfellum auðvelt að finna leiðina niður að beininu ef maður flettir og sker hvern vöðva frá niður að beini.

Skrifað þann 18 July 2014 kl 10:44

jon_m

Svör samtals: 82
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrbeining á hreindýri

Skriðustekkur í Breiðdal
http://www.facebook.com/skridustekkur...
S: 859 9954

Lindarbrekka við Berufjörð
hreindyra.urbeining@gmail.com
S: 776 7551

Skóghlíð á Héraði

kveðja
Jón Magnús
http://www.facebook.com/hreindyr...

Skrifað þann 19 July 2014 kl 8:47

2014

Svör samtals: 129
Virk(ur) síðan: 30 December 2014

Re: Úrbeining á hreindýri

ef dýrið er komið i borgina þá hefur hann uni danski tekið að sér að úrbeina, allt kemur vacuum pakkað og merkt frá honum, hakkið vel hakkað og allt til fyrirmyndar.

getur notað leitina hérna til að finna hann, hann auglýsti nokkur skipti í fyrra.

Skrifað þann 19 July 2014 kl 12:15

E.Har

Svör samtals: 172
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrbeining á hreindýri

Jón M fyrir austan vantar líka Sævar á Mjóeyri og síðan hefur Þrándarþorpið hjá Svenna og Jóni Agli stundum verið opið.

Og einhverjir fleirri.

Skrifað þann 28 July 2014 kl 10:17

Börkur

Svör samtals: 4
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrbeining á hreindýri

Tékkaðu á þessu enginn vandi að gera þetta sjálfursmiling
http://www.youtube.com/watch?v=H2UsVd9d8vI...

Kv Börkur sem er á leið í fyrsta hreindýratúrinn smiling

Skrifað þann 30 July 2014 kl 20:41

uni danski

Svör samtals: 73
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Úrbeining á hreindýri

Sæll ég tek að mér að verka hreindýr. 822-7055. Hægt að finna mig hér undir nikk name Uni danski.

Mig hefur alltaf langað að taka út einhvern sem reynir að gera þetta uppá eigin spýtur eftir netinu.

Skrifað þann 4 August 2014 kl 22:35

C47

Svör samtals: 321
Virk(ur) síðan: 18 February 2013

Re: Úrbeining á hreindýri

Já ég veit ekki, ég man þegar ég reyndi að flaka fisk í fyrsta sinn. Þau voru nokkur flökin sem voru varla upp í nös á ketti eftir meðferðina. Auðvitað lærðist það nokkrum fiskum síðar. (samt er þetta sennilega líka til á youtube).
Ég myndi hins vegar seint æfa mig á hreindýrakjöti til úrbeiningar. Nóg kostar nú veiðiferðin með tilheyrandi þótt ekki sé verið að spara í þessu og líklega eyðilegga hluta eða allavega fá minni nýtingu.
Það eru nokkur atriði sem ég lít á að séu sjálfsögð þjónusta sem veiðimaður þarf að kaupa:

1) Fá einhvern kunnáttumann til að flá dýrið.
2) Láta kjötið hanga við bestu skilyrði.
3) Fá einhvern sem kann til verka við að úrbeina og pakka, Þessi einhver gæti verið kjötiðnaðarmaður, slátrari, mögulega kokkur. Svo eru sennilega alltaf einhverjir sem bara kunna þetta og hafa gert árum saman, þó ég þekki engan.

Önnur einfaldari atriði eins og blóðgun, ristun, rífa barka og innyfli í burtu og þvíum líkt ætti hins vegar hver einasti veiðimaður að kunna, það er bara skemmtilegt að fá að gera eitthvað meira en bara taka í gikkinn smiling Sérstaklega ef ekki á að hirða skinnin, þá er lítið sem hægt er að klúðra í ristun.

Eins skemmtilegt tæki og youtube er þá er aldrei hægt að vera viss hvort að sá sem hleður inn einhverju myndskeiði, kunni eitthvað fyrir sér í sinni sjálfskipuðu kennslu.

Nýtum þjónustu fagmanna, til þess eru þeir smiling

Svo einfalt er það.

Skrifað þann 4 August 2014 kl 23:55