Rebbi er nær en þú heldur !

isafold

Svör samtals: 63
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Sá í vikunni rebba á stað sem ég átti ekki von á að sjá hann á en hann var á tölti meðfram göngustígnum í Gerðhömrum í grafarvogi, ferlega ljótur andskotinn. Varla þorandi að setja gildru ( glefsu ) þar sem hundar ganga þarna oft lausir, nú vantar bara leyfi til að nota hljóðdeyfinn. Nú fæ ég að heyra það.
Kveðja
Beggi

Tags:
Skrifað þann 25 November 2012 kl 10:01
Sýnir 1 til 17 (Af 17)
16 Svör

asshól

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rebbi er nær en þú heldur !

Er nú ekki sammála því að tófan sé ljót.

Skrifað þann 25 November 2012 kl 11:14

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rebbi er nær en þú heldur !

skelltu út gildru, það er í lögum að hundar mega ekki ganga lausir nema á lokuðum hundasvæðum eins og Geirsnefi..

ef hundur fer í gildruna þá er bara einum lausagöngu hundinum minna !

Skrifað þann 25 November 2012 kl 12:24

valli222

Svör samtals: 6
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rebbi er nær en þú heldur !

Ég sá einu sinni rebba á bjarkagötu við tjörnina þannig hann er nú útum allt !

Skrifað þann 25 November 2012 kl 13:05

NESIKA

Svör samtals: 214
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rebbi er nær en þú heldur !

Já rebbi, ég legg til að menn taki myndir af rebba þó það þurfi að hafa örlítið fyrir því.
Borgarbörnin í ráðuneytunum þau trú ekki að það séu allar þessar breytingar í lífríkinu í gangi. Og ef við viljum að lífríkinu sé haldið í jafnvægi þá er það okkar að koma því á framfæri.
Það er komið inn hjá mönnum skaðsemi minksins,en þar stendur á hver á að borga.
En rebbi... ég veit ekki lausnina því kassinn er tómur.
En ég er hins vegar hissa á blindu VG í málefnum lífríkisins og hafa ekki vit á að með því að hafa alfriðuð svæði fyrir vargveiðum að þá er búið að rugla vistkerfinu. Nærtækt dæmi er gæsin ef við alfriðum tún að þá fer gæsin ekkert annað fyrr en allt bítanlegt er búið.
Það er okkar verk að koma með myndir af rebba á hinum skrítnustu stöðum. Ef veiðimenn og landeigendur gera það ekki hver þá ? Ég er ekkert hrifinn af öllum þessum útburði á æti að vetrarlagi sem menn sinna mjög misjafnlega, en þar er við OKKUR að sakast.
Sigurður.

Skrifað þann 25 November 2012 kl 13:45

plaffmundur

Svör samtals: 180
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rebbi er nær en þú heldur !

Rebbi er um allt....sá í miðjum ágúst eldsnemma að morgni,svona ca 5 leytið,einn rebba rölta í rólegheitum nálægt tjaldsvæðinu í borgarnesi.

Skrifað þann 25 November 2012 kl 13:45

EinarOfvirki

Svör samtals: 5
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rebbi er nær en þú heldur !

Það væri nú hægt að sleppa því að borga atvinnulausum desemberuppbót og leggja þann pening í veiði á þessum skeppnum

Skrifað þann 25 November 2012 kl 15:33

skepnan

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rebbi er nær en þú heldur !

Daníel, þú ert alltaf snöggur til að segja mönnum að brjóta lögin "skelltu út gildru, það er í lögum að hundar mega ekki ganga lausir nema á lokuðum hundasvæðum eins og Geirsnefi..
ef hundur fer í gildruna þá er bara einum lausagöngu hundinum minna !"

Þú bara "óvart" gleymdir að þetta stendur í lögum " Við veiðar er m.a. óheimilt að nota:
7. Fótboga eða gildrur, nema til músaveiða, rottuveiða, minkaveiða og til að ná tófuyrðlingum við greni. Gerðir fótboga og gildra skulu hafa hlotið samþykki [Umhverfisstofnunar].2)"
Og það líka innan borgarmarkana, er ekki í lagi með þig?

Keli

Skrifað þann 25 November 2012 kl 16:10

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rebbi er nær en þú heldur !

ef þú setur út minkagildru og refur fer í hana ertu þá að brjóta lög ?

sama hvort það séu minkar, refir, hundar eða kettir.. öll lausgangandi dýr innan borgarmarka mega lenda í gildrum mínvegna.

Skrifað þann 25 November 2012 kl 16:53

Hnulli

Svör samtals: 76
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rebbi er nær en þú heldur !

...viltu ekki taka þessi skrif þín út hérna daníel. Þú ert okkur til skammar í dag.

Kv.hnulli

Skrifað þann 25 November 2012 kl 17:44

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rebbi er nær en þú heldur !

það var þráðarhöfundur sem átti hugmyndina að gildru, ég studdi hana bara..

ef ég hefði leyfi til að skjóta innanbæjar þá myndi ég útrýma öllum lausgangandi dýrum innan borgarmarka...

Skrifað þann 25 November 2012 kl 17:50

Gisminn

Svör samtals: 578
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rebbi er nær en þú heldur !

Ég hef varað mig að skrifa um BR riffilgreinarnar vegna vanþekkingar og vel má vera Daníel minn að þar sértu á heimavelli en ekki í þessum þræði.
Skal útskýra það sem ég veit.
Ef sett er upp glefsa eða bogi fyrir mink ber að setja stokk eða annan álíka búnað yfir bogan eða glefsuna svo önnur dýr séu ekki í hættu. Jafnframt ber að merkja vel staðinn svo hundaeigendur með hund á göngu í taum geti varast að hundurinn fari að snusa í stokkinn og orðið fyrir tjóni.
En ég er ekki alveg klár á því en held það samt að eingöngu meindýraeyðar megi egna boga eða glefsur innan þéttbýlis.
Kveðja ÞH

Skrifað þann 25 November 2012 kl 19:13

byssur info

Svör samtals: 931
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rebbi er nær en þú heldur !

viðurkenni það fúslega að meindýraveiðar eru ekki mitt sérsvið, enda drep ég venjulega bara það sem ég get étið...

Skrifað þann 25 November 2012 kl 20:35

graham

Svör samtals: 25
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rebbi er nær en þú heldur !

Þetta er náttúrulega alveg skelfilegt að refir skuli sjást svona. Og það bara á gangi!! Þetta er hræðilegt ástand! smiling

Skrifað þann 26 November 2012 kl 11:13

HPÞ.

Svör samtals: 37
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rebbi er nær en þú heldur !

Einmitt það sem ég var að hugsa og þetta óbermi komið í Borgarfjörðinn líka, sláandi upplýsingar.mischievous

Skrifað þann 26 November 2012 kl 12:54

Haglari

Svör samtals: 75
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rebbi er nær en þú heldur !

Ég er svo sleginn yfir þessu að ég missti alveg svefn í nótt. Ég hef ekki mátt við öðru svona áfalli eftir að mús hljóp yfir gólfið inni á mínu eigin heimili mischievous

Skrifað þann 26 November 2012 kl 13:24

merki720

Svör samtals: 2
Virk(ur) síðan: 23 July 2012

Re: Rebbi er nær en þú heldur !

Það er íllt að vita að menn séu farnir að missa svefn yfir að nátturan sé að nálgast þá hvort sem í draumi eða í vöku. en í vistkerfi okkar sem við villjum byggja upp rúmast ekki yfir 5000 refir, ásamt ótölulegum fjölda af mink. þannig til að leita að jafnvægi þarf að halda þessum stofnum í ákveðnu jafnvægi. Eftir hið fræga hrun þá hafa fæst sveitafélög bolmagn til að borga fyrir förgun, þannig að ríkið verður að koma þar inní. Ef Kerfið, sem var að það voru ráðnir aðiljar til að halda niðri dýrbít hver á sínu svæði og fengju greitt fyrir, ásamt að greyða veiðilaun fyrir hvert dýr, yrði gert raunverulega virkt, þá tel eg að flestir sem unna Íslenskri áttúru yrðu sáttir, Veiðimenn fengju að veiða og fengju umbun og aðrir fengju að njóta fuglasöngs og veiði í ám og vöttnum

Skrifað þann 28 November 2012 kl 21:08